• Bryndís Steinunn,  Uppskriftir

  Unaðslegt Enchiladas

  Þessi vika hefur verið með aðeins öðruvísi sniði en venjulega en við stelpurnar ákváðum að hafa uppskriftaviku…. Ég veit ekki með ykkur en ég elska allt sem viðkemur mat. Að hugsa um mat, að elda mat, að kaupa mat, að borða mat, að dreyma um mat…. Já matur er fíknin mín. Mér finnst að vísu ekki jafn gaman að ganga frá eftir eldamenskuna og átið og enn leiðinlegra fynnst mér að þurfa að borga fyrir matinn. Fyrir mér eru matreiðslubækur, allar þessar uppskriftasíður á netinu og blöð og bæklingar um matargerð eins og klám. Ég er gellan sem slefa yfir myndum af léttsteiktu nautakjöti, seiðandi ávaxtabakkanum og suðrænni sangríunni og…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Siðlaust eða Viðskiptasnilld

  Mig langar að fjalla um hlut sem ég uppgötvaði bara fyrir örfáum dögum síðan. Ég og sonurinn vorum búin að koma okkur vel fyrir inní stofu, með popp og kósýheit og ætluðum að horfa á allar Hotel Transilvania myndirnar. Við byrjuðum á að setja nr. 1 í og þá kom upp vandamál. Wrong Region…… Ertu að djóka. Auðvitað keiptum við nr. 1 í USA og gamli spilarinn okkar gat spilað öll kerfi en núna var hann dáinn og nýji spilarinn er því einungis Region 2 spilari. Ég stökk strax í símann til að spyrja besta vin minn sem veit allt, Google, um hvað hægt væri að gera. Í þetta skiptið…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Meðganga

  Meðgangan mín

  Í dag eru 15 ár síðan ég hitti uppáhalds manneskjuna mína í heiminum, 15 ár síðan ég heyrði í honum í fyrst skipti og akkúrat við það að heyra í honum í fyrsta sinn fylltist hjarta mitt af ofurást, allur líkaminn fylltist af þessari ást sem á sér enga líkan. Ást sem gerði það að verkum að ég var tilbúin að deyja fyrir hann án þess að hika. Já í dag eru 15 ár síðan ég varð mamma. En sagan byrjar aðeins fyrr eða um 9 mánuðum á undan. Ég bjó í Kópavogi í yndislegri íbúð sem ég leigði hjá dásamlegu fólki. Lífið snérist eingöngu um mig, ég djammaði mikið, drakk…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Álag, kvíði og hármissir

  Kæru vinir   Mig langar að segja ykkur frá svolitlu persónulegu en eins og ég skrifað hér áður hef ég verið að berjast við þunglyndi og kvíða í mörg ár og reglulega viðurkenni ég fyrir sjálfri mér að ég geti þetta ekki ein lengur. Ég kalla til fjölskylduna og vinina og segi þeim að ég er alveg búin, orðin svo þunglynd og kvíðin að það er orðið hættulegt. Ekki samt í þeim skilningi að ég sé að fara að skaða mig á einhvern hátt heldur er ég algjörlega sinnulaus, hef ekki ánægju af hlutunum, græt stanslaust og geri ekki neitt, ekki einu sinni það sem mér finnst skemmtilegt. Yfirleitt þegar ég…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Af hverju ekki?

  Um þetta tímabil sem er nýliðið rignir yfir mig spurningum um af hverju ég geri ekki alveg eins og allir hinir. Ég nefninlega held ekki jólin og fólki finnst ég stórfurðuleg, sem ég er og er stollt af því. Margar spurningarnar eru skemmtilegar, áhugaverðar og sumar ótrúlega skrítnar, óviðeigandi og allt uppí  að vera dónalegar. En ég reyni eftir bestu getu að svara þeim öllum eins kurteisislega og ég get.   Byrjum á af hverju ekki….. Spurningin sem fylgir oft með þessari er yfirleitt ,,Trúirðu þá ekki á Jesú” Svarið er einfaldlega Jú hann er aðal gaurinn 🙂 En vissirðu að jólin hafa ekkert með kristna trú að gera heldur…

 • Bryndís Steinunn,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörurnar í nóvember

  Jæja núna er það ég sem fæ að setja inn mínar uppáhalds vörur en við Gullý Sif ákváðum að skiptast á blogginu þannig að ég verð aftur í janúar. En ég ætla að byrja á uppáhalds dagkreminu mínu en ég er ástfangin af Bioeffect vörunum. Það sakar ekki að eiga systur sem vinnur hjá fyrirtækinu en það var hún sem kynnti mig fyrir þessum vörum og eftir það hef ég verið húkt á þeim. Dagkremið reyni ég að nota daglega en hey ég er með ADHD á hæðsta stigi og gleymi flestu á mettíma.  Það er létt, paraben frítt og cruelty frítt. Það fer auðveldlega inn í húðina og sléttir…

 • Bryndís Steinunn,  Ferðalög

  Ferðadagbókin

  Fyrir stuttu skellti ég mér til Worthing sem er lítið úthverfi rétt hjá Brighton. Ég  og vinkona mín höfðum verið að tala um að fara einhvert með krakkana okkar yfir helgi og voru nokkrir staðir punktaðir niður sem okkur langaði að fara til og þar sem við gætum fengið gistingu.  Eftir að hafa skoðað kosti og galla við nokkra staði var ákveðið að skella sér til London og fá að gista hjá vinahjónum sem búa einmitt í Worthing. Fyrst var ákveðið að við myndum ekkert versla enda vantaði okkur ekki neitt, jú nema skó á barnið mitt sem stækkar hraðar en allt þessa dagana. Það var ekki fyrr en við…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Íþróttaiðkun barna og unglinga

  Að stunda íþróttir eða líkamsrækt er eitthvað sem við vitum að er nauðsynlegt fyrir okkur öll. Við vitum líka að íþróttaiðkun barna og unglinga er mjög mikilvæg bæði uppá hreysti en einnig hefur það sýnt sig og sannað að börn sem stunda íþróttir eru líklegri til að lenda ekki í slæmum félagsskap og  alls konar neyslu. Þau læra aga, jafnvægi, teygjur  og í hópíþróttum læra þau samvinnu. Allt er þetta blessað og frábært og æðislegt en eitt sem ég skil ekki er af hverju má þetta ekki bara vera gaman? Mér finnst alltof mikið byggjast á því að þurfa að keppa. Æfingar eru strangar og oft á tíðum alltof erfiðar…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Lífið,  Meðganga

  Fóstureyðingar, mín skoðun

  Mig langar að fjalla um eitthvað sem flestir hafa ekki bara skoðun á heldur mjög sterka skoðun. Ég var ekki mjög gömul þegar ég einmitt myndaði mér mína eigin skoðun á þessu málefni en ástæðan er grein sem ég las þegar ég var 10 ára gömul. Greinin var skrifuð af konu sem var gift og þriggja barna móðir en áður en hún hafði hitt manninn sinn hafði hún orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu. Þessi kona fjallaði um hvaða áhrif fóstureyðingin hafði á hana og sú umfjöllun hafði djúp áhrif á mig. Ég ákvað frá þeirri stundu að þetta yrði eitthvað sem ég myndi aldrei gera. Ég sem betur fer…

 • Bryndís Steinunn,  Vikumatseðill

  Matseðill vikunnar 5-11 nóvember

  Þar sem það er alveg að koma að því að það fjölgi í Amare hópnum þá ætlum við að leyfa henni yndislegu Kristbjörgu að fá frí og undirbúa fyrir komu prinsins í heiminn og í þessari viku mun ég henda inn smá matseðil. Ég er nýbyrjuð að kaupa pakka frá Einn, tveir og elda og er að prufa mig áfram með það og læt ég fylgja hvaða réttir eru fengnir þaðan. Nei ég er ekki í samstarfi við þá, borga matinn bara alveg sjálf 🙂 But here goes: Mánudagurinn 5. nóvember Lambalæris afgangar síðan um helgina Þriðjudagurinn 6. nóvember Dominos pizza (hvað hún kostar bara 1000 kall ekki) Miðvikudagurinn 7.…