Bjóðum veturinn velkomin með dásamlegum pottrétti

Nú er tíminn til að draga fram þykku peysurnar, sófa teppinn, ullarsokkana, kertaljósin og hækka í ofnunum, já undursamlega kósí tímabilið er hafið í allri sinni dýrð.

Ég er ekki mikil aðdáandi kuldans, en það er eitthvað svo heillandi við að sjá haustið ganga yfir og veturinn taka við, hvað er þá betra en að setjast í sófann með teppi og tendra á kertum yfir góðri mynd með heitan pottrétt.

Á þessum tíma eru veikindin byrjuð og það er akkurat þá sem mig fer að langa í súpur og pottrétti

Ég er búin að prófa margar uppskriftir og flestar mjög góðar, en það vantaði eitthvað upp á, svo ég setti saman mína eigin uppskrift til að ná fram því sem ég leitaði að og það tókst svona rosalega vel.

 

 • 600 gr lambagúllas, ég notaði frá kjarnafæði
 • 3 msk olía, ég notaði avokado olíu
 • 2 laukar
 • 3 hvítlauksrif, pressuð og skorin smátt
 • 2 msk rifið ferskt engifer
 • 1 tsk red currypaste, ef þú vilt réttinn sterkari má bæta meira við
 • 1 lítil dolla af tómatpúrra
 • 5 gulrætur skorið í bita
 • 8 sveppir skorið í sneiðar
 • 8-10 strengjabaunir
 • 5 lárviðarlauf
 • 1 tsk cumin
 • 3 dl vatn
 • 1 dl rauðvín, ég notaði big boys
 • 3 tsk af lamba bouillon  frá Oscar
 • 2 tsk hveiti, hrært vel á meðan það er sett ofan í pottinn
 • 3/4 af 400ml fernu kókómjólk, ég notaði frá santa maría
 • 1 tsk pipar
 • 1 tsk salt

Aðferð

Steikið kjötið í pottinum með oíu þar til það hefur náð brúnum lit. þá er lauknum og hvítlauknum bætt útí.

Næst er engifer, lárviðarlauf, currypaste, cumin, strengjabanir og sveppina bætt útí, bætið svo vatni og rauðvíni við og hrærið.

Hellið kókósmjólkinni í pottinn og kryddið með salt og pipar.

Lamba bouillon (kraftur) og hveitinu bætt við og hrærið vel á meðan hveitinu er bætt við, ef þið viljið réttinn þykkri þá er hægt að nota meira hveiti.

Setjið lokið á og látið malla á lágum hita í minnst 2 klukkustundir, eða þar til kjötin er orðið mjúkt.

 

Þessi réttur er góður með mörgu, að þessu sinni bar ég hann fram með kartöflumús og hvítlauksbrauði, hann væri líka góður með hrísgrjónum eða kartöflum.

 

Ég festi kaup á Gorenje pott og er alveg á því að bragðið er mun betra í góðum potti, ég fékk hann í Pro Gastro

 

Hér er svo útkoman

Á myndinni sjáið þið smá af græna og rauða papríku, en næst verður hún ekki með hjá mér og mæli ég með að sleppa henni.

Njótið <3

*Þessi færsla er ekki kostuð

 

 

 

 

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *