• Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Æðislegur Chia grautur

  Mig langaði að deila með ykkur æðislegri uppskrift af chia graut til að fá sér í morgunmat, hann er mjög einfaldur og hollur og það tekur enga stund að útbúa hann annað hvort kvöldið áður eða um morguninn Það sem þú þarft: 3 msk chia fræ1-2 msk hamp fræ 1/2 bolli vatn1/2 bolli ósæt möndlumjólk4 dropar stevia með eða án vanillu1 msk kakónibbur (má sleppa)Banani eða ber Aðferð: Byrjar á því að setja vökva í krukku eða stórt glas , blandar svo við fræum og kakónibbum og bætir síðan við steviu (persónulega finnst mér stevia með vanillu betri í þennan graut) . Lætur þetta standa í 15-20 mínútur eða í…

 • Fjóla,  Heimilið,  Uppskriftir

  Sunnudagsbrauðið

  Ég elska að baka og fá mér eitthvað nýbakað, ferskt úr ofninum um helgar. Um helgina datt ég í rosalegt “brauð-stuð” og langaði rosalega í svona alvöru nýbakað brauð með stökkri skorpu, en hafði aftur á móti ekkert rosalega langan tíma til að láta það hefast og bíða. Ég fékk ábendingu um mjög fljótlegt brauð sem heppnaðist fullkomlega. Ég breytti uppskriftinni örlítið frá upprunalegu og deili henni hérna með ykkur. En brauðið er bakað í steypujárnspotti. 2 pakkar þurrger1 matskeið sykur1 og 1/2 bolli volgt vatn3 bollar hveiti1 tsk salt Settu ger, sykur og vatn í hrærivélaskál og láttu standa í ca. 5 mínútur. Forhitaðu ofninn í 220°C og settu…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Teinar á fullorðinsaldri

  Er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi gera þegar ég væri orðin 35 ára gömul. Ég fékk spurningu frá tannlækni mínum í Svíþjóð eftir að hann var búinn að mæla yfirbitið á framtönnunum mínum sem hljómaði svo: Langar þið í teina? Ég var 12 ára og komin inn á geljuna og ég hélt nú ekki, það hefði verið frábært ef foreldrar mínir hefðu sest niður með mér og rætt við mig um kosti þess, að auki var þetta þeim að kostnaðarlausu þar til ég næði 18 ára aldri. EN árin liðu og þegar ég var orðin tvítug þá sá ég eftir ákvörðuninni að hafa ekki drifið þetta…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Get eða Get ekki!!!

  Ég hef reynt að vera hreinskilin þegar ég skrifa um andlega heilsu mína. Lengi vel hef ég verið í mikilli lægð og ekki náð að hífa mig upp. Ég á erfitt með að gera flesta hluti og langar helst ekki að fara úr náttfötunum, hvað þá að fara út úr húsi. Sem betur fer er ég mjög samviskusöm þannig að ég geri þá hluti sem ég verð að gera eins og að koma barninu mínu í skólann, ég fer á samkomur 2 sinnum í viku og 1x í viku fer ég til 1 vinkonu minnar og aðstoða hana aðeins. En um daginn var eins og ég hefði verið slegin í…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið,  Meðganga

  Baby shower undirbúningur

  Nína vinkona mín á von á dreng núna í mars svo ég og önnur vinkona hennar tókum okkur saman og plönuðum óvænta baby shower fyrir hana. Ég sá um skemmtunina hérna er það sem ég bauð upp á: Hvað er í pokanum? Ég tók nokkra hluti sem maður getur þurft að nota þegar maður er með lítið barn og setti í pappírspoka og lokaði fyrir svo áttu gestirnir að giska á hvað væri í pokanum. Það sem var í pokunum hjá mér: mexíkóhattur, barnaskór, brjóstapúði, snuð og tau bleyja Hvað er í bleyjunni? Ég bræddi mismunandi súkkulaði og setti í bleyjur svo áttu gestirnir að smakka og giska hvað væri í hverri bleyju Súkkulaðið sem ég notaði var: toblerone, milka toffee cream, mars og rolo Hvað á…