• Barnið,  DIY,  Jóhanna María

  Heimatilbúinn leir

  Eitt það skemmtilegasta sem dóttir mín gerir er að leira. Það er svo magnað með leirinn að það er nánast hægt að búa til hvað sem er úr honum. Er leir því frábær leið til þess að þjálfa hugmyndarflug barna og er leir t.d. góð leið til þess að kenna börnum stafi. Það er þægilegur kostur að kaupa leir úti í búð. En það er töluvert hagkvæmara að búa hann til sjálfur. Það er einfalt, fljótlegt og þægilegt! Fyrir utan það að við getum valið sjálf í hvaða lit leirinn verður og jafnvel sett glimmer út í ef það er stemning fyrir slíku. Með því að búa til leirinn sjálf…

 • DIY,  Kristjana Rúna

  Breytingar í barnaherberginu

  Barnaherbergið tekur stöðugum breytingum, ég er aldrei alveg búin með það, örugglega margar sem tengja við það og enn er ég ekki búin með herbergið, margt sem á eftir að bætast við. Ég var með hugmynd í hausnum lengi áður en ég fór í að framkvæma. Fyrir var koja úr Ikea sem hentaði yngsta (3ára) syninum ekki vel, hann rak reglulega hausinn sinn í rúmið þar til ég gafst upp á henni og keypti sitthvor rúmin handa bræðrunum. Það sem þarf til að gera þetta er… Svart límband sem er notað fyrir að búa til húsið og hitt límist báðu megin og notað fyrir nöfnin þeirra, fæst í BYKO. Stafina…

 • DIY,  Kristbjörg Ásta

  DIY handa/fótafar

  Ég elska að búa til minningar með Máney hvað þá þegar við gerum eitthvað saman sem við getum átt til lengri tíma en hér er uppskrift af blöndu sem ég hef verið að nota til þess að búa til handa farið hennar Máneyjar. 1 Bolli Matarsódi 1/2 Bolli Kartöflumjöl 3/4 Bolli Vatn Setur allt saman í pott á vægan hita og hræri saman þar til þetta verður að bolta. Kælir svo aðeins og fletur út og leggur hendina eða fótinn sem þú vilt fá á blönduna. Ég hef verið að nota drykkjarrör til að gera gat efst svo hægt sé að hengja þetta upp. Setur svo í ofn á 130 í 30 mínútur.   Ef þú ert ekki hrifin af hvernig endarnir t.d. komu út er ekkert mál að laga það til með sandpappír.…