Baby shower undirbúningur

Nína vinkona mín á von á dreng núna í mars svo ég og önnur vinkona hennar tókum okkur saman og plönuðum óvænta baby shower fyrir hana. Ég sá um skemmtunina hérna er það sem ég bauð upp á:

Hvað er í pokanum?

Ég tók nokkra hluti sem maður getur þurft að nota þegar maður er með lítið barn og setti í pappírspoka og lokaði fyrir svo áttu gestirnir að giska á hvað væri í pokanum.

Það sem var í pokunum hjá mér: mexíkóhattur, barnaskór, brjóstapúði, snuð og tau bleyja

Hvað er í bleyjunni?

Ég bræddi mismunandi súkkulaði og setti í bleyjur svo áttu gestirnir að smakka og giska hvað væri í hverri bleyju

Súkkulaðið sem ég notaði var: toblerone, milka toffee cream, mars og rolo

Hvað á ég að heita?

ég setti krukku og miða og svo skrifuðu gestirnir niður allskonar hugmyndir af nöfnum og Nína var svo látin lesa þau öll upp og giska hver skrifaði hvað.

Gesta bók

Ég sá þessa mynd og hugsaði að það væri ekkert smá gaman að gera svona fyrir Nínu að eiga svo ég teiknaði upp ský á blað og svo settu allir sem mættu fingrafarið sitt undir ásamt nafninu sínu.

Hérna eru svo allskonar skemmtilegar hugmyndir mig langaði að gera en hafði ekki tíma fyrir í þetta skipti: :

You may also like...

1 Response

  1. Jóhanna María says:

    Snilldar hugmyndir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *