Jóhanna María,  Uppskriftir

Bingókúlu Rice Krispies

Ég geri oft Rice Krispies kökur þið vitið þessa ofureinföldu þar sem maður blandar saman súkkulaði, smjöri og sýrópi, en að þessu sinni langaði mig aðeins að breyta til og ákvað ég því að bæta við bingókúlum í uppskriftina gömlu sem ég fann einhvern tíman í uppskriftarbók frá mömmu.

 

Botn:
100 gr smjör
100 gr suðusúkkulaði
3 msk síróp
150 gr (1 poki) bingókúlur
200 gr Rice Krispies

 

Bingósósa
300 gr (2 pokar) bingókúlur
6-8 msk rjómi

Aðferð:
Bræðið smjör, suðusúkkulaði, bingókúlur og sýróp saman í potti, blandið rice krispies saman við og hrærið. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni yfir og þjappið vel niður með skeið. Kælið í 1 klst. í ísskáp.

Bræðið bingókúlur og rjóma saman í potti og hellið yfir Rice krispies blönduna, deyfið úr sósunni með skeið og kælið í 1 klst.

Að lokum er ,,kakan” skorin í passlega bita.

–Þar til næst !

Jóhanna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *