• Bryndís Steinunn,  Ferðalög

  Ferðadagbókin

  Fyrir stuttu skellti ég mér til Worthing sem er lítið úthverfi rétt hjá Brighton. Ég  og vinkona mín höfðum verið að tala um að fara einhvert með krakkana okkar yfir helgi og voru nokkrir staðir punktaðir niður sem okkur langaði að fara til og þar sem við gætum fengið gistingu.  Eftir að hafa skoðað kosti og galla við nokkra staði var ákveðið að skella sér til London og fá að gista hjá vinahjónum sem búa einmitt í Worthing. Fyrst var ákveðið að við myndum ekkert versla enda vantaði okkur ekki neitt, jú nema skó á barnið mitt sem stækkar hraðar en allt þessa dagana. Það var ekki fyrr en við…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Töfrar jólanna

  Hugur minn hefur dregist að jólunum þessa dagana og hugsað, hvað er það sem situr mest eftir í minningu minni frá barnsaldri. Ég hef alltaf langað til að gefa börnunum mínum það sem þau vilja í jólagjöf, en satt að segja þá man ég minnst eftir gjöfunum sem ég fékk og mest eftir hefðirnar og hvernig foreldrar mínir höfðu mikið fyrir því að gera jólin okkar sem best. Ég hef eftir minni bestu getu reynt að halda í þessar hefðir því hvernig mér leið á þorláksmessu situr fast í mér. Ég man eftir því hvað heimilið var skínandi hreint, sápu ilmurinn var í öllum herbergjum, hreint á rúminu mínu, ég…

 • DIY,  Fjóla,  Heimilið

  Auðvelt og fallegt jólaföndur

  Við krakkarnir tókum okkur til um daginn og föndruðum skraut á jólagjafirnar og jólatréð. Þetta er sennilega með því auðveldara sem ég hef gert en það eina sem við notuðum var hvítur sjálf-harðnandi leir, piparkökumót, smjörpappír, kökukefli, rör og lítill bútur af greni. Þetta kom ótrúlega vel út og ég er mjög spennt fyrir því að skreyta með þessu. Ég keypti aðeins of mikið af leir og notaði tækifærið og lét krakkana útbúa handaför til að hengja upp. Þeim fannst það mjög  gaman og eru spennt fyrir því að sjá hendurnar sínar á veggjunum. En til að gera grenimynstur í stjörnurnar flatti ég leirinn út, lagði grenið yfir og renndi…

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta

  Vögguvísur

  Mér finnst dásamleg stund að sitja með krökkunum á kvöldin og syngja fyrir þau meðan þau sofna. Svo ég á hvað að skrifa lista yfir þær vögguvísur/róandi lög sem okkur finnst gott að syngja fyrir svefninn: Sofðu unga ástin mín Sofðu, unga ástin mín. Úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi´og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit minn er hugur þungur. Oft ég svartan sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi sofðu rótt seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt að mennirnir elska, missa gráta´og sakna. Maístjarnan Ó, hve létt er þitt skóhljóð og hve lengi ég beið þín, það er vorhret…

 • Barnið,  Heimilið,  Katrín Ósk

  Dótið “mitt”

  Ég hef margsinnis upplifað sjálfa mig sem drukknandi manneskju þegar ég lít yfir heimili mitt. Þar er Allt. Of. Mikið. Af. Dóti. Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar kemur að tiltekt og þrifum. Núna nýverið hef ég verið að fylgjast með þáttunum Consumed á Netflix, þar sem að heimsklassa safnarar (hoarders) fá aðstoð fagmanneskju til að taka til í lífi sínu, því hlutirnir í kringum okkur skipta öllu máli þegar kemur að orku og orkuleysi, hvíld og hvíldarleysi, hamingju og óhamingju. Hamingjan felst nefnilega alls ekki í því að eiga það besta og mesta. Þvert á móti. Því minna dót sem við eigum, þeim mun meira pláss…

 • Fjóla,  Heimilið,  Uppskriftir

  Rauðar Flauelskrumpur

  Ég er svolítill aðdáandi red velvet kökunnar, mér finnst líka eitthvað óendanlega jólalegt við hvítt og rautt saman. Ég henti í þessar rauðu flauels krumpukökur um daginn, þær hafa verið mjög vinsælar á heimilinu, skemmir líka alls ekki fyrir hvað þær eru jólalegar og fallegar. Mig langaði að deila með ykkur uppskriftinni af þeim.   Rauðar flauelskrumpur 3 bollar hveiti ¼ bolli bökunarkakó 2 teskeiðar lyftiduft ¼ tsk matarsódi 170 gr mjúkt smjör 1 og 1/3 bolli sykur 3 stór egg 2 msk mjólk 1 og ½ vanilludropar Rauður gel matarlitur 150 gr. Hvítir súkkulaðidropar 1 bolli flórsykur 1 msk gull bökunarduft ef bakarinn er í sparistuði   Blandið saman…

 • Barnið,  Jóhanna María

  Hárgreiðsla dagsins

  Núna í nokkrar vikur höfum við mæðgur tekið myndir af ,,hárgreiðslu dagsins”  og sett inn á snapchat, hefur það uppátæki vakið mikla lukku. Sólveig Birna hefur ekki viljað láta greiða sér almennilega fyrr en á síðasta árinu sínu í leikskóla, enda ekki nema von þar sem að krakkinn fékk nú varla hár fyrr en hún varð fjögurra ára. Hún gjarnan er með ákveðnar forsendur, það má helst ekki nota “litlu” hárin (hárin sem eru næst hnakkanum) því þau meiða svo. Nema stundum þegar gerð er föst flétta. Stundum er hún með miklar kröfur t.d. vill hún gjarnan fá snákafléttu og tígó. En oftast vill hún fá snúða, tígó, fastar fléttur,…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Uppskrift: Hvítlauksostabuff og kartöflugratín

  Ég prufaði þessar uppskriftir saman í kvöldmatnum um daginn og þetta passaði svo ótrúlega vel saman, allt heimagert og ég varð bara að deila þessu með ykkur, þetta er svo ótrúlega gott! Þar sem ég og Óliver erum bara tvö á heimili eru þetta heldur litlir skammtar en þið getið auðveldlega stækkað skammtana. Ég elska auðveldar og góðar uppskriftir og þessar eru svo ótrúlega góðar og einfaldar!       Hvítlauksostabuff Það sem þú þarft: 350 gr af hakki 2 egg 1/2 hvítlauksost 2 matskeiðar af fetaosti Salt og pipar Ég hef stundum notað ritz kex sem er ótrúlega gott líka!   Aðferð: Þú byrjar á því að setja hakkið í…

 • Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 3. hluti

  Þá er komið að lokafærslunni í þessari netvserslunar-seríu, í tæka tíð fyrir Black Friday/cyber monday brjálæðið sem er í gangi þessa helgina. Í þessari færslu ætla ég að taka fyrir verslanir hér á Íslandi. Það er aragrúi af netverslunum hér á landi, sem mér finnst alveg frábært. Mér finnst mjög þægilegt að skoða á netinu áður en ég fer í verslunina, þá hef ég nokkurnveginn hugmynd um hvað ég er að fara að gera eða er jafnvel búin að kaupa hlutinn og sæki í verslunina. Ég nota þó stundum heimsendingarþjónustu en ef maður spáir í það er það oft óþarfa bras þó maður tali ekki um umhverfisáhrifin. Ég hef prófað…