Að fá sér hund!

Ég er ein af þeim sem elskar hunda já eða bara öll dýr. Mér finnst einmitt ótrúlegt hvað þessi grey ná að bora sér hratt og auðveldlega inn í hjartað þitt með þeim afleiðingum að þú kolfellur og elskar þau af öllu hjarta og sál og það skilirðislaust.

Mig hefur alltaf langað í hund en það er ekki nóg að langa. Það er gríðarleg ábyrgð sem fylgir því að eiga hund og óheyrilegur kostnaður sem ég held að margir taka ekki með í reikninginn þegar farið er að velja sér hvolp sem á að vera nýji fjölskyldumeðlimurinn. Það er líka mjög bindandi að vera með hund því að þeir eru ekki velkomnir hvar sem er og oft er erfitt að fá pössun fyrir þá ef farið er í frí. Jú auðvitað eru til hundahótel en þau hennta ekki öllum hundum og ef mikil veikindi fylgja greyinu vilja hótelin ekki taka við þeim.

Ég hef orðið hálfgerður hundapassari og eru þeir ófáir hundarnir sem fengið hafa kossa, knús og klór á mallann heima hjá mér. Ég elska þetta en hef í leiðinni séð hvað fellst í því að vera með þessa yndislegu gleðigjafa. Það þarf að fara út að labba með þá og hellst oftar en einu sinni á dag. Það þarf að fara með dýrið reglulega til dýralæknis með tilheyrandi kostnaði til að láta ormahreinsa, bólusetja og hreinsa burt tannsteininn sem myndast hjá þeim. Þegar dýrið eldist þurfa ferðirnar til dokksa stundum að aukast þar sem hundar fá líka gigt, lungnasjúkdóma, hjartasjúkdóma og aðra öldrunarsjúkdóma eins og við. Auðvitað þarf að meðhöndla þann kvilla með tilfallandi ráðum eins og lyfjagjöfum eða jafnvel uppskurðum. Velja þarf líka rétt fóður sem er hollt og næringaríkt sem henntar þinni hundategund því að vannæring finnst líka í dýrum eins og mönnum og ég efast um að einhver myndi láta barnið sitt lifa á t.d. eingöngu pylsum, það er allt í lagi einstöku sinnum en ekki alltaf. Auðvitað þarf svo að skrá hundinn, örmerkja og fara með á hlíðnisnámskeið.

Tannsýking í hundi (mynd tekin af netinu)

Svo er það sem fer mest í taugarnar á mér og get ég alveg urrað yfir og það er hundaskíturinn…..

Á sunnudaginn síðasta fór ég í góðan göngutúr með Labrador tík sem ég var að passa ásamt gömlum Chihuahua rakka sem kemur reglulega til mín. Ég var vopnuð svörtum skítapokum ásamt hugrekki og hamingju enda var dásamlega gott veðrið og varð ég sólkysst í framan eftir röltið. Mínir hundar skitu og ég meina skitu. Tíkin gerði stykkin sín 3 sinnum og rakkinn 2! Ég gekk sem sagt með 5 svarta hundaskitspoka í hendinni þar til ég fann ruslatunnu til að losa mig við góssið. Á sama tíma þurfti ég að horfa niður við næstum hvert skref þar sem það var ekki þverfótandi fyrir hundasaur sem fólk nennir ekki að taka upp.

Það er ekki allt morrandi í villihundum hér í Árbænum en ég er alveg komin með það á hreint að það er allt morrandi í villimönnum og sóðum. Eitthvað held ég að fólk myndi segja ef móðir myndi rífa barnið sitt úr bleyjunni þegar rauða kreista andlitið myndaðist (vitum öll hvað það þíðir) til að krakkinn geti skitið á gangstéttina eða svona bara til hliðar á grasið og labba svo bara frá því. Talað yrði um þetta sem ótrúlegan sóðaskap og mengun fyrir augu, nef og umhverfi fyrir utan allt annað sem hægt væri að segja um þessa manneskju.

Jú það er annað sem fer vel í taugarnar á mér og það er ill meðferð á dýrunum. Ég held að ,,fari í taugarnar á mér” sé ekki rétt orð því ég verð í raun ösku ill.

Vannært dýr (mynd tekin af netinu)

Það er til dæmis ekki kærleiksríkt að skilja hund eftir einann í marga klukkutíma. Ég þekki tvo yndislega góða smáhunda sem farið hefur verið illa með af fyrstu eigendum (tvö ótengd dæmi). Það var algjörlega trassað allt sem heitir umhyrða eins og bólusetningar, tannhreinsun og annað og hefur t.d. tannhyrða annars verið gríðarlega mikil og kostnaðarsöm og endað hefur verið á því að taka hefur þurft fjöldi tanna vegna skemmda og sýkingar. Sparkað hefur verið í þá og þeir skildir eftir í marga klukkutíma aleinir, jafnvel í litlu lokuðu búri inn á litlu lokuðu gestaklósetti, tímunum saman. Við þetta fékk dýrið mikinn aðskilnaðarkvíða og líður skelfilega einum og hefur hann skaðað sig með því að fá tryllingskast og nagað búrið af áfergju svo hann var alblóðugur þegar komið var til baka. Sem betur fer er hann kominn á heimili þar sem hann er elskaður í öreindir og svo fær hann að koma reglulega í dekur hjá Bingu frænku en hún á alltaf hundanammi og nennir að knúsa og kjassa helling. Nú ef hún nennir því ekki eða er upptekin þá á hún son sem elskar að dekstra við mann.

Elsku vinir, hugsið málin vel þegar þið veljið ykkur gæludýr. Hugsið um kostnaðinn sem fylgir þeim, hversu mikla umhyggju dýrið þarf og hvort þið séuð tilbúin í þessa vinnu næstu 10-15 ár.

Ertu tilbúin í að fara í marga litla göngutúra yfir daginn og þrífurðu upp eftir dýrið þitt?

Hefurðu tíma fyrir hann yfir daginn eða aðstöðu til að hann verði ekki einn meðan þú ert í vinnunni?

Hefurðu þolinmæði í það að kenna hundinum að gera þarfir sína úti og ef þú ætlar ekki að láta hundinn fjölga sér ætlarðu þá að taka hann úr sambandi eða vona bara það besta?

Já það er margt hægt að spá í þegar hugsað er um gæludýr, kanski hennta bananaflugur flestum en þær lifa í sirka í sólarhring eða kanski myndi hennta þér að vera fósturmamma margra dýra sem eiga öruggt heimili til að leyta til þegar alvöru foreldrarnir þurfa að skreppa í burtu, það henntar alla vega mér mjög vel

En þar til næst

konan með sólina í hjartanu í Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *