• Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í júlí

  Hæhó! Eins og ég talaði um í seinasta snyrtivörubloggi langaði mig að segja frá vörunum sem ég splæsti í úti Englandi , var að prufa fullt af nýju og er voðalega spennt yfir því og varð held ég bara ekkert fyrir vonbrigðum.. Ætla að tala um nokkrar vörur sem ég er búin að prufa almennilega og segja aðeins frá þeim, ég keypti flest allar vörurnar í búð sem heitir Superdrug , snildin ein sem þessi búð er , allt svo ótrulega ódýrt!           1. I heart revolution paletta Violet! Þessi paletta fæst í superdrug (allavegana í Englandi) Ég skoðaði flestar paletturnar frá þessu merki eru klikkað…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Heimatilbúin ís fyrir börnin

  Jæja! Ekki seinna en vænna að koma með smá hugmyndir af heimatilbúnum ís. Þar sem að sonur minn ELSKAR ís og gæti borðað ís í öll mál fór ég að hugsa að það væri líklega ódýrara og sniðugt að gera ís hérna heima. Ég byrjaði á því að fara í Ikea til þess að kaupa fjölnota frostpinnabox, ég keypti líka í Tiger svo ég á 2 sett af þeim og hentar það mjög vel. Ég ætla að koma með nokkrar auðveldar hugmyndir af heimagerðum ís/frostpinnum Djús Já, svona einfalt! uppáhalds djús frostpinninn hans Ólivers er Tropical djúsinn sem fæst í Costco eða Tropical djúsinn úr Bónus. Ég helli honum bara…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í júní

  Hæhó , mánaðarlega bloggið er loksins að koma inn, ég var úti í Englandi og þessvegna kemur þetta svona seint inn Ég vona að þið fyrirgefið mér það (auðvitað).     1. Þetta BB krem hefur reynst mér ótrúlega vel þegar mig langar að vera náttúrulega máluð gefur fallega áferð, er þunnt og auðvelt að vinna með. Það er eins og ég sé ekki með neitt makeup þegar ég nota þetta! Þetta er frá L’oreal og fæst t.d. í Hagkaup 2. Þessi hefur bjargað mér svo oft, allt í einu! Eins og stendur framan á þá er þetta hyljari, skygging og corrector (veit ekki alveg hvernig ég þýði það hehe).…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Kynferðisleg áreitni inná meðferðastofnun

  Ætla að skrifa hér mjög persónulega færslu sem ég er búin að langa að skrifa frekar lengi.. Já þið lásuð rétt inná meðferðastofnun , hvaða meðferðastofnun ? á ekki að vera meira öryggi ? Þetta var nefnlilega ekki inn á Vogi eða í svona “fullorðinsmeðferðum” , þetta gerðist inn á Stuðlum , meira segja inná neyðarvistun , þar sem ég var 16 ára gömul.. Þeir sem vita ekki hvað Stuðlar eru þá skal ég útskýra það smá hér.. Stuðlar eru meðferðastofnun fyrir unglinga sem eiga við fíkniefna- og hegðunarvandamál að stríða , þar er líka tímabundin neyðarvistun sem mætti kalla “unglingafangelsi” .. Þar fara börnin sem strjúka að heiman eða…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í maí

  Hér koma mínar mest notuðu og uppáhalds snyrtivörur fyrir maí mánuð! 1. Þegar ég er að fara eitthvað fínt eða vill fá góða og fallega þekju yfir andlitið nota ég alltaf All nighter farðan frá Urban Decay , hann stendur algjörlega undir nafni Þekur vel og kemur mjög fallega út! 2. Ég bara einfaldlega get ekki talað nógu mikið um rakakremið frá Embryolisse , það er mjög rakagefandi og klárlega besta rakakrem sem ég hef prufað og ég hef prufað alveg nóg af þeim! Mæli mikið með þessu , ég keypti mitt í Douglas en það fæst inná Fotia og Shine allavegana   3.  Uppáhalds hyljarinn minn er Fit me…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Pestó-kjúlla uppskrift

  Þessi kjúllaréttur er örugglega sá réttur sem ég geri lang oftast! Bara svo ótrúlega auðvelt og fljótlegt að búa þetta til. Það sem þú þarft– 4-6 kjúklingabringur 1 krukka af rauðu pestói 1 lítil krukka af feta osti nokkur ritz kex Salt pipar   Aðferð Raðið kjúklingnum í eldfast mót kryddið með smá salti og smá pipar (alls ekki of mikið) Hellið pestóinu yfir kjúklingin og smyrjið yfir þar til pestóið þekur allan kjúklingin Hellið fetaostinum svo jafnt yfir kjúllann Takið nokkur ritz kex myljið nipur og dreifið svo yfir svo fer þetta inn í ofn í 40 mín og voila!! Gott að bera fram með steiktum sætkarteflu frönskum og…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í apríl

  Sæl verið nú! Ég hef ekki bloggað frekar lengi en ætla að reyna að hafa snyrtivörublogg allavegana einu sinni í mánuði , sjálf elska ég að skoða uppáhalds vörur hjá öðrum og á ég mér margar uppáhalds vörur en þar sem flakka oft á milli þá ætla ég að taka mest notuðu snyrtivörurnar í hverjum mánuði :)!         1. Þessi primer fra Urban decay stendur uppúr hjá mér , hann er bara svo ótrúlega mjúkur , húðin verður svo falleg og slétt , ég dýrka hann!         2.  Ég er að elska Naked Heat augnskuggapallettuna þessa dagana og já eiginlega bara síðustu mánuði ,…

 • Barnið,  Guðlaug Sif,  Heilsa,  Lífið

  Ég missti barnið mitt

  Kannski er þetta pínu gróf fyrirsögn en þetta er nákvæmlega svona , ef ég ætti að lýsa tilfininguni við það að missa fóstur. Ég missti barnið mitt sumarið 2016. Ég upplifi oft þegar fólk talar um það að missa fóstur sé það bara ekkert mál , eins og það bara skoli sig út og maður á bara að halda áfram með líf sitt og gleyma þessu, þetta bara er ekki svo auðvelt , þetta er þvílíkur missir þrátt fyrir að hafa gengið stutt á leið , þetta er barnið mitt , litla fóstrið með fallegu vængina sína. Ég hef fengið að upplifa það í tvö skipti að missa , þessi…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Kjúlla-pastaréttur

  Mig langaði bara að deila með ykkur uppáhalds kjúlla-pastaréttinum mínum Enjoy!! Það sem þú þarft Pasta 2 kjúklingabringur 1 papríka 6-7 skinkusneiðar 1 pakki af beikoni 1 stk laukur 6 sneiðar pepperoni (má sleppa) 6 sveppir 1stk mexikó ostur 250ml rjómi 1 dolla af skinkusmurosti     Aðferð Skerið papriku , skinku , beikon ,sveppi og pepperoni í litla bita Skerið kjúklingin og steikið á pönnu , krydda eftir smekk. Geymið kjúklingin til hliðar , setið pasta í pott og leyfið því að sjóða þar til það er tilbúið. Steikið beikon og lauk saman þar til það er næstm tilbúið , bætið svo við sveppum, skinku og pepperóní og steikið…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Ég varð þriggja ára 1.janúar

  Jæja, ég er loksins að setjast niður og skrifa smá blogg. Desember var svo stressandi og mér hlakkaði til að setjast niður eftir áramót í slökun með kaffibollann minn og skrifa færslu en sonur minn fékk rosalega 5 daga ælupest og við eyddum eiginlega allri síðustu viku uppá barnaspítala. Sem betur fer er hann allur að hressast. En þið sáuð og lásuð myndina sem ég setti með fyrirsögnini , hún er blákaldur sannleikur og stendur fyrir staðinn sem ég var á fyrir nokkrum árum. Lífið mitt hefur ekki verið áfallalaust , eiginlega bara langt því frá , ég ólst upp við fullkomið fjölskyldulíf. Ég á yndislega foreldra sem gerðu og…