Æðislegur Chia grautur

Mig langaði að deila með ykkur æðislegri uppskrift af chia graut til að fá sér í morgunmat, hann er mjög einfaldur og hollur og það tekur enga stund að útbúa hann annað hvort kvöldið áður eða um morguninn

Það sem þú þarft:

3 msk chia fræ
1-2 msk hamp fræ
1/2 bolli vatn
1/2 bolli ósæt möndlumjólk
4 dropar stevia með eða án vanillu
1 msk kakónibbur (má sleppa)
Banani eða ber
Aðferð:

Byrjar á því að setja vökva í krukku eða stórt glas , blandar svo við fræum og kakónibbum og bætir síðan við steviu (persónulega finnst mér stevia með vanillu betri í þennan graut) .
Lætur þetta standa í 15-20 mínútur eða í ísskáp yfir nótt , skerið svo niður banana og/eða ber og setjið ofan í eftir að þetta er búið að fá að standa. Svo er það bara að skella þessu í sig!

Uppskriftin er byggð á einni uppskrift frá Júlíu hjá lifdutilfulls.isNjótið!

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *