6 mikilvæg atriði í góðu sambandi

Við Símon erum búin að vera saman í að verða 5 ár núna og þrátt fyrir að vera ekki það langt samband höfum við gegnið í gegnum bæi góða og slæma tíma.

Það er mjög auðvelt að gleyma að rækta sambandið sitt, sérstaklega þegar það bætast við barn/börn.

Það hafa komið upp tímar þar við gefum okkur ekki tíma í að rækta sambandið og þá finnum við bæði hvernig pirringurinn fer að byggjastupp og samskiptin verða erfiðari.

Auðvitað eru áhersluatriði misjöfn eftir samböndum en hér eru nokkur atriði sem við höfum verið að lega áherslu á til að halda sambandinu okkar á góðum stað.

 

  • Virða hvort annað

Það á að vera sjálfsagður hlutur í hverju sambandi að það sé virðing milli beggja aðila hvort sem það er maki þinn vinkona eða vinur.

  • Ekki fara reið að sofa

Stundum erum við komin upp í rúm og liggjum þar í smá stun (róum okkur niður) og ræðum svo í róleg heitum hvað það var sem við vorum að rífast um og förum svo að sofa en mér finnst það samt mikið skárra en að fara að sofa í fílu, bæði verður erfiðara að sofna og maður sefur mun verr.

En einnig hefur það ekki góð áhrif á sambandið.

  • Eiða tíma saman

Við Símon tökum alltaf allavegana einn dag í mánuði sem við gerum eitthvað saman, bara við tvö. Við förum út að borða, kíkjum í bíó búðir eða finnum eitthvað sem okkur langar að gera saman. Það þarf ekki að vera mikið.

  • Sýna makanum áhuga

Hlusta á það sem makinn segir og sýna því áhuga þegar maki þinn ræðir eitthvað sem hann/hún er spennt/ur fyrir.

  • Sýna hvor öðru þolinmæði

Það er enginn fullkomin við höfum öll galla, það er mikilvægt að sýna maka sínum þolinmæði og virða galla hvors annars.

  • Hafa opin samskipti

Þetta er sennilega það sem hefur reynst mér erfiðast.

Ég get átt mjögerfitt með að tjá tilfinningar mínar en er það eitthvað sem ég er að vinna í.

Það skiptir miklu máli að geta sagt makanum hvað er í gangi,

af hverju maður er pirraður, sár eða tjá hvað sem er í gangi hjá manni.

Það er ótrúlegt hvað litlu hlutirnir geta gert fyrir sambandið.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *