5 hlutir sem hafa reynst mér vel í skammdeginu

Á þessum tíma árs á ég til með að fá það sem kallað er skammdegisþunglyndi. Ég á það til að verða styttri í skapinu og finn oft vanlíðan ganga yfir mig hægt og rólega. Þá finnst mér mjög mikilvægt að reyna að halda mér jákvæðri og skipulagðari til að halda andlegu hliðinni í jafnvægi.

Hér eru nokkrir hlutir sem hafa hjálpað mér að halda í hamingjuna og jákvæðnina í skammdeginu.

  • Byrja daginn með jákvæðum hugsunum.

Ég byrja alla dag á því að hugsa um hvað ég get verið þakklát fyrir og hvað ég er heppin með. Stundum þegar mér leið sem verst valdi ég mér bara ákveðna tölu t.d. ég ætla að hugsa um 3 hluti á hverjum morgni sem ég get verið þakklát fyrir.

  • Halda mér uppteknari.

Mér finnst mikilvægt að hafa nó fyrir stafni svo ég detti ekki í þunglyndi en passa samt að gera það skipulega og að hafa ekki of mikið að gera þar sem það getur haft sömu áhrif.

  • Taka vítamín.

Þar sem ég er með vítamínskort á ég til að verða þreytt og getur það valdið vanlíðan því er það mér mjög mikilvægt að vera dugleg að taka vítamín og fá frá þeim orku og vellíðan.

  • Forðast að gera hluti sem láta mér líða illa/valda mér kvíða.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt en ég reyni þá frekar að fara inn með jákvæðum hug og reyna frekar að líta á jákvæðu hliðarnar á málunum og ekki leyfa kvíðanum eða vanlíðanum að taka völdin.

  • Umkringja mig með fólki sem mér þykir vænt um.

Ég reyni að vera dugleg að plana eitthvað skemmtilegt með stelpunum. Taka kósí kvöld með Símoni eða taka mér tíma í að leika við Máney Rós.

Þessir 5 hlutir hafa nýst mér vel við að halda þunglyndinu niðri en svo er það auðvitað misjafnt eftir hverjum og einum. <3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *