• Brúðkaup,  Fjóla,  Tíska & Útlit

    Brúðarkjólamátun

      Í hjarta mér er ég prinsessa, ég elska kjóla og allt sem glitrar og frá því að ég var krakki hafði mig dreymt um að máta brúðarkjóla eins og í bíómyndum. Þegar kom að undirbúningnum fyrir brúðkaupið var því brúðarkjólamátun eitt af því fyrsta sem sett var á lista. Ég eyddi miklum tíma í að skoða kjóla hér og þar um netið og er komin með fullar möppur af kjólamyndum á tölvuna hjá mér. Ég ákvað að fara í mátun til hennar Berglindar hjá Begga bridals.  Ég sá sko alls ekki eftir því, frá fyrstu skilaboðum sem ég sendi henni var hún ekkert nema yndisleg og hlý. Ég fékk tíma…