Áhyggjulaust ævikvöld

Það eru til ótalmörg gullkornin um ömmur og afa enda eru þau oft fullorðna fólkið sem eru ekki eins leiðinlegt og mömmur og pabbar. Þetta fólk er tilbúið til að bralla ýmislegt og á alltaf til eitthvað gott til að gefa manni og ef ekkert er til þá er bara farið í búðina eða bakaðar pönnukökur. Ömmur og afar eiga líka yfirleitt til endalaust af knúsi og svo kunna þau svo skemmtilegar sögur sem þau eru alltaf til í að segja manni frá. Þetta fólk er líka fætt á síðustu öld og veit næstum því allt. Ég var t.d. alltaf viss um að afi og amma hefðu átt risaeðlur sem börn og beið oft eftir sögum af þeim skondnu skepnum.

Eitt af því sem mér hefur verið sagt alla ævi er að vera dugleg að vinna, borga skatta og vera heiðarleg og þegar ég væri svo komin á aldur gæti ég lagt niður störf og notið æviáranna sem framundan væru. Ég myndi fá greiddan ellilífeyri og gæti nú aldeilis gert allt sem ég myndi ekki gera þegar ég væri ung því þá skipti máli að koma sér upp heimili og ala upp börn og hlakka til þess að prjóna sokka á mín eigin barnabörn.

En sannleikurinn er því miður annar. Uppá síðkastið hefur setning úr laginu My Generation með The Who verið föst í huga mér. “I hope I die before I get old” Afhverju ætti maður að vonast til að deyja áður en maður verður gamall?

Núna er t.d. mamma mín og vinkonur hennar hættar að vinna og ættu núna að vera að njóta lífsins en þessi blessaði ellilífeyri sem þær hafa þrælað fyrir frá unga aldri enda voru flestar þeirra fluttar að heiman og farnar að vinna fulla vinnu 15 ára gamlar, er varla neitt neitt. Fyrir utan það að vera lægri en atvinnileysisbætur þá máttu ekki eiga krónu inná banka.

Fyrir ekki svo löngu heyrði ég um dásamlega konu sem ég þekki vel, þrælhress, 96 ára unglamb sem bjó ein og gerði allt sem gera þurfti. Hún hefur gert allar sínar skildur, alið sín börn og komið þeim til manna, knúsað barnabörnin sín og barnabarnabörn, borgað skatta og verið til sóma í samfélaginu alla sína hunda og kattartíð.

En það var svo einn morgunin að þessi aldraða kona fékk heilablóðfall og lífið snarbreyttist á svipstundu og eftir einhverja legu á sjúkrahúsi var hún flutt á elliheimili.

Ég ætla ekki að setja út á starfsfólkið sem vinnur á þessum stöðum en vá oft er svo margt að. Starfsfólk talar oft ekki íslensku sem getur orðið mjög erfitt þar sem þessi kynslóð talar ekki stakt orð í ensku. Aftur komum við svo að því að álag á starfsfólkinu er gríðarlegt þar sem starfsmannakostnaði er haldið niðri eins og hægt er. Á móti kemur að sjálfsögðu að ummönunin er skert og bað 1 sinni í viku er oft orðið að lúxus svona svipað eins og auka skammtur af graut fyrir Óliver Tvist.

Nei það er ekki bara tekið af þér baðferðir og virðing heldur eru bæturnar lækkaðar niður í 60.000 sem eiga að duga fyrir helstu nauðsynjum. Jú ég skil að borga þurfi einhverja leigu en í alvörunni.

Ég missti svo allt álit á hlutunum þegar ég fékk að heyra það þegar að gamla konan þurfti að fara til heyrnalæknis út í bæ og þar sem hún er í hjólastól og hefur áður haft rétt á ferðaþjónustinni, panntaði dóttir hennar bíl fyrir hana, kom henni til læknis og aftur til baka en þar sem hún er komin á stofnun hefur hún ekki lengur rétt á þessari þjónustu. Bíllinn kostaði hana 15.000 krónur.

Í alvörunni? Væru útrýmingarbúðir ekki betri kostur og miskunnsamari. Ég veit ekki hvort ég sé til í að eyða mínum síðustu dögum, vera ekki búin að fara í bað í marga daga, með bleyju því að ég get ekki farið ein á klósettið og ekkert starfsfólk er til staðar og ef það er til staðar þá myndi það eingöngu tala frönsku sem ég kann ekkert í nema þá bara til að pannta mér krósant, get sagt Víhh og jú vúlevúkúsjeavekma súsva en það er bara út af laginu….

Ég vona að eitthvað breytist og geri það strax því að öllu óbreittu þá langar mig ekkert til að verða gömul. Hvað með ykkur?

En þar til síðar

Knús frá konunni í Árbænum

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *