• Katrín Ósk

  Þriðja og síðasta kynningarbloggið í bili

  Þriðji nýji bloggarinn á amare.is mættur til leiks ! Ég veit ekki hvort ég ætti að segja ykkur hversu lengi ég var að byrja á þessum kynningarpósti. Ætti að vera auðveldasta bloggið, segja frá grunnatriðum um sjálfa mig, en grauturinn verður þykkari þegar ég þarf að hljóma áhugaverð og skemmtileg, svo þið nennið nú örugglega að fylgjast með komandi framtíð. Af hverju er svona auðvelt að draga okkur sjálfar niður, og erfitt að upphefja okkur? Sit hérna með krepptar tær með áhyggjur af því að mitt daglega líf sé svo ómerkilegt, að ég eigi ekkert erindi sem bloggari. Well, screw that. Hér er ég.   Ég heiti Katrín Ósk Jóhannsdóttir…

 • Bryndís Steinunn,  Heimilið,  Þrifráð

  Þvotturinn

  Mig langar að fjalla um eitt af skrítnu áhugamálunum mínum og ástríðu en það er ÞVOTTUR Já það kannast öll heimili við þvottinn, sérstaklega eftir að krílin koma í heiminn og það þarf virkilega að fara að leggja sig fram við að þvo. Þvottakarfan breytist í eitthvað sem er fullt af töfrum því sama hvað þú tekur uppúr henni hún er alltaf full. Bara ef þetta gerðist með veskið manns, baukinn eða bankareinkninginn. Spurning að fara að geyma peninga í þvottakörfunni og ath hvort hann fjölgar sér. Suma daga er maður orðinn sannfærður um að það búi fleiri á heimilinu en þú vissir því þetta verk virðist vera endalaust. Margir…

 • Fjóla

  Kynningarblogg – Fjóla Einarsdóttir

     Komið þið sæl kæru lesendur Ég heiti Fjóla Einarsdóttir og er nýjasti bloggarinn hér á Amare.is. Ég er 31 árs og bý í Mosfellsbæ ásamt Illuga, kærastanum mínum (bráðum eiginmanni) og börnunum okkar, Erni og Írenu. Ernir er 5 ára og Írena er 2 ára.     Síðustu tvö ár hef ég verið í einhverskonar tilvistarkreppu og er bloggið mögulega enn einn hluti af henni. Ég kannski útskýri þessa svokölluðu tilvistarkreppu betur. Árið sem ég varð þrítug upplifði ég mig svo ótrúlega staðnaða í lífinu að ég fann að ég varð að gera einhverjar breytingar. Við seldum íbúðina okkar og keyptum okkur raðhús í byggingu, ég hætti á vinnustað þar…

 • Ferðalög,  Jóhanna María

  Sigling um Breiðarfjörð

  Síðasta laugardag fórum við fjölskyldan ásamt samstarfsfólki mannsins míns og fjölskyldum þeirra í Siglingu um Breiðfarjörð. Það fóru allir héðan saman í rútu nema við þar sem að það er ekki gert ráð fyrir barnabílstól í rútunni. En það var bara hið besta mál! Við hlustuðum á skemmtilega tónlist á leiðinni til Stykkishólms og dilluðum okkur eins og við gátum. Þegar þangað var komið fengum við okkur smá næringu og fórum svo í bátinn Særúnu sem sigldi með okkur um Breiðarfjörð í tvo klukkutíma. Útsýnið var undursamlegt og lífríkið þar er svo fallegt! Á bátnum voru veiddir allskonar fiskar og fengum við að skoða þá og snerta. Sumir fengu sér…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í September

  Góða kvöldið , það er komið að mánaðarlega snyrtivöru blogginu , ætla að vona að þið hafið jafn gaman af þessu og ég. Þar sem ég fór til Englands aftur núna í September að þá auðvitað stoppaði ég í Superdrug og bætti í safnið mitt, ætla að tala um nokkrar vörur þaðan og vörur sem ég fékk hér heima.       1.  Chocolate Orange – I heart revolution   Í júlí keypti ég mér chocolate purple palettuna og varð svo ástfanginn af henni þannig ég VARÐ að fá mér aðra! Þessi er gjörsamlega GEGGJUÐ , hún er rauð/appelsínu/brún og litirnir svo ótrúlega pigmentaðir og þæginlegt að blanda þá! Þessar…

 • Bryndís Steinunn

  Kynningarblogg – Bryndís Steinunn

  Hæ allir Amare aðdáendur Mig langar að kynna mig örlítið en ég fékk þann heiður að fá að vera nýjasti bloggarinn hér inni. Ég heiti Bryndís Steinunn og er “AÐEINS” eldri en hinar stelpurnar, ekkert mikið samt, bara örlítið. Ég er fædd 1976 sem gerir mig víst 42 ára unga. Ég er einstæð móðir með 1 unglingsstrák sem heitir Jóhannes Örn. Jóhannes er fæddur árið 2004 og ég mun pottþétt skrifa um meðgönguna, fæðinguna og fyrstu 14 árin hehe. Við búum í sætri íbúð í Árbænum og höfum við verið hér frá árinu 2006 og hér líður okkur vel. En aftur að mér, ég er förðunarfræðingur að mennt en ég…

 • Kristbjörg Ásta,  Tíska & Útlit

  Outfit vikunnar

  Ég elska flíkur sem er bæði hægt að nota hversdagslega eða klæða upp og nota þegar maður er að fara eitthvað fínna. Það sem getur gert svo mikið fyrir svona flíkur er að nota aukahlutina til að klæða hana annaðhvort upp eða niður. Mér finnst réttar hárgreiðslur skipta ótrúlega miklu máli þegar maður er að klæða flíkur annað hvort upp eða niður. Þær geta gert svo ótrúlega mikið fyrir heildar útlitið. Ég er samt engin hárgreiðslumeistari og langar mig helst að hafa hárgreiðslurnar sem ég set í mig eins auðveldar og mögulegt er. Hérna eru nokkrar greiðslur sem eru ótrúlega auðveldar og allir (með nógu sítt hár) ættu að geta gert.   Fléttur eru alltaf mjög klassískar. Ég nýti mér þær oft í að klæða niður flíkur. Þær passa…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Smá fróðleikur um Ed Sheeran fyrir spennta miðahafa

    Ég er ein af þeim sem er yfir mig ánægð yfir því að það sé verið að halda auka tónleika með kappanum, festi kaup á miða í gær og eyddi gærkvöldinu í að vafra youtube, rifja upp gömlu lögin, ekki frá því að spenningurinn jókst við það, en ég verð nú að sitja á mér þar sem það er enn 10 og hálfur mánuður til stefnu, finnst þetta vera smá pynting að láta mann bíða svona lengi eftir spennuna í miðakaupunum. En hver er Ed Sheeran? Ég safnaði saman smá upplýsingum um hann og ætla að deila með ykkur nokkrum myndböndum þar sem hann syngur í The Live Room…