Að ferðast með barn

Við erum búin og ætlum okkur að vera duleg að ferðast þetta sumar. Það sem fylgir því að ferðast mikið eru langar keyrslur, sem geta orðið þreytandi fyrir börnin. Hér eru aðferðir sem ég hef nýtt mér til að reyna að gera ferðirnar eins þægilegar og mögulegt er fyrir alla.

  • Ég reyni alltaf að byrja þá daga sem við erum að fara að ferðast eitthvert á því að fara út með stelpuna eða leyfa henni að leika sér og eiða sem mestri orku svo hún nái að hvíla sig eitthvað í bílnum.
  • Ég tek alltaf með nesti í ferðalög. Mér finnst gott að smyrja samlokur, kaupi oft einhverja snúða eða ostaslaufur til að hafa með, vatnsbrúsa stunum líka kókómjólk og svo hef líka oftast eitthvað góðgæti eins og saltstangir eða pringles eða eitthvað annað góðgæti.
  • Ég tek alltaf með “Disk 2” sem er diskur sem afi Máneyjar setti saman og er hún búin að hlusta á hann síðan hún fæddist og hefur hann alltaf róað hana niður er hún er pirruð.
  • Einnig finnst mér gott að hafa diska með barnalögum eða hljóðbækur fyrir hana að hlusta á á leiðinni.
  • Ef hún er ekki í stuði fyrir tónlistina hef ég líka sungið lög með henni sem hennifinnst gaman að syngja, bent henni á dýrin sem eru við vegarkantinn eða sagt henni frá svæðinu sem við erum á og talað um hvað við séum að fara að gera.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *