• Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 2. hluti

  Ég ætla að halda áfram með umfjöllun um netverslanir, en í seinustu viku sagði ég ykkur frá því hvernig ég versla frá Bandaríkjunum. Getið lesið það hér. Þessa vikuna ætla ég að fjalla um netverslanir í Evrópu. Ég nýti Evrópuverslanirnar aðallega til að versla barnaföt, ég hef brennt mig svolítið þegar ég panta föt á sjálfa mig og finnst langþægilegast að versla þau hér heima og máta. Í vor keypti ég til dæmis mjög fallegan kjól af Asos sem ég ætlaði að nota á árshátíð og í brúðkaup. Kjóllinn kom, rándýr, en hann leit allt öðruvísi út á mér en á fyrirsætunni. Fyrir það fyrsta náði hann ekki niður fyrir…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Lífið,  Meðganga

  Fóstureyðingar, mín skoðun

  Mig langar að fjalla um eitthvað sem flestir hafa ekki bara skoðun á heldur mjög sterka skoðun. Ég var ekki mjög gömul þegar ég einmitt myndaði mér mína eigin skoðun á þessu málefni en ástæðan er grein sem ég las þegar ég var 10 ára gömul. Greinin var skrifuð af konu sem var gift og þriggja barna móðir en áður en hún hafði hitt manninn sinn hafði hún orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu. Þessi kona fjallaði um hvaða áhrif fóstureyðingin hafði á hana og sú umfjöllun hafði djúp áhrif á mig. Ég ákvað frá þeirri stundu að þetta yrði eitthvað sem ég myndi aldrei gera. Ég sem betur fer…

 • DIY,  Heimilið,  Jóhanna María

  Jólakúlukrans

  Ég var greinilega í algjörum DIY ham árið 2015, en Facebook var að minna mig á jólakúlukransinn sem ég bjó til fyrir jólin það ár. Hann er mjög einfaldur og hrikalega fallegur þó ég segi sjálf frá.     Ég notaði vírherðatré (þið vitið þessi sem maður fær þegar maður sækir föt í fatahreinsun) sem ég tók í sundur og mótaði úr því hring. Þræddi því næst jólakúlur uppá herðatréð hverja á fætur annarri þar til herðatréð var orðið fullt og lokaði síðan herðatrénu aftur. Ég setti síðan slaufu á toppinn og VOILA tilbúinn þessi glæsilegi jólakrans. — Þar til næst 🙂  

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í Október

  Það er langt síðan ég talaði um mínar mest notuðu húðvörur. Þar sem veturinn er gengin í garð og oft á þessum tíma verður maður þurr í húðinni , þannig ég ætla að nýta þennan mánuðinn í að tala um mínar uppáhalds og mest notuðu húðvörur.   1. Soothing aloe cleanser     Þetta er einn af mínum uppáhalds hreinsum bæði til þess að hreinsa húðina og farða. Húðin verður bara svo ótrúlega mjúk og eins og nafnið gefur til kynna að þá inniheldur þessi hreinsir Aloe vera, og er bæði fyrir eðlilega og þurra húð, fær 100% mín meðmæli.         2. Garnier micellar water oil  …

 • Bryndís Steinunn,  Vikumatseðill

  Matseðill vikunnar 5-11 nóvember

  Þar sem það er alveg að koma að því að það fjölgi í Amare hópnum þá ætlum við að leyfa henni yndislegu Kristbjörgu að fá frí og undirbúa fyrir komu prinsins í heiminn og í þessari viku mun ég henda inn smá matseðil. Ég er nýbyrjuð að kaupa pakka frá Einn, tveir og elda og er að prufa mig áfram með það og læt ég fylgja hvaða réttir eru fengnir þaðan. Nei ég er ekki í samstarfi við þá, borga matinn bara alveg sjálf 🙂 But here goes: Mánudagurinn 5. nóvember Lambalæris afgangar síðan um helgina Þriðjudagurinn 6. nóvember Dominos pizza (hvað hún kostar bara 1000 kall ekki) Miðvikudagurinn 7.…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Áttu þau með sama manninum?

  Í samræðum í dag eru fastir „ísbrjótar“ við hvert tilefni. Þú kynnir kærastann þinn og færð spurninguna „Hvað hafið þið verið lengi saman?“. Þú klínir óléttubumbu framan í gamlan skólafélaga og þarft þá að svara „Hversu langt ertu komin?“ Ef þú lendir í samræðum um húsnæði þá spyrð þú eða færð spurninguna „Áttu eða ertu að leigja?“. Þetta eru eðlilegar spurningar til þess að byrja samræður, lengja þær eða sýna áhuga. Allt gott og gilt. Það er ekki endalaust hægt að túlka veðrið fyrir öllum. En suma ísbrjóta má alveg bræða úr sögunni. Til dæmis þann sem fylgir óhikað með þegar þú segir aðila að þú eigir tvö eða fleiri…

 • Heimilið,  Kristjana Rúna

  Fyrir og eftir myndir úr forstofunni

  Er einhver sem þekkir það að hanga í hugsunum sem hljómar svo: Ég er í leiguíbúð og gæti þurft að flytja hvenær sem er. Út af þessum hugsunum hafði ég ekki gert heimilið nákvæmlega eins og ég vildi hafa það, sem sagt ekki farið all inn, ég ákvað einn daginn að láta það ekki standa í vegi fyrir að gera heimilið að mínu, á meðan ég bý hér. Fyrst þá fóru hlutirnir að gerast, ég byrjaði á barnaherberginu sjá HÉR. Nú er búið að færa strákana í stærra herbergi og er það í vinnslu. Svo fór ég í mitt herbergi og skreytti það örlítið, sjá HÉR   Nú fékk forstofan smá yfirhalningu. Fyrir  …

 • Bryndís Steinunn,  Tíska & Útlit

  Masterclass 2018 Jordan Liberty

  Já það er komið að því…. Helgin er runnin upp og ég er tilbúin til að læra enn betur að möndla með burstana mína og læra hvernig hægt er að beita þeim á glænýjann hátt. Ætli ég verði ekki að hlaupa samt hratt yfir byrjunina á þessu áhugamáli mínu sem gerði það að verkum að ég fór á námskeiðið sem ég er að fara að fjalla um….. AAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGG ÉG ER SVO SPENNT AÐ ÉG ER AÐ SPRINGA MEÐ ÁVAXTABRAGÐI!!!! O.K. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið stelpa í húð og hár. Elskaði kjóla og grenjaði heil ósköp þegar mamma tróð mér í buxur því ÉG ER…

 • Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 1. hluti

  Ég hef þann magnaða hæfilæka að vera mjög góð í að eyða peningum á netinu. Held reyndar að ég sé ekki ein um þetta en mér finnst mjög skemmtilegt að vafra um á netverslunum, safna í körfu og láta mig dreyma. Mig langaði að deila með ykkur hvernig ég versla, hvar mér finnst best að versla og hvernig ég finn afslætti. Ég ætla bara að fjalla um bandarískar netverslanir í þessum pistli, þær íslensku og þær sem eru á norðurlöndunum eða Evrópu eru ekki síður skemmtilegar en þær eru alveg efni í sér blogg. Við byrjum í Bandaríkjunum, en ég finn oft á tíðum mesta verðmuninn á verslun þar og…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Bingókúlu Rice Krispies

  Ég geri oft Rice Krispies kökur þið vitið þessa ofureinföldu þar sem maður blandar saman súkkulaði, smjöri og sýrópi, en að þessu sinni langaði mig aðeins að breyta til og ákvað ég því að bæta við bingókúlum í uppskriftina gömlu sem ég fann einhvern tíman í uppskriftarbók frá mömmu.   Botn: 100 gr smjör 100 gr suðusúkkulaði 3 msk síróp 150 gr (1 poki) bingókúlur 200 gr Rice Krispies   Bingósósa 300 gr (2 pokar) bingókúlur 6-8 msk rjómi Aðferð: Bræðið smjör, suðusúkkulaði, bingókúlur og sýróp saman í potti, blandið rice krispies saman við og hrærið. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni yfir og þjappið vel niður með skeið.…