bananakaka með súkkulaði

Strákarnir mínir eiga sína uppáhalds köku sem þeir biðja reglulega um, hún klárast á tveimur dögum og er hún bara betri daginn eftir.

Minn yngsti vill hjálpa til og fær það svo sannarlega, auðveld er hún,

 

Bananakaka

2 dl sykur

1 tsk vanilludropar

3 egg

2dl hveiti

1 tsk lyftiduft

100 g smjör

2 bananar, stappaðir

100 g suðusúkkulaði ( hér er hægt að breyta til og nota þrist, smarties eða eitthvað annað í hana, gaman að prófa nýtt)

 

  • Þeytið sykur, vanilludropa og egg saman í hrærivél þar til blandan er orðin  létt
  • Blandið hveiti og lyftidufti útí og setjið smjörið útí í litlum bitum og þeytið það vel saman við
  • bætið stöppuðum bönunum og því súkkulaði sem þið viljið nota útí að lokum saman við
  • setjið deigið í form og bakið við 175°c í 50 mín(ath að bökunartími getur lengst eða styðst eftir því hver stórt formið er)

 

 

 

Njótið

 

Þangað til næst <3

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *