• Barnið,  Katrín Ósk

  Að koma kvíðabarni í skólann

  Af því að það er að byrja ný vika .. Það er ekkert grín að kljást við kvíða. Við fullorðna fólkið sem drögum þennan púka eftir okkur vitum vel hversu þrúgandi og vondur hann getur verið við okkur. Við eigum daga þar sem við getum ekki hugsað okkur að svara símanum þegar hann hringir, viljum helst fela okkur undir sæng allan daginn og tilhugsunin um að þurfa að takast á við óvæntar uppákomur dagsins verður stundum yfirþyrmandi. Hversu erfitt er þetta þá fyrir börnin okkar? Þau skilja ekki hvað er að gerast innra með þeim, kunna ekki að skilgreina það fyrir okkur foreldrunum sem viljum svo innilega hjálpa þeim. Sonur…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Lífið

  Skírn og skírnarveisla

  Þann 1.september var dóttir okkar skírð og fékk hún nafnið Selma Jóhanna. Nafnið Selma heillaði okkur alveg upp úr skónum og okkur fannst það hljóma svo vel við nafn Sólveigar. Ég sá það svo fyrir mér þegar ég væri að kalla á báðar dætur mínar Sólveig!…Selma!.. matur! Seinna nafnið Jóhanna er í höfuðið á tengdamömmu minni og föðurömmu minni sem er einnig alnafna mín já og auðvitað mér sjálfri hehe… Mér fannst því mjög viðeigandi að Selma Jóhanna myndi skírast í skírnarkjólum frá nöfnum sínum. Hún skírðist því í tveimur kjólum. Hún var í skírnarkjól sem fjöðuramma mín og alnafna gaf mér nokkrum dögum áður en hún dó. Hún sjálf…

 • Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

  Aðstoðarmaður jólasveinsins

  Þegar kemur að skógjöfum sem vinirnir þrettán lauma í skó barna í desember hefur reynst mér vel að panta þær frá AliExpress tímanlega. Það er mikið álag á póstinum eftir því sem nær dregur jólum og ég hef því yfirleitt byrjað að panta skógjafirnar í Ágúst. Ég ætla að deila með ykkur ýmsum hugmyndum frá AliExpress sem mér finnst passa vel í skógjafir. Slímhendur! Að vísu eru þær 10 saman í pakka en það má til dæmis læða einni svona hendi með í einhverja afmælispakka eða jólapakka linkur hér      ,,kreistu mig” leikfang linkur hér        litlir bangsar linkur hér        Emoji bangsar linkur hér…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Meðganga

  Fæðingarsagan mín

  Sjálfri finnst mér mjög gaman að lesa fæðingarsögur hjá öðrum svo mig langar til þess að deila minni með ykkur. Settur dagur var 29.júlí, ég var með góða fyrirvaraverki frá viku 35, sem var stundum svolítið krefjandi verandi ein heima með fimm ára skvísu í sumarfríi. Ingó maðurinn minn var búin að ákveða að fara í fæðingarorlof frá fæðingardegi barns en ákvað að taka sumarfrí þar sem að ekki bólaði á barninu á settum degi, hann náði nú bara að vera einn dag í sumarfríi því mánudaginn 31.júlí um sjö vakna ég við kröftugan samdráttarverk. Ég lá slök áfram í rúminu, þegar verkur númer 3 kom þá ákvað ég að…

 • Barnið,  Kristjana Rúna

  Stefnan á einum leikskóla í ofbeldismálum er verulega ábótavant

  Ég hef haft góðan tíma til þess að afla mér upplýsinga, tala við fagfólk og heyra í öðrum mæðrum sem hafa setið báðu megin við borðið þegar viðkemur ofbeldi á milli barna, niðurstaðan var sú að fyrrum leikskóli sonar mínns tók ekki vel á ofbeldismáli sem þar var í gangi og nú vil ég segja frá. Árið 2016 byrjar þetta Frumburðurinn minn, þessi glaði og orku mikli strákur sem á í engum vanda með að eignast vini fór að sýna okkur foreldrum vanlíðan þegar við sátum við matarborðið og ræddum um dag allra. Hann segir okkur frá því að annað barn á leikskólanum sé að lemja og stríða honum, og…

 • Barnið,  Jóhanna María

  Góð ráð við brjóstagjöf

  Mig langar til þess að deila með ykkur nokkrum góðum ráðum sem hafa nýst mér vel í brjóstagjöfinni. #1 Það sem mér finnst allra mikilvægast er að nærast vel. Borða holla fæðu reglulega yfir daginn. Ef èg sleppi úr máltíð finn ég hvernig brjóstaþokan eykst og ég verð slöpp. Ég er oft mjög lystarlaus á morgnanna þá finnst mér gott að fá mér næringardrykk eða hleðslu. #2 Vatn, vatn og aftur vatn! Ég er alltaf með vatnsbrúsa inni í stofu þar sem ég gef brjóst og ég tek hann svo með mér inn í rúm þegar ég fer að sofa. Ég passa mig á því að drekka vel yfir allan…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Lífið

  Barnið er fætt og hvað svo?

  Það er mikið fjallað um hlutina sem konur ganga í gegnum á meðgöngu og í fæðingunni sjálfri. En þegar því ferli er lokið hvað tekur þá við? Það eru margir hlutir sem koma þar við sögu sem ég hafði ekki hugmynd um þegar ég var ólétt í fyrsta skipti. Það eru kannski ekki allir sem átta sig almennilega á því hvað píkan gengur í gegnum þegar fæðing á sér stað, ég gerði það svo sannarlega ekki! En málið er að píkan hún bókstaflega snýst við, við það að koma barninu í heiminn og er mjög aum viðkomu í stundum nokkrar vikur á eftir. Ég gat til að mynda ekki setið…

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta

  Að ferðast með barn

  Við erum búin og ætlum okkur að vera duleg að ferðast þetta sumar. Það sem fylgir því að ferðast mikið eru langar keyrslur, sem geta orðið þreytandi fyrir börnin. Hér eru aðferðir sem ég hef nýtt mér til að reyna að gera ferðirnar eins þægilegar og mögulegt er fyrir alla. Ég reyni alltaf að byrja þá daga sem við erum að fara að ferðast eitthvert á því að fara út með stelpuna eða leyfa henni að leika sér og eiða sem mestri orku svo hún nái að hvíla sig eitthvað í bílnum. Ég tek alltaf með nesti í ferðalög. Mér finnst gott að smyrja samlokur, kaupi oft einhverja snúða eða ostaslaufur til að hafa með, vatnsbrúsa stunum líka kókómjólk og svo hef líka oftast eitthvað góðgæti eins og saltstangir eða pringles eða eitthvað annað góðgæti. Ég…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Meðganga

  Spítalataskan

  Nú er komin sá tímapunktur að ég er farin að huga að því hvað ég ætla að taka með mér upp á spítala þegar fæðingin hefst. Mér finnst gott að hafa yfirsýn yfir það sem ég ætla að taka með mér. Á síðustu meðgöngu skrifaði ég ekki niður hjá mér hvað það var sem ég ætlaði að taka með mér og ég sá mjög eftir því þegar ég var komin upp á deild, því það voru þó nokkrir hlutir sem ég hefði viljað hafa meðferðis en það voru sem betur fer aðallega hlutir fyrir mig sjálfa, eins hefði ég viljað hafa með mér fleiri samfellur og ælustykki því við vorum…

 • Barnið,  DIY,  Jóhanna María

  Heimatilbúinn leir

  Eitt það skemmtilegasta sem dóttir mín gerir er að leira. Það er svo magnað með leirinn að það er nánast hægt að búa til hvað sem er úr honum. Er leir því frábær leið til þess að þjálfa hugmyndarflug barna og er leir t.d. góð leið til þess að kenna börnum stafi. Það er þægilegur kostur að kaupa leir úti í búð. En það er töluvert hagkvæmara að búa hann til sjálfur. Það er einfalt, fljótlegt og þægilegt! Fyrir utan það að við getum valið sjálf í hvaða lit leirinn verður og jafnvel sett glimmer út í ef það er stemning fyrir slíku. Með því að búa til leirinn sjálf…