Breytingar í barnaherberginu

Barnaherbergið tekur stöðugum breytingum, ég er aldrei alveg búin með það, örugglega margar sem tengja við það og enn er ég ekki búin með herbergið, margt sem á eftir að bætast við.

Ég var með hugmynd í hausnum lengi áður en ég fór í að framkvæma.

Fyrir var koja úr Ikea sem hentaði yngsta (3ára) syninum ekki vel, hann rak reglulega hausinn sinn í rúmið þar til ég gafst upp á henni og keypti sitthvor rúmin handa bræðrunum.

Það sem þarf til að gera þetta er…

Svart límband sem er notað fyrir að búa til húsið og hitt límist báðu megin og notað fyrir nöfnin þeirra,

fæst í BYKO.

Stafina og augnhárin keypti ég af Aliexpress, ég skrifaði blogg um það, HÉR er linkur á bloggið og þar getið þið nálgast seljanda frá Aliexpress.

Hvítir stafir á hvítan vegg, var ekki alveg að gera sig svo ég notaði tússpenna og bjó til doppur.

Margt hægt að gera við þá.

Næst er að finna gardínur og mottu.

Strákarnir eru mjög ánægðir með herbergið sitt, þá er mamman glöð og markmiðinu náð.

 

 

 

 

 

 

Þangað til næst

 

You may also like...

1 Response

  1. November 4, 2018

    […] Fyrst þá fóru hlutirnir að gerast, byrjaði á barnaherberginu sjá HÉR. […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *