Æðislega gott bananabrauð

Bananabrauð eru alltaf vinsæl, sérstaklega hjá börnunum.  Hér er mjög einföld uppskrift af góðu brauði:

1 egg
1 dl púðursykur
3 bananar, vel þroskaðir
5 dl hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft

  • Hrærið saman eggið og púðursykurinn vel saman eða þanga til blandan lýsist upp.
  • Stappið bananana gróflega með gaffli og bæði út í eggjahræruna.
  • Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og blandið síðan varlega saman við hin hráefnin.
  • Setjið í brauðform, í 190°c heitan ofn í 40 mínútur.

Ég set oft smá haframjöl yfir miðjuna og/eða í botninn á brauðinu.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *