Afhverju ég valdi Microblade, Permanent make-up

Ég var 14 ára þegar við vinkonurnar byrjuðum að plokka hárin, trendið þá voru mjóar brúnir, sumar rökuðu þær alveg af og teiknuðu svo á sig augabrúnir.

Sumar voru svo heppnar og þær uxu vel tilbaka eftir allt þetta plokk á þeim í fjölda mörg ár, ég er ekki ein af þeim því miður.

Ég var hinsvegar ekkert að spá í því fyrr en fyrir nokkrum árum

Minn náttúrulegi hárlitur er ljós, augabrúnirnar líka og þurfti ég að lita þær reglulega, helst á 2 vikna fresti svo það hreinlega sæist í þær, var orðin frekar þreytt á því.

Þegar Microblade/Hairstroke tattoo fór að vera vinsælt hér á landi greip það mig enda frábær lausn fyrir þær sem eru að glima við sama vandamál ég

Hversu frábært er það að minnka tímann sem fer í að hafa sig til á morgnana, þarft ekki lengur að teikna eins mikið í þær eða móta þær alveg frá grunni sem er tímafrekt.

Það sem mér finnst best við þetta er að ég þarf ekki lengur að spá í þeim þegar ég vakna og ætla að vera ómáluð allan daginn, fannst ég svo andlitslaus þegar það sást lítið í þær, tala nú ekki um að fara í sund líka.

Þetta er í annað skiptið sem ég fer í Hairstroke, og ég er mun ánægðari með þær núna en eftir fyrsta skiptið, þá fór ég annað.

 

Ætla aðeins að fara yfir ferlið

Þegar þú mætir færðu deyfigel sem sett er yfir brúnirnar og látið liggja á í 25 mín.

             Hér er èg að fara í annað skiptið

Svo leggstu á bekkinn og hún mælir út og og teiknar á þig svo þetta verði jafnt og flott.

Deyfigelið virkar smá til að byrja með en ég fann vel fyrir þessu, staðurinn er óþægilegur, svo er það mjög mismunandi hvernig hver og einn upplifir þetta.

Þegar það er búið að fara ofan í og opna húðina er sett aftur deyfigel og þá fær maður smá pásu frá sársauka, gelið  virkar þá betur.

Það þarf að hugsa vel um tattooið 

Það er algjört lykilatriði að hugsa vel um þetta næstu daga, ef það er ekki gert er hætta á að það vanti inn í og það viljum við ekki.

Það er mismunandi milli staða hvað er mælt með að gera, en ég þreif það með soðnu köldu vatni í 2 daga og eftir það krem sem ég fékk frá stofunni.

Þetta tekur allt frá viku upp í 10 daga að gróa, það er vika hjá mér á morgun og  það er lítið hrúður eftir.

þú borgar fyrir tvö skipti

Það þarf að fara tvisvar, ég sá hversu frábært það er, þá er hægt að bæta inn í þar sem þú vilt meira af og þessvegna setja dekkri lit ef þú vilt það, þannig þegar ég mætti í næsta tíma þá var ég búin að ákveða hvað ég vildi.

Hvert fór ég ?

Ég vil auðvitað segja frá hvert ég fór því ég er ótrúlega ánægð með þetta og fer aftur til hennar þegar ég vil láta skerpa á þeim eftir eitt og hálft til tvö ár.

Hún heitir Ása og er Permanent Make-up artist á Manhattan.

Ása er sérfræðingur í varanlegri förðun (Permanent Make-up Specialist) frá Nouveau Contour í Hollandi með master í hairstroke, eyliner og lips.

Útkoman

      4 ár á milli mynda 


 

Ég er líka að nota serum á brúnirnar og mæli hiklaust  með því!  sé mikin mun og fullt af nýjum hárum komið, það getur líka hrunið aðeins með hrúðrinu einsog það gerði í mínu tilviki, tók ekki nema 2 vikur að ná því alveg tilbaka og meira til.

Þangað til næst <3

Ps, þessi færsla er ekki kostuð.

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *