Aukaefnaóþol

Nú langar mig að segja ykkur frá leið minni að greiningu á aukaefnaóþoli og hvernig líkaminn minn bregst við matvælum með E-efnum.

Ég hef frá ungum aldri verið mjög viðkvæm í maga, viðvarandi vandamál sem ekki fannst  ástæða fyrir.

Þegar ég var 16 ára var gallblaðran tekin vegna gallsteina í blöðru og göngum og versnaði ástandið til muna eftir það, feitur, sætur og kryddaður matur er ekki mælt með fyrir fólk sem blöðruna vantar.

Á þessum tíma var ástæða magavandamála hjá mér haldið að væri útaf gallblöðruleysinu og það breyttist ekki þó mörg ár voru liðin frá aðgerðinni, ég tók reglulega löng timabil þar sem mataræðið var tekið í gegn EN maginn lagaðist ekki með því.

Ég hef tvisvar þurft á vökva í æð að halda vegna vatnsskorti í líkama, grunar að það hafi þurft mun oftar.

Ég man eftir því að hafa kvartað yfir þreytu og hröðum hjartslætti eftir màltíð á unglingsaldri, svo þetta hefur fylgt mèr í mörg àr.

 

SPÓLA ÁFRAM TIL JANÚAR Á ÞESSU ÁRI

Í Janúar þá var heilsan mín orðin verulega slæm, eftir hverja máltíð varð ég rúmliggjandi með háan bóðþrysting, miklum munnþurrki, hausverk, mæði og það mikilli þreytu að ég var orðin grá í framan.

þetta ástand varði í allt að þremur klukkustundum, lagaðist svo, en endurtók sig þegar ég borðaði aftur og það skipti miklu máli hvað það var sem ég borðaði, það réði hversu slæm ég varð eftir mat.

Fyrsta sem mig grunaði var sykursýki, dreif mig til heimilislækni sem tók sýni en blóðsykurinn var í góðu lagi, meira að segja frekar lár.

Það kom mér mikið á óvart, öll einkenninn benti til þess að blóðsykurinn væri í ójafnvægi, ekki sást í blóðprufu hvað olli þessu.

Ég fór þá heim með viljan að vopni, breyta mataræðinu var þá næst á dagskrá, það gerði ég svo sannarlega og það gerði ég vel.

Ég fann fyrir breytingu, ég léttist meira að segja um 9 kg, EN einkennin voru ekki horfin, oft leið mér eins eftir mat þrátt fyrir að mataræðið var orðið eins gott og það gat orðið, með einum svindl degi í viku, sem ég þó nýtti ekki alltaf.

Var orðin þreytt á að reyna að leita að ástæðu fyrir þessu og fór í marga hringi með hvað þetta gæti verið og afhverju.

 

OFNÆMISLÆKNIR FANN ORSÖKINA

Endaði svo í Læknasetrinu í Mjódd hjá ofnæmislækni sem framkvæmdi ofnæmispróf, tók blóðprufur og fór yfir einkennin sem ég taldi upp og hann var ekki lengi að komast að því að þetta var allt saman aukaefnaóþol.

Fékk með mér lista yfir leyfðar og bannaðar fæðutegundir og lista til að skrá niður einkenni eftir hvern dag.

Þetta var mér alveg ókunnugt, ég hafði lítið sem ekkert velt því fyrir mér hvaða aukaefni var í matnum sem ég borðaði, heldur var athyglin mín á sykur og kolvetnis innihaldi í öllum mat, verandi með Pcos og vefjagigt þá er mikið sem ég þarf að forðast, svo bættist þetta við og það varð mér dálítið ofviða fyrst um sinn.

Þetta útskýrði þó margt.

Nú er ég ekki að gera þetta til að skafa af auka kíló heldur nú snérist þetta allt um að misbjóða ekki líkamanum með efni sem hann þolir ekki og ná að halda mér gangandi,  ég er enn að læra á hvað ég má og hvað ekki og búa til allan mat frá grunni, ég hef hreinlega ekkert val, ég verð.

