• Barnið,  Bryndís Steinunn,  Meðganga

  Meðgangan mín

  Í dag eru 15 ár síðan ég hitti uppáhalds manneskjuna mína í heiminum, 15 ár síðan ég heyrði í honum í fyrst skipti og akkúrat við það að heyra í honum í fyrsta sinn fylltist hjarta mitt af ofurást, allur líkaminn fylltist af þessari ást sem á sér enga líkan. Ást sem gerði það að verkum að ég var tilbúin að deyja fyrir hann án þess að hika. Já í dag eru 15 ár síðan ég varð mamma. En sagan byrjar aðeins fyrr eða um 9 mánuðum á undan. Ég bjó í Kópavogi í yndislegri íbúð sem ég leigði hjá dásamlegu fólki. Lífið snérist eingöngu um mig, ég djammaði mikið, drakk…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Álag, kvíði og hármissir

  Kæru vinir   Mig langar að segja ykkur frá svolitlu persónulegu en eins og ég skrifað hér áður hef ég verið að berjast við þunglyndi og kvíða í mörg ár og reglulega viðurkenni ég fyrir sjálfri mér að ég geti þetta ekki ein lengur. Ég kalla til fjölskylduna og vinina og segi þeim að ég er alveg búin, orðin svo þunglynd og kvíðin að það er orðið hættulegt. Ekki samt í þeim skilningi að ég sé að fara að skaða mig á einhvern hátt heldur er ég algjörlega sinnulaus, hef ekki ánægju af hlutunum, græt stanslaust og geri ekki neitt, ekki einu sinni það sem mér finnst skemmtilegt. Yfirleitt þegar ég…

 • Fjóla,  Heilsa

  Áhrifavaldar og hið fræga “#samstarf”

  Í gegnum tíðina hef ég fylgt þónokkrum áhrifavöldum, hvort sem það hefur verið til þess að fá þrifaráð, heimilis- eða tískuinnblástur, uppskriftir eða bara af því að mér fannst aðilinn skemmtilegur. Ég viðurkenni alveg að mögulega var ég að eyða of miklum tíma í að hlusta á einhvern annann tala og taka óbeint þátt í lífi þess aðila. En núna í desember fékk ég meira en nóg. Það var varla hægt að skoða neitt án þess að vera drekkt í flóði af „#samstarf“ eða „í samstarfi við þennann…“. Ég áttaði mig svo allt í einu á því að ég var að eyða tímanum mínum, þessum dýrmæta tíma sem ég á…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Afbrýðissemi í langtímasamböndum

  Þetta blogg er á persónulegri nótunum og alveg afgerandi skammarlegt fyrir mig. En mér þykir þetta samt ótrúlega mikilvægt umræðuefni því að ég veit að ég er ekki ein um þessa upplifun. Fyrir ekki svo löngu, og svo (því miður) aftur núna í vikunni, óx á mig þetta svokallaða „græna skrímsli“ sem kallað er afbrýðissemi. Ég skammast mín virkilega fyrir þá hegðun sem ég sýndi maka mínum á meðan þetta gerpi tók sér bólfestu í mér. Yndislega, trausta og heiðarlega maka mínum. Maðurinn minn byrjaði í námi í haust. Stórt skref í átt að stórum draumum. Ég fylltist svo miklu stolti að sjá hann takast á við þetta verkefni og…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í Desember

  Mig langaði að byrja á því að segja gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! 2018 var áhrifaríkt og skemmtilegt ár og ég vona að 2019 verði ennþá betra, ég trúi ekki öðru. Mig langaði að gera svolítið öðruvísi make-up færslu fyrir þennan mánuðinn, eins og ég sýndi frá á snapchat síðasta sunnudag frá förðun sem ég gerði. Ég sýndi frá vörunum sem ég notaði í lookið og langaði að skrifa um það líka hvaða vörur ég notaði.   Ég notaði mínar uppáhalds vörur í lookið , ég tók reyndar ekki myndir step by step, heldur bara loka útkomuna og þessvegna langaði mig að setja inn allar vörurnar sem…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Kaldur kalkúnn

  Ég á við vandamál að stríða. Fíkn.   Ég er háð símanum mínum og forritunum sem hann geymir, þá sérstaklega facebook og snapchat. Ég hef því ákveðið að hætta notkun þeirra „cold turkey“. Það þýðir semsagt að ég eyði þeim út einn, tveir og bingó; hætti notkun þeirra samstundis. Engin niðurtröppun. Af hverju? Af því að ég er farin að taka eftir því sjálf að ég er að missa af tíma með börnunum mínum. Ég er farin að taka af þeirra tíma með mér og fresta mikilvægum verkefnum því að ég „gleymdi mér óvart“ í símanum. Ég heyrði dóttur mína garga á mig að hætta í símanum af því að…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Af hverju ekki?

  Um þetta tímabil sem er nýliðið rignir yfir mig spurningum um af hverju ég geri ekki alveg eins og allir hinir. Ég nefninlega held ekki jólin og fólki finnst ég stórfurðuleg, sem ég er og er stollt af því. Margar spurningarnar eru skemmtilegar, áhugaverðar og sumar ótrúlega skrítnar, óviðeigandi og allt uppí  að vera dónalegar. En ég reyni eftir bestu getu að svara þeim öllum eins kurteisislega og ég get.   Byrjum á af hverju ekki….. Spurningin sem fylgir oft með þessari er yfirleitt ,,Trúirðu þá ekki á Jesú” Svarið er einfaldlega Jú hann er aðal gaurinn 🙂 En vissirðu að jólin hafa ekkert með kristna trú að gera heldur…