• Barnið,  Bryndís Steinunn,  Lífið,  Meðganga

  Fóstureyðingar, mín skoðun

  Mig langar að fjalla um eitthvað sem flestir hafa ekki bara skoðun á heldur mjög sterka skoðun. Ég var ekki mjög gömul þegar ég einmitt myndaði mér mína eigin skoðun á þessu málefni en ástæðan er grein sem ég las þegar ég var 10 ára gömul. Greinin var skrifuð af konu sem var gift og þriggja barna móðir en áður en hún hafði hitt manninn sinn hafði hún orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu. Þessi kona fjallaði um hvaða áhrif fóstureyðingin hafði á hana og sú umfjöllun hafði djúp áhrif á mig. Ég ákvað frá þeirri stundu að þetta yrði eitthvað sem ég myndi aldrei gera. Ég sem betur fer…

 • Bryndís Steinunn,  Vikumatseðill

  Matseðill vikunnar 5-11 nóvember

  Þar sem það er alveg að koma að því að það fjölgi í Amare hópnum þá ætlum við að leyfa henni yndislegu Kristbjörgu að fá frí og undirbúa fyrir komu prinsins í heiminn og í þessari viku mun ég henda inn smá matseðil. Ég er nýbyrjuð að kaupa pakka frá Einn, tveir og elda og er að prufa mig áfram með það og læt ég fylgja hvaða réttir eru fengnir þaðan. Nei ég er ekki í samstarfi við þá, borga matinn bara alveg sjálf 🙂 But here goes: Mánudagurinn 5. nóvember Lambalæris afgangar síðan um helgina Þriðjudagurinn 6. nóvember Dominos pizza (hvað hún kostar bara 1000 kall ekki) Miðvikudagurinn 7.…

 • Bryndís Steinunn,  Tíska & Útlit

  Masterclass 2018 Jordan Liberty

  Já það er komið að því…. Helgin er runnin upp og ég er tilbúin til að læra enn betur að möndla með burstana mína og læra hvernig hægt er að beita þeim á glænýjann hátt. Ætli ég verði ekki að hlaupa samt hratt yfir byrjunina á þessu áhugamáli mínu sem gerði það að verkum að ég fór á námskeiðið sem ég er að fara að fjalla um….. AAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGG ÉG ER SVO SPENNT AÐ ÉG ER AÐ SPRINGA MEÐ ÁVAXTABRAGÐI!!!! O.K. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið stelpa í húð og hár. Elskaði kjóla og grenjaði heil ósköp þegar mamma tróð mér í buxur því ÉG ER…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Heilög þrenning

  Hæ mig langar kinna mig fyrir ykkur Margir þekkja mig og ég kem alltaf óboðinn og óvelkominn. Ég er dimmur og drungalegur og geri allt sem ég get til að gera lífið erfitt hjá þeim sem ég ákveð að fylgja. Sumir hafa látist útaf mér, aðrir dreyma um dauðann á meðan einhverjir neita að gefast upp. En alveg sama hvað þá held ég áfram alla daga, allan tíma sólarhringsins, allt árið um kring. Ég er kallaður Þunglyndi og yfirleitt er besti vinur minn með mér, hann Kvíði. Oft kem ég í kjölfar áfalla og erfiðleika en stoppa stutt og er víst eðlilegur félagi í lífinu þegar eitthvað bjátar á og…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Síðasti andardrátturinn

  “Það er komið að þessu” Orð sem ég var búin að bíða eftir með töluverðum kvíða heyrðust í símanum. Rússibani síðustu mánuða var að ljúka.   Systir mín var 46 ára gömul þennan laugardagsmorgun þann 16. október 2010. Þetta hafði verið langt og erfitt ferðalag sem hófst einu og hálfu ári áður. Hún var nýbúin að halda uppá 45 ára afmælið sitt þar sem mikil gleði var og allir skemmtu sér konunglega í litlu íbúðinni hennar á Barónstígnum. Nokkru síðar þá kosningahelgina var planið að hún færi í barnaafmæli til sonar góðra vinahjóna sinna en hún mætti ekki og lét ekkert vita af sér sem var fremur óvenjulegt af henni. Mánudagurinn…

 • Bryndís Steinunn,  Heimilið,  Þrifráð

  Þvotturinn

  Mig langar að fjalla um eitt af skrítnu áhugamálunum mínum og ástríðu en það er ÞVOTTUR Já það kannast öll heimili við þvottinn, sérstaklega eftir að krílin koma í heiminn og það þarf virkilega að fara að leggja sig fram við að þvo. Þvottakarfan breytist í eitthvað sem er fullt af töfrum því sama hvað þú tekur uppúr henni hún er alltaf full. Bara ef þetta gerðist með veskið manns, baukinn eða bankareinkninginn. Spurning að fara að geyma peninga í þvottakörfunni og ath hvort hann fjölgar sér. Suma daga er maður orðinn sannfærður um að það búi fleiri á heimilinu en þú vissir því þetta verk virðist vera endalaust. Margir…

 • Bryndís Steinunn

  Kynningarblogg – Bryndís Steinunn

  Hæ allir Amare aðdáendur Mig langar að kynna mig örlítið en ég fékk þann heiður að fá að vera nýjasti bloggarinn hér inni. Ég heiti Bryndís Steinunn og er “AÐEINS” eldri en hinar stelpurnar, ekkert mikið samt, bara örlítið. Ég er fædd 1976 sem gerir mig víst 42 ára unga. Ég er einstæð móðir með 1 unglingsstrák sem heitir Jóhannes Örn. Jóhannes er fæddur árið 2004 og ég mun pottþétt skrifa um meðgönguna, fæðinguna og fyrstu 14 árin hehe. Við búum í sætri íbúð í Árbænum og höfum við verið hér frá árinu 2006 og hér líður okkur vel. En aftur að mér, ég er förðunarfræðingur að mennt en ég…