Að flýja ofbeldi

26. október 1989 er dagur sem ég man svo vel eftir. Þetta var dagurinn þar sem líf mitt átti eftir að breytast gríðarlega og það til frambúðar.

Það var fimmtudagur og ég var í fermingarfræðslu eins og alla aðra fimmtudaga þennan veturinn. Það var svalt veður, ekki kalt og enginn snjór ef ég man rétt.

Heima beið mamma eftir mér og ég settist inní sjónvarpsstofu, kveikti á sjónvarpinu og fór að horfa á myndagluggann. Í sjónvarpinu lék Doddi í leikfangalandi listir sínar en á meðan var mamma að tala við mig. Hún var að segja mér að hún ætlaði að sækja um skilnað og þar sem ég væri orðin það stór þá gæti ég ráðið hvar ég myndi vera, hvort það væri hjá henni eða pabba. Samræðurnar héldu áfram þar sem ég í raun þagði og mamma talaði. Varfærnislega fór hún út í að spyrja mig spurninga, spurninga sem ég gat ekki svarað en í staðin runnu tárin niður vanga minn sem gáfu mömmu staðfestingu á því sem hana hafði grunað en vonað af öllu hjarta að væru ekki sannar. Spurningarnar voru: ,,Bryndís hefur pabbi þinn gert eitthvað sem fær þig til að líða illa eða hefur hann snert þig þar sem hann á ekki að gera?”

Viðbrögðin voru snögg, mamma rétti mér einhverja tuðru og poka og sagði mér að pakka því nauðsynlegasta og það sama gerði hún. Dótinu var svo hennt inní bíl og brunað af stað, með hjartað í buxunum og vonuðum við að hann kæmi ekki heim eða mætti okkur á leiðinni því þá hefði farið illa fyrir okkur. Hann var nefninlega að vinna aukavinnu og þess vegna gátum við farið.

Málið var að fína glansmyndin sem við fjölskyldan sýndum út á við var að engu leiti rétt. Um leið og dyrnar lokuðust að heimili okkar kom upp dökkt rotið og virkilega sjúkt ástand.

Pabbi minn stjórnaði heimili sínu með harðri hendi og gerðu heimilismenn nákvæmlega það sem hann sagði þeim að gera. Mamma mátti t.d. ekki eiga vinkonur þar sem hennar staður var á heimilinu við að þrífa og elda. Jú hún fékk að vinna því það þurftu að vera til peningar til að kaupa áfengi og borga reikninga og þar gat hún umgengist sína vinnufélaga að vild en að hittast utan vinnu var ekki leyfilegt.

Það er mér margt hulið við barnæskuna enda er sagt að heilinn sé ótrúlegt fyrirbæri sem blokkar út minningar sem eru of erfiðar en það er margt sem getur trikkerað minnið. Lykt, staðir, hljóð eða eitthvað sem maður sér getur vakið upp tilfinningar sem vekja með manni ánægju, vellíðan, gleði eða sjúklegann ótta.

Ég var víst ekki farin að labba þegar ég var farin að reyna að koma á milli pabba og annarra fjölskyldumeðlima sem ég reyndi að verja. Þetta er eitthvað sem ég man alls ekki eftir en ég er mikill verndari í eðli mínu og mjög sennilega er það vegna þess hlutverks sem ég fór í sem barn.

Ég var samt alltaf glaðlynd og algjör prakkari og elskaði pabba minn skilyrðislaust og eins og flest börn þá fannst mér pabbi minn algjör hetja og gat ekki gert neitt rangt þótt að innst inni vissi ég að það væri ekki rétt.

Ætli ég sé ekki um 4-5 ára hér

Ég var líka algjör frekjudolla og ef ég fékk ekki eitthvað sem ég vildi fór ég í fílu og fór regglulega að heiman. Í eitt af þessum skiptum sem ég stakk af fór ég alla leiðina niður á bensínstöð sem var töluverður spölur fyrir 4 ára barn og ætlaði ég að búa þar bara hjá bensínköllunum. Að sjálfsögðu varð það ekki að veruleika enda var farið með mig heim þar sem áhyggjufullir foreldrar tóku við mér. Það var varla búið að loka hurðinni þegar skrímslið sem bjó í pabba kom fram og sýndi sitt rétta andlit. Ég man eftir að hann reif niður um mig buxurnar, skellti mér á hnén og lét höggin dynja á litla barnsrassinum og ég þurfti að telja höggin 10. Ég var fljót að læra að telja því ef maður rugglaðist var byrjað upp á nýtt. Þið verðið að skilja að þetta var ekkert dangl á rasssinn sem er í raun ekkert sár heldur var þetta gert með afli svo miklu að ég var marin frá hnjám og uppá bak. Á þessum tíma æfði pabbi lyftingar og þegar skipta þurfti um dekk á bílnum þá nennti hann ekki að sækja tjakkinn heldur skellti hann bílnum bara á hnéð á sér, hann var virkilega sterkur og notaði hann styrkleikann til að halda fólkinu sínu í skefjum.

Annað dæmi sem ég að vísu man ekki eftir en vissar aðstæður vekja með mér trilling er þegar ég var í kringum 3-4 ára. Við áttum hjólhýsi í Þjórsárdalnum og ég tel þann stað alltaf eitt af æskuheimilum mínum. Ég þekkti hvert tré, poll, engi og skurði. Ég hafði labbað niður að ánni og sat við árbakkann og henti steinum í ánna yfir mig hamingjusöm. Eitthvað var ég lengi í burtu þannig að farið var að leita af mér en það var pabbi minn sem fann mig. Maðurinn trylltist og til að kenna mér lexíuna þá ákvað hann að taka mig og kaffæra mér. Upp úr ánni kom ég með andköfum og ofan í aftur fór ég. Mamma telur að ef fólk hefði ekki komið að hefði ég ekki lifað þetta af. En það sagði enginn neitt, það var engum sem datt í hug að tilkynna það sem fólk varð vitni af, þar af leiðandi hélt leikritið áfram.

4 ára saklaus en löngu byrjuð að kynnast dökkum hliðum heimsins

Árin liðu og tók pabbi þá ákvörðun að flytja okkur til Keflavíkur. Hann vann nefninlega uppá Keflavíkurflugvelli hjá hernum og vildi ekki keyra lengur á milli. Hann hafði líka lennt í mjög alvarlegu bílslysi í kringum 1980 þar sem hann hékk á milli heims og helju í einhvern tíma. Á meðan hann barðist fyrir lífi sínu inná gjörgæslu bað ég heitt og innilega til Guðs að láta pabba minn lifa því að ég elskaði hann skilyrðislaust.

Alltaf í kjólum

Ég var orðin 6 ára og foreldrar mínir höfðu tekið íbúð á leigu á Háteignum í Keflavík. Þar man ég fyrst eftir því þegar hann fór að sýna mér klámblöð eins og Playboy, Penthouse og Hustler. Hann var duglegur að sýna mér myndir af nöktum konum og segja mér að svona litu alvöru konur út og ég myndi aldrei verða svona því ég væri svo feit og ljót. Ég trúði þessu 100% og að mörgu leyti geri ég það enn en það er samt í vinnslu að breyta þessari hugsun. Mér var bannað að borða, klipið í mig og oft var horft á mig, kinnarnar blásnar út til að sýna mér hversu ógeðsleg ég væri. Það er eins og límt í huga minn þegar hún Jóna mín sem bjó á móti okkur var að passa mig og í morgunmat fékk ég eingöngu hreint jógúrt sem mér fannst algjör viðbjóður enda súrt á bragðið en hún mátti ekki gefa mér neitt annað, hún hafði fengið ströng fyrirmæli um að þetta væri það eina sem ég fengi því ég væri að springa úr fitu og hún hlíddi að einhverju marki því ég man eftir að hún setti sultu og sykur í jógúrtið því hún fann svo til með mér.

Annað dæmi sem ég man eftir gerðist eftir að ég var orðin aðeins eldri, en við vorum stödd í veislu. Veisluborðið svignaði undan krásunum, borðið var dúkalagt með dúk sem náði hérum bil niður á gólf og var allt stórglæsilegt enda kepptust húsmæður í denn við að gera hlutina sem flottasta. Á meðan fólk gæddi sér á krásunum faldi ég mig undir borðinu og grét, ég var sársvöng en ég mátti ekki fá neitt að borða.

Við leigðum í 1 ár á Háteignum en þá fluttum við í húsið okkar á Sólvallagötunni. Í hvert sinn sem ég horfi á þetta hús í dag fyllist ég viðbjóði, mér verður óglatt og mig langar til að rífa það niður með berum höndum. Fyrir mér er þetta ,,The house of horrors”

Þarna fór skrímslið á fullt og naut sín að brjóta á barninu sem hann átti að passa, vernda frá heiminum og öllu því illa sem þar bjó. Stóri, grimmi úlfurinn sem átti að vera stórhættulegur þarna úti var að finna heima hjá mér. Að tala við ókunnuga var ekki hættulegt, hættan fannst nær.

Ég var 7 ára þegar hann braut fyrst á mér. Ég man eftir að vakna um miðja nótt þar sem ég snéri baki í hann, ég fann fyrir miklum ótta og vissi að þetta var eitthvað sem væri bannað. Ég varð lömuð af hræðslu og vissi ekki hvort ég ætti að þykjast sofa eða segja eitthvað en ég var alveg frosin. Litli líkaminn reyndi að berjast en pabbi sterkari. Ég man lítið hvað gerðist næst nema lyktin sem var í loftinu, hún er eins og brennimerkt í heila mér. Þessi lykt sem kemur af karlmönnum eftir áreynslu fær mig til að fyllast svo mikilli hræðslu að ég frýs. Mikil svitalykt af karlmönnum getur komið mér úr algjöru jafnvægi. Ég skildi einmitt ekki af hverju ég varð alltaf svona veik þegar ég fór í ræktina á morgnanna. Ég var í tækjasalnum og tók á eins og venjulega en öfugt við það þegar ég fór um miðjan dag endaði ég alltaf inná klósetti eða hljóp út til að kasta upp. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég uppgötvaði hvað það var. Á morgnanna voru margir karlmenn að æfa og margir eldri menn en þegar ég var að fara um miðjan dag voru ósköp fáir í ræktinni. Lyktin minnti mig á eitthvað slæmt, eitthvað sem ég þurfti að varast, eitthvað sem vakti með mér svo mikla hræðslu að líkaminn brást harkalega við.

7 ára, spikfeit að mati pabba. Sakleysinu hefur verið stolið og er komin í hlutverk fullorðinnar konu sem var látin leika eiginkonuhlutverkið þegar mamma var ekki heima með öllu sem því fylgir.

Á Sólvallargötunni fékk ég að upplifa líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi af hálfu föður míns. Ég missti einu sinni vekjaraklukkuna niður tröppurnar og í bræðiskasti fékk ég að fara sömu leið. Ástæðan fyrir því að ég var að sækja klukkuna var samt fyrir hann. Hann var lasinn og ég man hvað ég hataði það þegar hann var lasinn og mamma var að vinna því þá þurfti ég að fara í hlutverk hjúkkunnar. Auðvitað fól það í sér að klæða hann úr öllu og þvo honum hátt og lágt með þvottapoka, mæla hann og þjóna honum.

Eins og ég var búin að mynnast á þá var hann alltaf að bera mig saman við aðrar stelpur og jafnvel konur og ég var aldrei nógu góð. Ef ég fékk hrós fyrir eitthvað kom alltaf ENNNNNNNNNN á eftir.

Ég átti að vera skíðadrottning en ég var ekki að standa mig á því sviði að honum fannst. Ég keppti 2 sinnum en stóð mig ömurlega því ég lenti BARA í 2 sæti einu sinni og 3 sæti í hitt skipti, það var engin gleði eða ánægja við að standa á verðlaunapallinum og taka við medalíunum. Eina sem ég heyrði var að ég væri mishepnuð og ekki góð í neinu. Ég keppti líka ekki aftur og skíðin fóru á hilluna þar sem þau voru í 25 ár

Að stunda skólann skipti miklu máli og eyddi ég miklum tíma í að lesa og lesa endalaust eins og lífið lægi við, sem það í raun gerði.

Ég man hvað kennarinn minn var ánægður með mig í 5 bekk þegar hún afhennti mér einkunnaspjaldið mitt. Ég var með 9 og 10 í öllum fögum nema 1 og það var landafræði en mér fannst landafræði erfið og leiðinleg og ég fékk BARA 7. Meðaleinkunin hjá mér var um 9 en ég þorði ekki heim. Ég hafði fengið 7 í landafræði. Ég vissi að hann yrði brjálaður sem hann varð. Ég var kölluð heimsk og það myndi aldrei neitt verða úr mér, ég væri dæmd til að vera aumingi á götunni. Ég meina ekki gæti ég treyst á að ég gæti orðið húsmóðir því að enginn karlmaður gæti hugsað sér svona viðurstyggilega ljóta, feita og heimska druslu eins og mig.

Pabbi vissi að frá því að ég var pínu lítil þá var draumurinn að fá að vera 1950 húsmóðir, klædd í kjóla sem kyssti börn og mann bless á morgnana eftir að vera búin að gefa þeim morgunmat og auðvitað gera nesti með fallegum skilaboðum. Enn þann dag í dag er ég skíthrædd um að hann hafi haft rétt fyrir sér, það muni aldrei neinn vilja mig, enda fer ég í algjöra flækju ef karlmaður sýnir mér áhuga. Annað hvort fer ég langt yfir strikið í að láta hann vita að ég sé hans sem þeir annað hvort nýta sér sem verður aldrei mér til góðs eða þá að þeir hlaupi eins hratt og þeir geta í burtu frá crazy þráhyggjukonunni. Ég hef líka breyst í sjúklega illkvittna manneskju og sært þá vísvitandi eins djúpt og ég get því það er betra að ég geri það áður en þeir særa mig. Sjúkt ha? Yes I Know!!! Því meiri áhuga sem ég hef því verri verð ég og já ég hef sko séð virkilega eftir því…. Besta ráðið við þessu er að afneita þeim algjörlega, það er betra að vera ein en að vera óhamingjusöm með einhverjum.

Á sama tíma og hann var að segja alla þessa ljótu hluti við mig var hann að leggja grunninn að því að nota mig sem söluvöru. Ég man þegar hann var að virða hugmyndina fyrir vinum sínum, þar sem hann spurði þá hvað þeir myndu borga fyrir að fá að sofa hjá dóttur sinni. Þetta hringdi engum viðvörunnarbjöllum hjá neinum og hlógu allir bara og tóku þessu sem grófum en ótrúlega fyndnum brandara. (Ég var í kringum 11-12 ára gömul)

Svo kom að því að ég breyttist úr barni í konu og fékk mínar fyrstu blæðingar. Þá fyrst fékk að finna fyrir því. Ég var orðin útrunnin vara sem ekki var hægt að nota lengur. Núna var ég ekki bara feit og ljót heldur orðin skítug og ógeðsleg. Núna var kominn upp sú hætta að ég gæti orðið ófrísk og en auðvitað fann hann lausn á því vandamáli. Já 7 ára missti ég meydóminn minn, 13 ára missti ég hann aftur ef hægt er að segja það.

Ég skal alveg viðurkenna það að ég þrái mikið að vera elskuð af hinu kyninu en þráin er í raun að vera viðurkennd, að einhver minni mig á að ég sé falleg, eftirsóknarverð og þess virði að haldið sé utan um mig. (SEM ÉG ER) ENNNNNNN ég er að læra að ég má setja mörk og kröfur því ég þarf að bera virðingu fyrir mér svo að fólk elski mig af réttum forsendum (eitthvað sem ég mun fjalla betur um í framhaldsblogginu)

Á þessum tíma hataði ég mig svo mikið og fylltist óheyrilega miklum viðbjóði yfir eigin líkama. Ég gerði allt til að skaða mig. Oft klóraði ég mig til blóðs, hárreitti mig eða barði mig með leðurbelti þangað til að blæddi úr bakinu mínu. Ég reyndi að skera mig, taka inn pillur og einu sinni ætlaði ég að verða úti þar sem ég gróf mig inní skafl í vonsku veðri en það var bara svo vont að ég gafst upp. Allt þetta var gert áður en ég varð 14 ára. Barnæskudraumurinn var að fá að deyja. Fá að liggja í líkkistu og fá að rotna í jörðinni, fá að dvelja hjá Guði í vernd hans. En auðvitað átti ég heldur ekki skilið að fá að deyja, pabbi sá til þess að koma þeirri hugsun inn hjá mér að meira að segja Guð gæti aldrei elskað mig og enn þann dag í dag, eftir að hafa fundið trúnna aftur, finnst mér ég ekki þess virði og á erfitt með trúa því að Guð elski litlu mig, en það er líka annað sem ég er að vinna í því ég er í alvörunni ÞESS VIRÐI. Pabbi sýndi mér minningargreinar sem hann fann af ungum börnum sem höfðu dáið og sagði ,,Þeir deyja ungir sem Guð elskar, þess vegna ert þú enn á lífi því að Guð gæti aldrei elskað þig” Ég var orðin fullorðin þegar ég lærði að máltækið væri ,,Þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest” og er víst tekið úr grískri goðafræði en þeir sem unnu Ólympíuleikana var fórnað guðunum og var það mikill heiður.

Margt annað fór fram á heimilinu. Ég var látin bera út 2 stór hverfi af Morgunblaðinu og mikill hluti launanna fór í að borga fyrir drykkju föður míns. Mér leið illa og ég hataði allt sem viðkom mínu lífi en alltaf setti ég upp grímuna. Um leið og einhver annar sá til breittist ég í hamingjusamasta barn í heimi, sem hafði ekki áhyggjur af neinu, bara frjáls og glöð en undir niðri grét ég sárt og kvaldist ofboðslega.

En haustið 1989 var byrjunin að öllu. Nokkrar konur höfðu tekið sig saman á Íslandi og vöktu athygli á kynferðisglæpum og afleiðingum þeirra. Hafin var söfnun fyrir húsnæði hjá þessum samtökum sem fengu nafnið Stígamót.

Stöð 2 tók þátt í átakinu og á hverju kvöldi í heila viku voru sýndir þættir eða kvikmyndir um misnotkun á börnum og út um allt voru veggspjöld með slagorðinu ,,Sifjaspell verður að tala í hel”

Mig langaði að deyja í hvert sinn sem ég sá þessi veggspjöld því ég skammaðist mín svo mikið og var haldin svo mikilli sektarkennd og fannst það sjást á mér hversu ógeðsleg ég var og hversu hræðilegu hluti ég hefði gert því auðvitað kom hann allri ábyrgð á mig, þið vitið ,,hvað ertu búin að láta mig gera” 12 ára var ég sannfærð um að ég væri ein versta manneskja í heimi því ég lét fólk (pabba minn) gera ólýsanlega ljóta hluti. En á sama tíma og ég var að farast af sektarkennd langaði mig til að gera pabba mínum eitthvað hræðilegt, mig langaði að drepa hann, pína hann og niðurlægja.

Það voru svo vinahjón foreldra minna sem voru fyrst til að opna augun. Þegar liðið var á vikuna með fræðsluþáttum og leiknum myndum, sagði konan allt í einu ,,Finnst þér þessar stelpur minna þig á einhvern sem við þekkjum” Þau litu hvort á annað því það var bara ein stelpa sem kom upp í hugann, bara ein stelpa sem sýndi þessa hegðun sem var svo óeðlileg, svo ýkt, svo brengluð og þessi stelpa var ég. Ég faðmaði karlmenn alltaf með því að gera hálfgerða kryppu á mig, gat ekki verið innileg við þá, var ég mjög kynferðisleg og ögrandi í bæði tali og hegðun og ég kunni eingöngu grófa brandara. Þarna fór boltinn að rúlla.

Án þess að koma sér beint að efninu ýjaði þessi vinkona mömmu og pabba því að mömmu að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera sem fór svo í það að mamma fór að tala við mig.

Þetta var örlagaríkt kvöld þann 26. október 1989 þegar við mamma hlupum út með föt í poka og keyrðum til Reykjavíkur þar sem systir mín tók á móti okkur með mánaða gamla dóttur sína. Kvöldið sem allt breyttist, kvöldið sem við fórum að leit að frelsi, frelsi sem ég er enn að leyta af.

Í næstu bloggfærslu langar mig til að fjalla um hvað gerðist eftir að við erum farnar. Tíminn sem tók við var mjög furðulegur, erfiður og kemur örugglega mörgum á óvart hvernig viðbrögðin mín urðu. Öll sú vinna sem ég hef farið í sem hefur stundum skilað árangri en ekki alltaf. Hlutir sem mörgum gæti fundist furðulegir, hlutir sem erfitt hefur verið að viðurkenna en hefur verið mikill léttir þegar maður hefur gert það.

Ég vil líka minna á að þessi færsla er rituð og birt því það hjálpar mér að koma þessu frá mér. Ég veit líka að hún hjálpar öðrum sem hefa lennt í aðstæðum, erfiðleikum, ofbeldi og vita ekki hvert á að leyta. Ég hef unnið svo mikið í sjálfri mér, sumt hefur hjálpað, annað ekki, ef það hjálpar mér ekki þá reyni ég að finna nýjar lausnir. Ég vil líka ekki skilgreina mig sem fórnarlamb, ALDREI, því ég gefst aldrei upp, ég finn ávalt leiðir til að lifa af og reyni að læra af þeim reynslum sem ég geng í gegnum. Þetta var bara fyrsta færslan um barnið sem ég var, þarna hafði ég enga stjórn á því sem gerðist en það sem ég reyni alltaf að segja við fólk að það sem skiptir mestu máli er hvað gerirðu í framhaldinu. Við höfum nefninlega þennan skemmtilega hlut sem kallast Frjáls Vilji hvernig viltu nota hann? Ég reyni að vera sólarmegin í lífinu. Stundum er það auðvelt og stundum ekki.

Knús úr Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *