• Fjóla,  Heimilið,  Uppskriftir

  Sunnudagsbrauðið

  Ég elska að baka og fá mér eitthvað nýbakað, ferskt úr ofninum um helgar. Um helgina datt ég í rosalegt “brauð-stuð” og langaði rosalega í svona alvöru nýbakað brauð með stökkri skorpu, en hafði aftur á móti ekkert rosalega langan tíma til að láta það hefast og bíða. Ég fékk ábendingu um mjög fljótlegt brauð sem heppnaðist fullkomlega. Ég breytti uppskriftinni örlítið frá upprunalegu og deili henni hérna með ykkur. En brauðið er bakað í steypujárnspotti. 2 pakkar þurrger1 matskeið sykur1 og 1/2 bolli volgt vatn3 bollar hveiti1 tsk salt Settu ger, sykur og vatn í hrærivélaskál og láttu standa í ca. 5 mínútur. Forhitaðu ofninn í 220°C og settu…

 • Fjóla,  Uppskriftir

  Bananahafraklattar

  Við fjölskyldan erum búin að liggja í 2 vikur í veikindum, báðir krakkarnir og svo ég. Þegar krakkarnir voru lasnir var ég endalaust að reyna að finna upp á einhverju nýju fyrir þau, ég var búin að baka gamla góða bananabrauðið en krakkarnir voru greinilega komin með leið á því svo ég ákvað að reyna að finna nýja leið til að nýta gömlu bananana. Við erum mikið fyrir hafraklatta svo ég ákvað að prófa að blanda bönunum út í, það heppnaðist alveg dásamlega og krakkarnir eru enn að kjamsa á þessum frábæru kökum. Mig langaði að deila uppskriftinni með ykkur. 170gr. mjúkt smjör1/2 bolli sykur1 bolli púðursykur1 egg1 tsk vanilludropar2…

 • Brúðkaup,  Fjóla,  Tíska & Útlit

  Brúðarkjólamátun

    Í hjarta mér er ég prinsessa, ég elska kjóla og allt sem glitrar og frá því að ég var krakki hafði mig dreymt um að máta brúðarkjóla eins og í bíómyndum. Þegar kom að undirbúningnum fyrir brúðkaupið var því brúðarkjólamátun eitt af því fyrsta sem sett var á lista. Ég eyddi miklum tíma í að skoða kjóla hér og þar um netið og er komin með fullar möppur af kjólamyndum á tölvuna hjá mér. Ég ákvað að fara í mátun til hennar Berglindar hjá Begga bridals.  Ég sá sko alls ekki eftir því, frá fyrstu skilaboðum sem ég sendi henni var hún ekkert nema yndisleg og hlý. Ég fékk tíma…

 • Fjóla,  Heilsa

  Áhrifavaldar og hið fræga “#samstarf”

  Í gegnum tíðina hef ég fylgt þónokkrum áhrifavöldum, hvort sem það hefur verið til þess að fá þrifaráð, heimilis- eða tískuinnblástur, uppskriftir eða bara af því að mér fannst aðilinn skemmtilegur. Ég viðurkenni alveg að mögulega var ég að eyða of miklum tíma í að hlusta á einhvern annann tala og taka óbeint þátt í lífi þess aðila. En núna í desember fékk ég meira en nóg. Það var varla hægt að skoða neitt án þess að vera drekkt í flóði af „#samstarf“ eða „í samstarfi við þennann…“. Ég áttaði mig svo allt í einu á því að ég var að eyða tímanum mínum, þessum dýrmæta tíma sem ég á…

 • DIY,  Fjóla,  Heimilið

  Auðvelt og fallegt jólaföndur

  Við krakkarnir tókum okkur til um daginn og föndruðum skraut á jólagjafirnar og jólatréð. Þetta er sennilega með því auðveldara sem ég hef gert en það eina sem við notuðum var hvítur sjálf-harðnandi leir, piparkökumót, smjörpappír, kökukefli, rör og lítill bútur af greni. Þetta kom ótrúlega vel út og ég er mjög spennt fyrir því að skreyta með þessu. Ég keypti aðeins of mikið af leir og notaði tækifærið og lét krakkana útbúa handaför til að hengja upp. Þeim fannst það mjög  gaman og eru spennt fyrir því að sjá hendurnar sínar á veggjunum. En til að gera grenimynstur í stjörnurnar flatti ég leirinn út, lagði grenið yfir og renndi…

 • Fjóla,  Heimilið,  Uppskriftir

  Rauðar Flauelskrumpur

  Ég er svolítill aðdáandi red velvet kökunnar, mér finnst líka eitthvað óendanlega jólalegt við hvítt og rautt saman. Ég henti í þessar rauðu flauels krumpukökur um daginn, þær hafa verið mjög vinsælar á heimilinu, skemmir líka alls ekki fyrir hvað þær eru jólalegar og fallegar. Mig langaði að deila með ykkur uppskriftinni af þeim.   Rauðar flauelskrumpur 3 bollar hveiti ¼ bolli bökunarkakó 2 teskeiðar lyftiduft ¼ tsk matarsódi 170 gr mjúkt smjör 1 og 1/3 bolli sykur 3 stór egg 2 msk mjólk 1 og ½ vanilludropar Rauður gel matarlitur 150 gr. Hvítir súkkulaðidropar 1 bolli flórsykur 1 msk gull bökunarduft ef bakarinn er í sparistuði   Blandið saman…

 • Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 3. hluti

  Þá er komið að lokafærslunni í þessari netvserslunar-seríu, í tæka tíð fyrir Black Friday/cyber monday brjálæðið sem er í gangi þessa helgina. Í þessari færslu ætla ég að taka fyrir verslanir hér á Íslandi. Það er aragrúi af netverslunum hér á landi, sem mér finnst alveg frábært. Mér finnst mjög þægilegt að skoða á netinu áður en ég fer í verslunina, þá hef ég nokkurnveginn hugmynd um hvað ég er að fara að gera eða er jafnvel búin að kaupa hlutinn og sæki í verslunina. Ég nota þó stundum heimsendingarþjónustu en ef maður spáir í það er það oft óþarfa bras þó maður tali ekki um umhverfisáhrifin. Ég hef prófað…

 • Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 2. hluti

  Ég ætla að halda áfram með umfjöllun um netverslanir, en í seinustu viku sagði ég ykkur frá því hvernig ég versla frá Bandaríkjunum. Getið lesið það hér. Þessa vikuna ætla ég að fjalla um netverslanir í Evrópu. Ég nýti Evrópuverslanirnar aðallega til að versla barnaföt, ég hef brennt mig svolítið þegar ég panta föt á sjálfa mig og finnst langþægilegast að versla þau hér heima og máta. Í vor keypti ég til dæmis mjög fallegan kjól af Asos sem ég ætlaði að nota á árshátíð og í brúðkaup. Kjóllinn kom, rándýr, en hann leit allt öðruvísi út á mér en á fyrirsætunni. Fyrir það fyrsta náði hann ekki niður fyrir…

 • Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 1. hluti

  Ég hef þann magnaða hæfilæka að vera mjög góð í að eyða peningum á netinu. Held reyndar að ég sé ekki ein um þetta en mér finnst mjög skemmtilegt að vafra um á netverslunum, safna í körfu og láta mig dreyma. Mig langaði að deila með ykkur hvernig ég versla, hvar mér finnst best að versla og hvernig ég finn afslætti. Ég ætla bara að fjalla um bandarískar netverslanir í þessum pistli, þær íslensku og þær sem eru á norðurlöndunum eða Evrópu eru ekki síður skemmtilegar en þær eru alveg efni í sér blogg. Við byrjum í Bandaríkjunum, en ég finn oft á tíðum mesta verðmuninn á verslun þar og…

 • Barnið,  Fjóla,  Lífið

  Systkinaástin

  Frá því að ég varð ólétt af Írenu kveið ég því hvernig Ernir myndi taka því að vera ekki lengur eina barnið mitt. Ég eyddi ómældum tíma í að skipuleggja hvernig við myndum hafa þetta þegar þau myndu hittast fyrst og reyndi eftir bestu getu að útskýra fyrir tveggja ára barninu hvernig hlutirnir væru að breytast. Ég meira að segja planaði hvernig ég myndi kveðja hann þegar ég færi upp á spítala að eiga og var svo stressuð þessu öllu saman. En bumbustelpan hafði sko engan áhuga á að hlusta á skipulag móður sinnar og allt umstangið í kringum fæðinguna hennar var hádramatískt. Fæðingin sjálf er nú bara efni í…