• Guðlaug Sif,  Lífið

  Góðir spennuþættir á Netflix

  Ég er algjör spennuþátta perri og er ég sérstaklega hrifin af Netflix! Ég er alltaf að prufa nýja þætti og ég fýla suma og aðra ekki. Ég er alveg þannig týpa ef að þættirnir verða ekki spennandi strax þá nenni ég ekki mikið að halda áfram með þá , það eru nú alltaf undantekningar á því sviði en ég er svo gríðalega óþolinmóð svo það er alls ekki oft! Ég sé oft fólk spyrjast mikið fyrir á netinu hvaða spennuþáttum maður mælir með svo ég ætla að deila nokkrum þáttum með ykkur og skrifa lítlega um þá svo ég skemmi nú ekki þættina fyrir ykkur.   Njótið!!     1.…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í September

  Góða kvöldið , það er komið að mánaðarlega snyrtivöru blogginu , ætla að vona að þið hafið jafn gaman af þessu og ég. Þar sem ég fór til Englands aftur núna í September að þá auðvitað stoppaði ég í Superdrug og bætti í safnið mitt, ætla að tala um nokkrar vörur þaðan og vörur sem ég fékk hér heima.       1.  Chocolate Orange – I heart revolution   Í júlí keypti ég mér chocolate purple palettuna og varð svo ástfanginn af henni þannig ég VARÐ að fá mér aðra! Þessi er gjörsamlega GEGGJUÐ , hún er rauð/appelsínu/brún og litirnir svo ótrúlega pigmentaðir og þæginlegt að blanda þá! Þessar…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Þú berð ábyrgð á þínu eigin lífi

  Fyrirsögnin er mögulega pínu sérstök og þið farið kannski að hugsa um þetta á neikvæðan hátt eða finnast þetta fáránlegt ? Að maður getur alls ekki tekið ábyrgð á öllu sem gerist í lífi manns og það er alveg rétt. Það sem ég er að tala um er að ÞÚ berð ábyrgð á þínu viðhorfi í öllum aðstæðum , ÞÚ berð ábyrgð á þinni hamingju , ÞÚ berð ábyrgð á bjartsýni og jákvæði í ÞÍNU lífi. Þetta er sett í smá gróft samhengi , það er mjög létt að segja þetta en kannski aðeins erfiðara að fylgja þessu eftir , að sjá að það séum við sjálf sem stjórnum ferðinni…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur Ágúst

  Snyrtivörubloggið fyrir Ágúst mánuð loksins komið inn! 1. Baby skin primer Þessi primer fæst reyndar ekki á Íslandi en hann er klárlega í efstu sætunum hjá mér. Ég set hann alltaf yfir T svæðið á andlitinu og nota svo annan primer yfir restina af andlitinu Þessi er must have í snyrtitöskuna! 2. Pressed Glitter – Törutrix.is Ég á nokkra liti af þessum glimmerum og ÖLL sem ég á eru FABÍLÖS! Þú þarft ekki að bleyta uppí þessum Þú skellir þeim bara beint á augun og voila! Svo óendanlega falleg! 3. Pigment – Nyx Ég bara fæ ekki nóg af pigmentum frá Nyx Ég á þó nokkuð mörg og er alltaf…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Kynlífstæki

  Mér finnst ég ekki sjá mikla umræðu um kynlífstæki frá öðrum en þeim sem selja þau svo að mig langaði að henda inn smá umræðu um kynlífstæki. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir því að ræða sem við kemur svona tækjum þá mæli ég með því að hætta að lesa hér. Ég kynntist fyrsta kynlífstækinu mínu árið 2013 og það opnaði nýja og spennandi leið fyrir mig, ég upplifi samt svo mikla “skömm” þegar að það kemur að þessu en það er kannski útaf eldri kynslóðum, sjálf er ég mjög opin með allt svona og langar að tala um nokkur tæki sem ég mæli með fyrir byrjendur og fólk sem vill…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í júlí

  Hæhó! Eins og ég talaði um í seinasta snyrtivörubloggi langaði mig að segja frá vörunum sem ég splæsti í úti Englandi , var að prufa fullt af nýju og er voðalega spennt yfir því og varð held ég bara ekkert fyrir vonbrigðum.. Ætla að tala um nokkrar vörur sem ég er búin að prufa almennilega og segja aðeins frá þeim, ég keypti flest allar vörurnar í búð sem heitir Superdrug , snildin ein sem þessi búð er , allt svo ótrulega ódýrt!           1. I heart revolution paletta Violet! Þessi paletta fæst í superdrug (allavegana í Englandi) Ég skoðaði flestar paletturnar frá þessu merki eru klikkað…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Heimatilbúin ís fyrir börnin

  Jæja! Ekki seinna en vænna að koma með smá hugmyndir af heimatilbúnum ís. Þar sem að sonur minn ELSKAR ís og gæti borðað ís í öll mál fór ég að hugsa að það væri líklega ódýrara og sniðugt að gera ís hérna heima. Ég byrjaði á því að fara í Ikea til þess að kaupa fjölnota frostpinnabox, ég keypti líka í Tiger svo ég á 2 sett af þeim og hentar það mjög vel. Ég ætla að koma með nokkrar auðveldar hugmyndir af heimagerðum ís/frostpinnum Djús Já, svona einfalt! uppáhalds djús frostpinninn hans Ólivers er Tropical djúsinn sem fæst í Costco eða Tropical djúsinn úr Bónus. Ég helli honum bara…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í júní

  Hæhó , mánaðarlega bloggið er loksins að koma inn, ég var úti í Englandi og þessvegna kemur þetta svona seint inn Ég vona að þið fyrirgefið mér það (auðvitað).     1. Þetta BB krem hefur reynst mér ótrúlega vel þegar mig langar að vera náttúrulega máluð gefur fallega áferð, er þunnt og auðvelt að vinna með. Það er eins og ég sé ekki með neitt makeup þegar ég nota þetta! Þetta er frá L’oreal og fæst t.d. í Hagkaup 2. Þessi hefur bjargað mér svo oft, allt í einu! Eins og stendur framan á þá er þetta hyljari, skygging og corrector (veit ekki alveg hvernig ég þýði það hehe).…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Kynferðisleg áreitni inná meðferðastofnun

  Ætla að skrifa hér mjög persónulega færslu sem ég er búin að langa að skrifa frekar lengi.. Já þið lásuð rétt inná meðferðastofnun , hvaða meðferðastofnun ? á ekki að vera meira öryggi ? Þetta var nefnlilega ekki inn á Vogi eða í svona “fullorðinsmeðferðum” , þetta gerðist inn á Stuðlum , meira segja inná neyðarvistun , þar sem ég var 16 ára gömul.. Þeir sem vita ekki hvað Stuðlar eru þá skal ég útskýra það smá hér.. Stuðlar eru meðferðastofnun fyrir unglinga sem eiga við fíkniefna- og hegðunarvandamál að stríða , þar er líka tímabundin neyðarvistun sem mætti kalla “unglingafangelsi” .. Þar fara börnin sem strjúka að heiman eða…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í maí

  Hér koma mínar mest notuðu og uppáhalds snyrtivörur fyrir maí mánuð! 1. Þegar ég er að fara eitthvað fínt eða vill fá góða og fallega þekju yfir andlitið nota ég alltaf All nighter farðan frá Urban Decay , hann stendur algjörlega undir nafni Þekur vel og kemur mjög fallega út! 2. Ég bara einfaldlega get ekki talað nógu mikið um rakakremið frá Embryolisse , það er mjög rakagefandi og klárlega besta rakakrem sem ég hef prufað og ég hef prufað alveg nóg af þeim! Mæli mikið með þessu , ég keypti mitt í Douglas en það fæst inná Fotia og Shine allavegana   3.  Uppáhalds hyljarinn minn er Fit me…