Jóhanna María,  Uppskriftir

Camembert réttur

Uppskrift:

1 paprika
1 skinkubréf
1 peli rjómi
1 camembert ostur
1/2 brauð (ég notaði 10 sneiðar af stóru Krónu brauði)

 

 

Aðferð:

Ég byrja á því að skera niður paprikuna og skinkuna smátt og legg það til hliðar, oft sker ég niður paprikuna og skinkuna kvöldið áður og geymi inni í ísskáp.

 

 

Rjómanum er helt í pott og camenbert osturinn er settur út í og látinn bráðna alveg á lágum hita. Á meðan rjóminn og osturinn mallar á eldavélinni ríf ég niður brauðið í smáa bita og set það í eldfast mót. Því næst sigta ég rjómablönduna og helli henni í eldfasta mótið, því húðin sem er yfir camembert ostinum bráðnar ekki og verður því eftir í sigtinu.

 

 

Að lokum er paprikan og skinkan sett í mótið. Það er mikilvægt að “dúmmpa” aðeins yfir réttinn svo allt brauðið fari ofan í rjómablönduna.

 

Rétturinn er svo settur inn í 180° heitan ofn í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til hann er orðinn aðeins brúnn.

 

 

— Þar til næst <3

One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *