Fóstureyðingar, mín skoðun

Mig langar að fjalla um eitthvað sem flestir hafa ekki bara skoðun á heldur mjög sterka skoðun.

Ég var ekki mjög gömul þegar ég einmitt myndaði mér mína eigin skoðun á þessu málefni en ástæðan er grein sem ég las þegar ég var 10 ára gömul. Greinin var skrifuð af konu sem var gift og þriggja barna móðir en áður en hún hafði hitt manninn sinn hafði hún orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu. Þessi kona fjallaði um hvaða áhrif fóstureyðingin hafði á hana og sú umfjöllun hafði djúp áhrif á mig. Ég ákvað frá þeirri stundu að þetta yrði eitthvað sem ég myndi aldrei gera.

Ég sem betur fer stóð aldrei í þeim sporum að þurfa að taka þá ákvörðun þar sem ég átti ekki einu sinni að geta eignast börn (en það er saga í allt annað blogg).

Ég vill samt sem áður ítreka það að það sem ég skrifa hér er einungis mín skoðun  og hvað mér finnst og ég dæmi engann sem tekur þessa ákvörðun, við erum ekki öll eins og aðstæður geta verið misjafnar og ég efast um að einhver fari í þessa aðgerð án þess að finnast það erfitt á einhvern hátt.

Það er löglegt að láta eyða fóstri á Íslandi og hafur verið síðan 1935 þá einungis ef læknisfræðilegar ástæður voru fyrir því en 1938 var því bætt inn að heimild væri að eyða fóstri ef um nauðgun eða sifjaspell væri að ræða eða hætta á vansköpun fósturs. Þann 11. júní 1975 tóku í gildi núverandi lög sem víkkuðu heimild til fóstureyðinga en voru samt ekki frjálst val konunnar. Núna árið 2018 hefur verið fjallað um að lengja þessa heimild í 22 vikur.

(heimild af síðu Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/F%C3%B3sturey%C3%B0ingar_%C3%A1_%C3%8Dslandi )

Ég fæ bara pínu illt í hjartað við þessa tilhugsun því ég man hvernig það var að vera komin 20 vikur á leið og sjá litla krílið í sónar í fyrsta sinn, finna fyrir hreifingum þess og vitandi að þarna væri ótrúlegt kraftaverk að gerast (sem í mínu tilfelli er í alvörunni kraftaverk þar sem ég átti ekki að geta átt börn) Ég elskaði litlu baunina mína frá því að ég vissi að hún væri til staðar, frá því að krílið var ekkert annað en fruma sem var búin að skipta sér. Ég fylgdist stanslaust með á netinu, viku fyrir viku hvað var að gerast og fannst allt svo merkilegt og dásamlegt (meðgangan sjálf var viðbjóður, var veik allan tímann en elskaði samt tilhugsunina um að vera að verða mamma)

 

 

 

 

 

 

 5 vikna fóstur

Svona leit strákurinn minn út þegar ég fór í snemmsónar, komin ekki nema 5 vikur og stærð fósturs er víst eins og sesamfræ oggulítið en hjarta og æðakerfi eru farin að myndast á þessum tíma. Ég hafði aldrei fundið fyrir þessari tilfinningu áður að elska eitthvað sem ég þekkti ekki, hafði ekki séð og vissi lítið sem ekkert um svona heitt. Allt sem ég gerði snérist um þessa litlu mannveru sem var orðin hluti af mér.

Ég veit að á þessum tíma er fátt sem minnir á barn en ef maður pírir augun svoldið og starir er ég viss um að hægt sé að sjá haus og hendur alla vega geri ég það.

Næstu vikur á eftir er andlitið að myndast hjartað byrjar að slá yfirleitt í kringum 100-160 slög á mín, bein, vöðvar, lungu og heili er allt að myndast hratt og verða að veruleika.  Hendur og fætur fara að taka á sig mynd og fóstrið stækkar hratt. Fingur og tær eru farin að sjást og mikil hreifing er á fóstrinu þótt móðir finni það ekki strax. Áfram heldur allt að myndast og stækka og þroskast hratt og í lok 12 viku ætti fóstrið að vera eins og lime að stærð og lítur út eins og manneskja

.

12 vikna fóstur

Hluti 1 af þrem er lokið

Á 2 tímabili meðgöngu fer barnið að æfa sig í að gretta sig, sjúga puttana, hreifa hendur og fætur og stundum er eins verið sé að æfa parkour eða alla vega einhvers konar bardagaíþróttir þarna inni. Maður finnur meira og meira fyrir hreifingum og fer að þekkja inn á þessa veru sem á heima í leginu þínu. Talið er að barnið fari að heyra á þessu tímabili og því lesa margir fyrir bumbuna, syngja eða bara einfaldlega tala við hana. Kynfærin hafa myndast og líffæri farin að vinna á fullu. Á þessu tímabili máttu enn fara í fóstureyðingu.

22 vikna fóstur

Þetta er það sem ég skil ekki. Hvar liggja mörkin um hvenær fóstur er talið líf. Fyrir mér (Mín skoðun, þið megið alveg vera ósammála) þá er fóstrið líf um leið og það fer að skipta sér.

Margir tala líka um að þetta sé líkami konunnar og þar af leiðandi er það hennar að ákveða. En ef það er málið afhverju var það þá svona erfitt fyrir mig að fá að fara í fullt legnám fyrir 2 árum? Ég meina mitt leg, minn líkami. Ég þurfti að kveljast í 12 ár og síðustu 4 árin fyrir aðgerð grátbað ég og barðist fyrir því að láta fjarlægja það þar sem ég átti erfitt með að taka þátt í einföldustu athöfnum. Ég skil líka ekki af hverju réttur föðurins er enginn. Við vitum það öll að það þarf 2 til að búa til barn. Ég las einmitt einnig grein fyrir nokkrum árum sem faðir skrifaði um sína reynslu þegar hans fyrrverandi fór í fóstureyðingu og hann grátbað hana um að gera það ekki, þráði ekkert meir en að eignast barnið. Svarið var ,,Minn líkami, mín ákvörðun¨. Meðan á aðgerðinni stóð sat hann frammi og leið vítiskvalir og enn mörgum árum síðar er hann enn að hugsa um barnið sem hann fékk aldrei að sjá, halda á, knúsa og kyssa.

Á hinn bóginn eru líka til börn sem fæðast inní þennan heim þar sem þau eru ekki elskuð og allt of mörg eiga ekki heimili eða það sem verra er eiga heimili sem veitir þeim ekki skjól og vernd.

Ég veit að þetta umfjöllunarefni er alltaf erfitt og eins og ég sagði þá hefur fólk sterkar skoðanir á þessum efnum en mig langaði bara svo að koma frá mér hvernig mér líður. Mér finnst erfitt að sætta mig við þetta, kanski af því að ég gat ekki átt fleiri börn, kanski af því sem ég hef lesið og heyrt um afleyðingarnar, hver veit.

Dæmum samt aldrei manneskju í þessum sporum þar sem allt sem við gerum er eitthvað sem við sjálf þurfum að standa skil fyrir og taka afleyðingum gjörða okkar hvort sem það eru fóstureyðingar eða bara að birta þetta blogg mitt hér

 

Þangað til síðar

Kærleikur og umhyggja

Bryndís

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *