Ævintýraleg ferð til Reykjavíkur

Eins og vanalega skellti ég mér til Akureyrar um hátíðarnar. Mér finnst ég ná að afstressast og hvíla mig þegar ég kem úr geðveikinni í Reykjavík og eins og bloggið mitt sem ég birti í fyrra þá held ég ekki jólin.

Hér má lesa um og afhverju ég held ekki jólinhttp://amare.is/af-hverju-ekki

En alla vega. Dagarnir voru rólegir og þægilegir og að sjálfsögðu litaðir af góðum mat, drykkjum og sætindum.

Málið er að ég og vinkona mín sem erum báðar greindar sem sjúklega sætir sprautufíklar af alvöru læknum (kallað sykursýki í daglegu tali) söfnum að okkur uppskriftum yfir árið sem við getum leyft okkur að prufa svo í desember með þokkalegri samvisku. Þetta árið skellti ég í Bingókúlu rice Krispies sem hún Jóhanna fyrrum bloggari á Amare.is gaf mér uppskriftina af. Einnig prufaði ég að gera eðlu meistaranna, uppskrift aftur frá Jóhönnu og sló hún rækilega í gegn. Ég eldaði líka kjúkklingavængi og gerði sesar salat með sem er leynileg uppskrift frá vinkonu mömmu og slurrrrrp þetta er best í heimi. Auðvitað rann hangikjöt, hamborgarahryggur, læri og kalkúnabringur líka ljúf niður með Tommassi rauðvíni og smá hvítu líka ásamt alls kyns hnallþórum sem vinkona mín getur töfrað fram eins og ekkert sé sjálfsagðara.

En eins og alltaf þá rann tíminn og það var komið að heimför.

Ég var löngu búin að ákveða að leggja af stað snemma á sunnudeginum þann 5. janúar en veðrið fyrir norðan var ekki alveg tilbúið til að sleppa okkur syninum suður þannig að förinni var frestað fram á mánudag.

Pakkað var í bílinn og lagt var af stað uppúr hádegi eftir að hafa knúsað gestgjafana, þakkað fyrir okkur og kvatt.

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur en það var erfitt að keyra yfir öxnadalsheiðina. Skyggnið var ekkert, sjúlluð hálka og keyrt var á sirka 20-40 km hraða. Stoppað var í Varmahlíð til að slaka aðeins á stífum vöðvum og til að nota salernið en svo var ferðinni haldið áfram. Eftir 3,5 klt komumst við loks á Blönduós. Auðvitað var stoppað í N1 Blönduósi og kíkt á færðina í leiðinni.

Holltavörðuheiði Lokuð!!!

Frábært. Akkúrat á þessari stundu hringir mamma mín og sagði mér að ég færi ekkert lengra, á hótel skyldi ég fara.

Hótel Blanda varð fyrir valinu og mikið var gott að koma inn úr hríðinni

Við komum okkur fyrir og lögðum svo leið okkar á N1 til að fá okkur að borða.

Auðvitað var keypt tonn af nammi og snakki og fjárfestum við líka í spili sem heitir Skip.Bo

Hótelið var hlýlegt og notalegt og okkur leið vel á því. Rúmin voru mjög góð og viðmót starfsmanns alveg til fyrirmynda. En það þyrfti að fara að flíkka aðeins uppá hjá þeim, alla vega herbergið sem við vorum í.

Mér fannst aðalega baðherbergið vera það sem setja mátti útá. Fúgur voru farnar að brotna, þyrfti að skipta um sílikon í sturtu og þrífa fúgur sem voru orðnar litaðar af raka en það sem liggur virkilega á er að skipta um hurðina inná baðherberginu en hún var orðin mikið skemmd út af bleytu. Það mætti líka mála en over all þá myndi ég gefa þessu hóteli 3,5 stjörnu. Allt hreint, gott viðmót starfsfólks og rúmin dásamleg.

Hurðin orðin fúin og ljót vegna vatns
Brotin fúga
Fúgur ljótar og sturtubotn virkar skítugur sem hann var ekki
Fúgur, flísar og sturtubotn farið að láta á sjá. Virkaði við fyrstu sýn skítugt sem það var ekki

Pakkað var aftur í bílinn og lagt af stað heim. Ferðin var hræðileg. Færðin á Holtavörðuheiðinni var engin, sjúkleg hálka, stórhríð og ekkert skyggni. Ég ásamt öllum hinum sem voru á ferðinni keyrðu á 20-30 km hraða og það var haldið ansi fast utan um stýrið.

Við nutum þess að borða nammi og snakk og spila en fórum að lokum að sofa. Við vöknuðum snemma næsta morgun og fengum okkur morgunmat sem var innifalinn í verðinu sem var um 20.000 fyrir okkur tvö í eina nótt.

Mikið ofboðslega var gott að setjast niður til að slappa af og fá sér borgara í Olís Borgarnesi. Eins og stillta dóttirin sem ég er þá ath ég veður og færðina svona áður en ég myndi halda för minni áfram og jibbý jeiiiii það var búið að loka kjalarnesinu….

Jæja ég kíkti á Booking og fann hótel fyrir okkur B54. Nóttin var ekki nema 9,000 með morgunmat fyrir okkur soninn og bjóst ég nú ekki við miklu en VÁÁÁ þetta hótel var algjör klassi…. Hérna var allt til alls. Herbergið var hreint, búið stórgóðum rúmum, geggjaðu baðherbergi og meira að segja fannst lítill ísskápur inní skáp. Í kjallaranum var svo bæði íþróttasalur og spa. Við skelltum okkur að sjálfsögðu í spaið og inní búningsklefa fundum við handklæði, sloppa og inniskó. Þarna var heitur pottur, infrarauð gufa, sauna og fótalaug ásamt slökunarherbergi. Þetta var eins og að vera í útlöndum á einhverju ofurfancy hóteli. Hægt er að pannta svo nudd og annað dekur sem ég týmdi nú ekki alveg að gera.

Spaið góða
Sturturnar niður í spainu
Hérna er ekkert drasl á ferðinni
Í skápnum finnast sloppar, inniskór og handklæði
Þegar maður er veðurtepptur þá prjónar maður sér teppi (verkið er enn ólokið)
Sumir sáttir við að fá börger
Þetta var sjúllað gott og hverrar krónu virði.
Þetta sallat kom mér virkilega á óvart og ég mun pottþétt fá mér aftur
Creme brulee og ís, það klikkar aldrei

Við enduðum með að vera þarna í 3 nætur því veðrið var bara í rugli og ég treysti mér hreinlega ekki að keyra í 30 m/s.

Það var ekki fyrr en á föstudagsmorgni sem við ákváðum að leggja í hann og fara endaspölinn heim. Ég hugsaði nokkrum sinnum hvort ég ætti að snúa við en það virtist ekkert vera betri hugmynd en að halda áfram.

Á Kjalarnesinu mætti ég 24-26 m/s og það tók virkilega í bílinn en heim komst ég. Ég var varla búin að labba inn um dyrnar þegar ég fékk að vita að búið væri að loka Kjalarnesinu og að það hafði orðið alvarlegt slys þar sem gámabíll fauk með þeim afleiðingum að gámurinn lennti á 2 fólksbílum og fólk alvarlega slasað.

Þetta var virkilega dýr ferð en ég vil frekar vera blönk en dauð. Það kostaði mig 100.000 krónur að komast frá Akureyri til Reykjavíkur og byrjaði ferðin á mánudegi og ég var ekki komin heim fyrr en á föstudegi. Inní þessu er bensín, matur og hótelgisting en ég verð að viðurkenna að þetta var rosalega gaman og mjög skemmtileg upplifun og þarna bjuggum við til minningar sem munu lifa áfram í huga okkar.

Það er ekki oft sem ég segi fólki að taka mig til fyrirmyndar en í þetta skiptið ætla ég bara að segja að ég var sjúllað skynsöm. Ég setti öryggið fram yfir veskið og sé ekki eftir því. Við erum á ferðinni með dýrmætann farangur, ekki bara ástvinina okkar heldur okkur sjálf. Hugsum vel um okkur og okkar nánustu og setjum það í fyrsta sæti, við vitum aldrei hvenær eða hvort slysin ber að garði en við getum samt verið skynsöm og reynt að forðast þau með því að vera ekki á ferðinni þegar veðrið er snarvitlaust eins og það hefur verið upp á síðkastið.

Knús og kossar

Konan í Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *