• Bryndís Steinunn,  Lífið

  Yndislega sál, dásamlegur vinur

  Mig langar svo mikið til að segja ykkur frá vini mínum og hvaða áhrif það hefur haft á mig að hafa fengið hann inn í líf mitt. Í fyrsta skiptið sem ég hitti Jóa féll ég kolflöt fyrir honum. Ég varð ekki rómantískt ástfangin, ég varð ástfangin af persónunni. Ég man aldrei eftir að hafa séð hann reiðann eða í fílu, nei í hvert sinn sem að við hittumst er bros á vör og gleði í kringum hann. Þegar Jói sest niður til að tala við einhvern þá skiptir sú manneskja öllu máli. Honum tekst einhvern veginn að láta allt hverfa í kringum þig, eins og það sé bara þú…

 • Heilsa,  Katrín Ósk,  Lífið

  Ég elska þig meira en plastið í sjónum

  Þegar ég býð börnunum mínum góða nótt þá á ég það til að segja þeim hversu mikið ég elska þau með ýmsum útfærslum.“Ég elska þig meira en allar stjörnurnar í geimnum, og það er sko mikið”.“Ég elska þig meira en öll sandkorn í heiminum, og það er sko mikið”.“Ég elska þig meira en allir fiskarnir í sjónum, og það er sko mikið”.En nú er veruleikinn varðandi sjóinn og sjávarlíf að breytast á ógnvænlega miklum hraða. Það verður ekki langt þar til ég get sagt; “Ég elska þig meira en allt plastið í sjónum, og það er sko mikið”. Ég hef alltaf kennt þeim að hugsa vel um náttúruna, henda aldrei…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið,  Meðganga

  Krossgötur

  Nei, þetta blogg er ekki um hina óviðjafnanlegu Britney Spears mynd. En mér finnst ég sturlað fyndin að hafa sett þessa mynd í “banner”. Hvaða krossgötum er ég á?Að hætta, eða halda áfram, barneignum. Ég byrjaði snemma að eiga börnin mín þrjú, var ólétt af mínum elsta 17 ára gömul.Þau ár sem ég “átti” að vera að mennta mig, ferðast og mála bæinn rauðan, hafa því farið í allt annan veruleika. Dásamlegan, krefjandi veruleika.Karlpungurinn sem ég nældi mér í byrjaði hinsvegar 26 ára. Búinn að gera allan andsk**** af sér.Nú nálgast hálfgerður gálgafrestur að okkur, en líkur eru á að ég þurfi að fjarlægja lykkjuna vegna óþæginda sem hún ákvað…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Heimagerður frappuccino

  Ég er ein af þeim sem er ekkert allt of hrifin af kaffi en elska kaffi drykki, þessi er í miklu uppáhaldi hann er svo auðveldur að gera og ótrúlega góður. 1 bolli kaffi 1 bolli mjólk 8 stk klakar karamellusósa eftir vild Ég set öll hrá efnin saman í blandara og blanda þeim saman. helli þeim í glas og stundum set ég þeyttan rjóma ofan á og smá karamellusósu sem skraut en ekki alltaf.

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Buddan mín

  Umræður um kynfæri kvenna hafa færst mikið í aukana undanfarið, finnst mér. Verið er að reyna að “normalísera” hið rétta heiti hofsins okkar. Píka.P.Í.K.A. Ef þið bara vissuð hversu átakanlegt það er fyrir mig að skrifa þetta orð.Ég er alin upp af dásamlegri konu. Mjög hógværri konu af gamla skólanum.Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann heyrt orðið Píka á heimilinu á uppvaxtarárunum. Ég vissi auðvitað af því, en aðeins í neikvæðum skilningi. “Í mína daga” (því ég er svo gömul) var orðið Píka notað sem uppnefni, annað hvort til þess að kalla stráka aumingja, eða til þess að kalla stelpur tíkur. Pjalla, pjása, klobbi, budda, einkastaður. Ég kann…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Fer öryggi kvenna á Íslandi minnkandi?

  Það var 12 ára gömul stelpa sem bjó í litlum bæ í Svíþjóð, á þessum degi var hún mjög spennt fyrir kvöldinu, hún var á leið á skólaball með vínkonu sinni og hlakkaði mikið til. Móðir hennar hjálpaði henni að finna til föt fyrir ballið, hún hafði ávalt verið með dáldið öðruvísi fatasmekk og ekki feimin við að klæðast því sem hún vildi, ekki eins og hinar stelpurnar í bekknum sem ætluðu sér að mæta í kjólum. Hún fékk að láni svartar útvíðar gallabuxur frá systur sinni þar sem skálmarnar náðu að hylja skóna að fullu, þetta var hún mjög ánægð með, byrjaði að labba af stað og beið á…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Æðislegur Chia grautur

  Mig langaði að deila með ykkur æðislegri uppskrift af chia graut til að fá sér í morgunmat, hann er mjög einfaldur og hollur og það tekur enga stund að útbúa hann annað hvort kvöldið áður eða um morguninn Það sem þú þarft: 3 msk chia fræ1-2 msk hamp fræ 1/2 bolli vatn1/2 bolli ósæt möndlumjólk4 dropar stevia með eða án vanillu1 msk kakónibbur (má sleppa)Banani eða ber Aðferð: Byrjar á því að setja vökva í krukku eða stórt glas , blandar svo við fræum og kakónibbum og bætir síðan við steviu (persónulega finnst mér stevia með vanillu betri í þennan graut) . Lætur þetta standa í 15-20 mínútur eða í…