Breytingar í hjónaherberginu

Það var tekin ákvörðun um að skipta um herbergi við strákana mína, okkar herbergi er stærra og þeim vantaði meira leikpláss.

Ég var nýlega búin að “klára” að innrétta herbergið þeirra þegar þessi hugmynd kom upp (sjá færslu HÉR).

Ég set klára innan gæsalappa þar sem ég er bara þannig að ég er aldrei alveg búin með neitt sem við kemur heimilinu og er reglulega að breyta og bæta, eins og ég tók fram í færslunni Breytingar í barnaherberginu.

Svefnherbergi fyrir mér þurfa að vera frá þörfum hvers og eins, mögulega eru tveir ólíkir einstaklingar sem deila herbergi líkt og í okkar tilfelli, og þá er ég  mest að tala um hvað er ofan á  náttborðunum.

Persónulega finnst mér fallegra að hafa náttborðin alveg eins, sama skrautið og alveg eins uppstillt, en á meðan ég var að þessu áttaði ég mig á því að það er ekki raunhæft, ég les ekki mikið fyrir svefn, það kemur örsjaldan fyrir en betri helmingurinn gerir töluvert að því og þá fá bækurnar að skreyta borðið hans, en ekki mín megin.

Ég er mjög hrifin af blómum og plöntum sem skreyta og lífga upp á heimilið, gervi planta fékk pláss á mínu borði en ekki hans, þar sem hann er ekkert fyrir slíkt.

Lítill fataskápur er í herberginu sem rúmar ekki fötin mín, og fékk því eldri strákurinn að hafa hann áfram og mín föt eru í þeirra herbergi, þetta gengur vel en ég hélt fyrst að þetta yrði þreytandi, en svo er alls ekki.

Þegar svona er þá er hætta á að fötin endi á gólfinu eftir daginn, svo það eina sem ég á eftir að gera er að finna fína snaga sem mun aðstoða við að halda fötunum frá gólfinu, eins og ég sagði, innrétta eftir þörfum, samt er hægt að gera það fallega.

Nú í breytingarnar

Ég set inn linka á allt sem finnst í svefnherberginu á meðan ég tek ykkur í gegnum ferlið frá byrjun til enda.

Rúmteppið er upphafið á  litaþemanu sem varð til, það er ljósgrátt og vildi ég innrétta út frá þeim lit.

Fæst í Rúmfatalagernum

*LINKUR Á RÚMTEPPI*

 

Næst eru það gardínurnar, þær eru úr rúmfatalagernum líka, ég finn ekki þessa vöru á heimasíðunni hjá þeim, þær er þykkar og dökkgráar með smá mynstrir í 140*245.

Hvítu gegnsæar gardínurnar eru líka frá RL, set in link á þær HÉR 

Vil taka fram að ég fann aðrar sem mér líkaði betur við í IKEA og eru alveg eins að ofan og gráu gardínurnar, það truflaði mig aðeins munurinn á þeim, þessar verða því notaðar í barnaherberginu frekar.

 

Púðarnir fást allir í IKEA

*HVÍTUR OG GRÁR PÚÐI HÉR*

*SVARTUR OG HVÍTUR PÚÐI HÉR*

 

Náttborðin, lamparnir, gerviblómið og speglarnir eru úr IKEA

*NÁTTBORÐIÐ HÉR*

Ég skipti um höldur á náttborðunum, þær eru frá Aliexpress og eru úr gleri.

 

*GERVIBLÓM HÉR*

 

*BORÐLAMPI HÉR*

 

Litla myndin sem stendur á PS, ég elska þig, er úr Smáralind, Bjarkarblóm.

*SPEGLAR HÉR*

Speglarnir koma ekki með svörtum ramma utan um, ég notaði svart teip og bjó hann til, það fæst í Byko t.d, þeir eru svo festir upp með lími sem fylgir með.

 

Myndirnar fyrir ofan rúmið eru frá Aliexpress og er ég mjög ánægð með þær

*MYNDIRNAR HÉR*

Ath. þær eru örlítið ljósari en sést á mynd og það tók tvær vikur að fá þær í hendurnar.

 

*RAMMAR HÉR*

 

Gervi gæran á gólfinu er frá IKEA líka og er uppseld sýnist mér í augnablikinu.

Rúmið sjálft fæst í Rúmgott í Kópavogi.

Svefnherbergið mitt þarf að vera fínt svo að mér líði vel þar og það gerir helling fyrir svefninn minn, ég er líklegri til að fara fyrr upp í rúm á kvöldin þegar andrúmsloftið er gott.

Sýni ykkur fleiri myndir úr herberginu

 

 

Nú á ég eftir að innrétta strákaherbergið, ég er komin í stuð og ætla að vinda mér í það, ég sýni ykkur frá því þegar það er tilbúið.

*þessi færsla er ekki kostuð*

 

Þangað til næst <3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

You may also like...

1 Response

  1. November 4, 2018

    […] Svo fór ég í mitt herbergi og skreytti það örlítið, sjá HÉR […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *