Brjóstið er best?

Máney hefur alltaf verið mjög lítil og nett, hún þyngdist illa og var því í miklu eftirliti hjá ungbarnaeftirlitinu.

Þegar Máney var 4 vikna fór hún að fá pela einu sinni á dag með brjóstagjöfinni en samt fór hún ekki að þyngjast betur.

Þetta reyndi mikið á okkur ég fékk að heyra nánast daglega frá fölskyldumeðlimum og vinum að ég væri bara ekki að borða nóu fjölbreytt eða næringarríkt, að ég væri bara ekki að borða nó yfir höfuð að ég ætti altaf að vera með eitthvað við hendina og alskonar fleiri ráð.

Mér var sagt að mér liði augljóslega ekki nógu vel og væri því ekki að mjólka nóg.

Það sem ég fékk að heyra frá ungbarnaeftirlitinu var að ég væri augljóslega að reyna mitt besta en ég væri bara svo ung að ég vissi ekki betur, að ég þyrfti betra bakland að ég þyrfti meiri hjálp með hana og að ég yrði að vera dugleg við að biðja fólkið í kringum mig um hjálp.

Sama hvað ég gerði þá virkaði ekkert.

Við vorum farnar að fara í vigtun einu sinni til tvisvar í viku, ég var orðin svo kvíðinn fyrir hverja vigtun að ég átti erfitt með að sofna á kvöldin.

Ég kenndi sjálfri mér um, ef ég bara borða meira ef ég myndi bara bæta við meira af þessari eða hinni fæðutegund í mataræðið mitt.

Ég veit ekki hversu oft ég grét og skammaðist mín fyrir að geta ekki einus inni gert eitthvað jafn einfalt og nauðsynlegt og það er að fæða barnið sitt, gefa því næringu svo það nái að stækka og verða stórt.

Þegar augljóst var að einn peli á dag væri ekki að duga var þeim fjölgað í tvo á dag og svo var alltaf bætt við þangað til hún var farin að fá pela eftir hverja einustu brjóstagjöf.

Þegar ekkert var að ganga vorum við lagðar upp á sjúkrahús, þar var hún vigtuð fyrir og eftir hverja brjóstagjöf  og ef hún fékk ekki nóg var henni gefið ábót í pela.

Við vorum á sjúkrahúsinu í þrjá daga og það sem kom í ljós þar var að hún var að fá alveg nó úr brjóstinu þar sem það var einungis í eitt skipti sem við ákvöðum að gefa henni ábót eftir brjóstagjöfina.

Hinsvegar var álagið farið að hafa það mikil áhrif á mig að ég endaði á að missa mjólkina.

Eftir það fór mér að líða miklu betur og það var augljóst að Máney fór að líða betur líka.

Hún fór að dafna betur og okkur fór báðum að líða mikið betur.

Seina meir kom í ljós að ástæðin fyrir því að hún væri ekki að þyngjast var svo ekki tengt brjóstagjöfinni eftir allt…

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *