• Fjóla

    Kynningarblogg – Fjóla Einarsdóttir

       Komið þið sæl kæru lesendur Ég heiti Fjóla Einarsdóttir og er nýjasti bloggarinn hér á Amare.is. Ég er 31 árs og bý í Mosfellsbæ ásamt Illuga, kærastanum mínum (bráðum eiginmanni) og börnunum okkar, Erni og Írenu. Ernir er 5 ára og Írena er 2 ára.     Síðustu tvö ár hef ég verið í einhverskonar tilvistarkreppu og er bloggið mögulega enn einn hluti af henni. Ég kannski útskýri þessa svokölluðu tilvistarkreppu betur. Árið sem ég varð þrítug upplifði ég mig svo ótrúlega staðnaða í lífinu að ég fann að ég varð að gera einhverjar breytingar. Við seldum íbúðina okkar og keyptum okkur raðhús í byggingu, ég hætti á vinnustað þar…