AliExpress

Ég hef verið afar slök í að versla af Aliexpress undanfarið en það eru nokkrar vörur sem hafa komið seinustu mánuði sem ég vil deila með ykkur, linkar staðsettir fyrir ofan myndirnar.

 

 

Þráðlaust hleðslutæki

 

 

Virkilega þægilegt tæki, leggur síman ofan á og það byrjar að hlaða, virkar fyrir Samsung galaxy S8 S9 Plus S7 Note 8 9, Iphone X  8 9 Plus.

 

 

Snjallúr

Ég vildi aðallega geta fylgst með hjartslætti og svefn, eftir smá leit leist mér best á þetta.

Tengist með Fitcloud, þar getur þú fylgst með slætti, svefn mynstur, látið minna þig á að drekka vatn, svarað símanum, finna símann þinn, stilla vekjaraklukku, skrefateljari og fleira, það er líka vatnshelt.

Búin að eiga það í 2 mánuði og virkar vel.

 

 

 

Bluetooth Heyrnatól

 

Þurfti betri heyrnatól fyrir ræktina og fann þessi, þau sitja vel á eyrum þó ég sé að skokka, það var aðal málið fyrir kaupunum.

Kom í flottum kassa með góðum leiðbeiningum, auðvelt að setja upp, samband milli síma og heyrnatól hefur alltaf haldið sér.

 

 

 

Sport hulstur

 

Gott hulstur fyrir ræktina, göngutúra eða hlaup, helst vel á, virkar fyrir Samsung Galaxy S8, Plus S7 S6 Edge Note, Iphone 5 6 7 Plus, ég get notað þetta fyrir minn síma sem er 9 plus.

 

 

 

Húðhreinsitæki

 

Kom mér á óvart hversu fínt þetta tæki er, bjóst ekki við miklu en þetta virkar mjög vel og hreinsar vel.

 

 

 

Veski

Hef notað þessi veski mjög mikið og sést ekki á þeim enn sem komið er, fann ekki linkinn handa ykkur, en hægt er að save-a þessa mynd og hlaða henni upp á Aliexpress þá fáið þið upp allar þær töskur sem líta svona út.

 

 

Hálsmen

 

Þetta er í algjöru uppáhaldi, búin að panta þetta tvisvar og nota eitt þar til það slitnaði, flott yfir skyrtur eða við boli.

 

 

Þangað til næst <3

 

 

 

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *