Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

Beikonbuff

Ég er oft með beikon buff í matinn þar sem það er svo rosalega auðvelt að elda það og það er líka svo gott á bragðið.

Innihaldsefni:

1 kg. Grísahakk (notaði fyrst alltaf nauta en svo smökkuðum við grísa og fannst það betra)

1 pakki. Beikon

Ritzkex

1 egg

season all

Ég geri alltaf extra mikið fyrir okkur þar sem það er svo gott að eiga afganga til að hafa í hádegismat daginn eftir.

  • Ég sker beikonið niður í búta myl ritzkexið og blanda síðan öllu saman í skál.
  • Síðan móta ég litlar bollur og steiki þær á pönnunni (líka hægt að setja í ofninn en okkur finnst betra að steikja þær).

Auðveldara gæti þetta ekki verið.

Ég ber þetta alltaf fram með brúnni sósu og kartöflum.

4 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *