• Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Bjóðum veturinn velkomin með dásamlegum pottrétti

  Nú er tíminn til að draga fram þykku peysurnar, sófa teppinn, ullarsokkana, kertaljósin og hækka í ofnunum, já undursamlega kósí tímabilið er hafið í allri sinni dýrð. Ég er ekki mikil aðdáandi kuldans, en það er eitthvað svo heillandi við að sjá haustið ganga yfir og veturinn taka við, hvað er þá betra en að setjast í sófann með teppi og tendra á kertum yfir góðri mynd með heitan pottrétt. Á þessum tíma eru veikindin byrjuð og það er akkurat þá sem mig fer að langa í súpur og pottrétti Ég er búin að prófa margar uppskriftir og flestar mjög góðar, en það vantaði eitthvað upp á, svo ég setti…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Góðir spennuþættir á Netflix

  Ég er algjör spennuþátta perri og er ég sérstaklega hrifin af Netflix! Ég er alltaf að prufa nýja þætti og ég fýla suma og aðra ekki. Ég er alveg þannig týpa ef að þættirnir verða ekki spennandi strax þá nenni ég ekki mikið að halda áfram með þá , það eru nú alltaf undantekningar á því sviði en ég er svo gríðalega óþolinmóð svo það er alls ekki oft! Ég sé oft fólk spyrjast mikið fyrir á netinu hvaða spennuþáttum maður mælir með svo ég ætla að deila nokkrum þáttum með ykkur og skrifa lítlega um þá svo ég skemmi nú ekki þættina fyrir ykkur.   Njótið!!     1.…

 • Kristbjörg Ásta,  Tíska & Útlit

  Outfit vikunnar

  Ég er alltaf mjög fljót að grípa kósí peysurnar mínar um leið og fer að kólna. Ég elska kósí peysur eins og svo margir aðrir. Ég væri til í að vera í þeim allan daginn alla daga en oft hef ég ekki farið í þær af því mig langar að vera aðeins fínni til fara. Mér fannst oft eins og ef ég væri í kósí peysum væri ég bara frekar “tuskuleg” til fara en svo fór ég að prufa mig áfram með að klæða kósí peysurnar aðeins upp og nota þær líka þegar mig langaði að vera fínni til fara með því að nota þessi einföldu ráð:   Griða Það er ótrúlegt hvað það getur gert…

 • Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

  Halloween afmæli!

  Eldri dóttir okkar hún Sólveig Birna óskaði eftir því að halda Halloween afmæli svo við foreldrarnir urðu að sjálfsögðu við þeirri bón! Hún fagnaði 6 ára afmælinu sínu þann 15.Október s.l. Sólveig er búin að vera að plana afmælið sitt í marga mánuði svo ég hafði ágætan tíma til þess að skoða á Aliexpress skreytingar sem hentuðu þema afmælisins. Við skreyttum húsið hátt og lágt með köngulóm,  köngulóavefjum og fleiru!   Myndaveggurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu ! Ég hengdi upp blöðrur í boga sem ég pantaði frá Aliexpress og töluna 6 sem fæst í Tiger 🙂     Sólveig Birna bauð bekkjarsystrum sínum í afmæli og að sjálfsögðu mættu…

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Tékklisti fyrir komandi barn

  Nú er orðið mjög stutt í að drengurinn okkar mætir í heiminn. Þegar ég áttaði mig á því hversu stutt er í hann fékk ég smá sjokk og mér fannst eins og ég væri ekki búin að gera neitt sem þarf að gera áður en hann kemur. Það getur auðvitað verið mismunandi eftir heimilum en hér eru hlutirnir sem ég skrifaði niður hjá mér. Föt raða eftir stærðum ég fór í gegnum öll fötin tók fram minnstu stærðirnar, sorteraði þær og raðaði í kommóðu  þvo fötin  þar sem að fötin eru annaðhvort ný eða búin að vera í geymslu í langan tíma passa ég að þvo allt með mildu og mjög litlu þvottaefni  strauja ég strauja öll barna fötin á meðan barnið er svona…

 • Barnið,  Fjóla

  5 ára afmæli

  Við héldum upp á 5 ára afmælið hans Ernis seinasta sunnudag. Afmælisstrákurinn ákvað fyrir ári síðan að afmælið í ár yrði með Star Wars þema, eitthvað sem ég var viss um að myndi breytast en litli þrjóskupúkinn var harðákveðinn allt árið og Star Wars var niðurstaðan! Ég byrjaði í lok sumars að skoða skreytingar á netinu, ég pantaði eitthvað smotterí af Ali express en mest keypti ég í Danmörku hjá Kalaskongen. Ég mæli alveg 100% með því að versla hjá þeim ef þið hafið einhvern erlendis til að taka á móti pakkanum, þar sem síðan sendir ekki til Íslands. Mér fannst vera mjög mikill verðmunur á svona góssi, ég keypti…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Síðasti andardrátturinn

  “Það er komið að þessu” Orð sem ég var búin að bíða eftir með töluverðum kvíða heyrðust í símanum. Rússibani síðustu mánuða var að ljúka.   Systir mín var 46 ára gömul þennan laugardagsmorgun þann 16. október 2010. Þetta hafði verið langt og erfitt ferðalag sem hófst einu og hálfu ári áður. Hún var nýbúin að halda uppá 45 ára afmælið sitt þar sem mikil gleði var og allir skemmtu sér konunglega í litlu íbúðinni hennar á Barónstígnum. Nokkru síðar þá kosningahelgina var planið að hún færi í barnaafmæli til sonar góðra vinahjóna sinna en hún mætti ekki og lét ekkert vita af sér sem var fremur óvenjulegt af henni. Mánudagurinn…

 • Katrín Ósk,  Óflokkað

  Að koma kvíðabarni í skólann

  Af því að það er að byrja ný vika .. Það er ekkert grín að kljást við kvíða. Við fullorðna fólkið sem drögum þennan púka eftir okkur vitum vel hversu þrúgandi og vondur hann getur verið við okkur. Við eigum daga þar sem við getum ekki hugsað okkur að svara símanum þegar hann hringir, viljum helst fela okkur undir sæng allan daginn og tilhugsunin um að þurfa að takast á við óvæntar uppákomur dagsins verður stundum yfirþyrmandi. Hversu erfitt er þetta þá fyrir börnin okkar? Þau skilja ekki hvað er að gerast innra með þeim, kunna ekki að skilgreina það fyrir okkur foreldrunum sem viljum svo innilega hjálpa þeim. Sonur…

 • Kristbjörg Ásta,  Tíska & Útlit

  Outfit vikunnar

  Núna er ekki mikið eftir af meðgöngunni hjá mér svo mig langaði aðeins að seigja ykkur frá flíkunum sem ég er búin að nota lang mest á þessari meðgöngu.   Kósí peysur Ég elska kósí peysurnar mínar og stór kostur við þær eru að ég náði að nota þær alla meðgönguna án þess að hafa áhyggjur af því að teigja þær. Ein af mínu uppáhalds peysunum mínum er úr H&M.   Meðgöngu gallabuxur Ég keypti mér þessar í Lindex og ég elska þær. Þær eru ekki úr galla efni svo þær eru rosalega þægilegar. mér líður alltaf eins og ég sé í legins þegar ég er í þeim.   Meðgönguleggsins Þessar keypti ég þegar ég gekk með Máney og elskaði þær bæði þá og núna. Þetta eru sennilega mest notaða flíkin…