Stundum dett ég út af sporinu, það varir stutt, enda er vanlíðan ekki ástand sem ég vil dvelja lengi í.

 

ÞÚ FINNUR AUKAEFNI Í FLESTUM MAT, LYFJUM OG MEIRA TIL

E-efni eru ekki talin hættuleg í vissu magni, en eftir að hafa kynnt mér þetta, þá er mín skoðun sú að gott sé að vera vakandi yfir því að neyta matvæli sem eru hrein inn á milli.

Aukaefni eru notuð til þess að auka geymsluþol og viðhalda bragðgæðum, útliti, lykt og meira til í matvælum, þar á meðal má nefna að mörg lyf og vítamín innihalda litarefni eða bragðefni.

Ef þú skoðar innihaldið í til dæmis hamborgarabrauði þá getur þú fundið 10 til 12 E-efni, það finnst mér rosalega mikið, líkaminn minn bregst hið versta við hamborgara og pulsubrauði sem segir mér hversu margar tegundir er sett í brauðin.

SET HÉR INN BANNAÐAR FÆÐUTEGUNDIR HVAÐ VARÐAR E-EFNI

 

 • pylsur
 • kjötfars
 • saltkjöt
 • bjúgu
 • skinka
 • beikon og aðrar saltaðar og reyktar afurðir ásamt öllu niðursoðnu kjöti
 • tilbúnir fiskréttir
 • skelfiskur
 • saltfiskur
 • reyktur fiskur
 • þurrkaður og gerjaður fiskur
 • frosinn skelfiskur
 • allur niðursoðinn fiskur
 • majónes
 • tilbúin salöt
 • remúlaði
 • smjörlíki
 • sólblómasmjörlíki og aðrar svipaðar vörur
 • gervihunang
 • öll keypt sulta
 • marmelaði
 • púðursykur
 • síróp
 • súkkat
 • allar kryddblöndur eins og
 • sítrónupipar
 • seasonall
 • aromat
 • karrý og fl
 • sósulitur
 • matarlitur
 • tómatsósa
 • puré
 • sinnepskryddsósur
 • tilbúnar salatsósur
 • edik
 • kökudropar
 • lyftiduft
 • hjartasalt
 • natrón
 • vín
 • keyft saft
 • líkjör
 • pilsner
 • kjötkraftur í pökkum og dósum
 • allir litaðir gosdrykkir
 • malt
 • annað sterkt vín
 • allt salgæti
 • tyggigúmmí
 • ís
 • frostpinnar
 • súkkulaði
 • kökur
 • kex
 • vínarbrauð
 • allar tilbúnar brauð og kökublöndur
 • aðkeypt brauð
 • búðingsduft og kökukrem
 • kökukrem
 • kornflex og allar tilbúnar morgunafurðir
 • sveppir
 • fryst grænmeti
 • ediks sultað grænmeti
 • þurrkað grænmeti
 • súpuduft
 • kartöfluduft
 • franskar kartöflur
 • saltstangir
 • snakk
 • appelsínur
 • grapefruit
 • þurrkaðir ávextir
 • bláber
 • krækiber
 • hrútaber
 • rifsber
 • sólber
 • klementínur
 • plómur
 • mandarínur
 • kiwi(loðber)
 • súrmjólk
 • skyr
 • jógúrt
 • allar blandaðar mjólkuvörur
 • tilbúnir rjóma og mjólkurréttir
 • allir aðrir ostar en hreinn rjómaostur
 • frosnar eggjaaðfurðir og þurrkuð egg

*Þessi listi er 25 ára gamall fengin frá ofnæmislækni*

Nú hefur bæst við mikið af matvælum á 25 árum og lesa þarf aftan á mörgu ef ætlað er að kaupa aukaefnasnautt fæði.

Ég vil líka bæta við að Vape vökvar innihalda öll aukaefni, ef þú ert með óþol þá skaltu reyna að hætta því sem fyrst, fengið að eigin reynslu.

Ef þú kannast við einkennin sem ég taldi upp er um að gera að heimsækja ofnæmislækni, því að líða ílla eftir mat er ekki normalt ástand.

Þangað til næst <3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *