• Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

  Halloween afmæli!

  Eldri dóttir okkar hún Sólveig Birna óskaði eftir því að halda Halloween afmæli svo við foreldrarnir urðu að sjálfsögðu við þeirri bón! Hún fagnaði 6 ára afmælinu sínu þann 15.Október s.l. Sólveig er búin að vera að plana afmælið sitt í marga mánuði svo ég hafði ágætan tíma til þess að skoða á Aliexpress skreytingar sem hentuðu þema afmælisins. Við skreyttum húsið hátt og lágt með köngulóm,  köngulóavefjum og fleiru!   Myndaveggurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu ! Ég hengdi upp blöðrur í boga sem ég pantaði frá Aliexpress og töluna 6 sem fæst í Tiger 🙂     Sólveig Birna bauð bekkjarsystrum sínum í afmæli og að sjálfsögðu mættu…

 • Bryndís Steinunn,  Heimilið,  Þrifráð

  Þvotturinn

  Mig langar að fjalla um eitt af skrítnu áhugamálunum mínum og ástríðu en það er ÞVOTTUR Já það kannast öll heimili við þvottinn, sérstaklega eftir að krílin koma í heiminn og það þarf virkilega að fara að leggja sig fram við að þvo. Þvottakarfan breytist í eitthvað sem er fullt af töfrum því sama hvað þú tekur uppúr henni hún er alltaf full. Bara ef þetta gerðist með veskið manns, baukinn eða bankareinkninginn. Spurning að fara að geyma peninga í þvottakörfunni og ath hvort hann fjölgar sér. Suma daga er maður orðinn sannfærður um að það búi fleiri á heimilinu en þú vissir því þetta verk virðist vera endalaust. Margir…

 • Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

  Skírn og skírnarveisla

  Þann 1.september var dóttir okkar skírð og fékk hún nafnið Selma Jóhanna. Nafnið Selma heillaði okkur alveg upp úr skónum og okkur fannst það hljóma svo vel við nafn Sólveigar. Ég sá það svo fyrir mér þegar ég væri að kalla á báðar dætur mínar Sólveig!…Selma!.. matur! Seinna nafnið Jóhanna er í höfuðið á tengdamömmu minni og föðurömmu minni sem er einnig alnafna mín já og auðvitað mér sjálfri hehe… Mér fannst því mjög viðeigandi að Selma Jóhanna myndi skírast í skírnarkjólum frá nöfnum sínum. Hún skírðist því í tveimur kjólum. Hún var í skírnarkjól sem fjöðuramma mín og alnafna gaf mér nokkrum dögum áður en hún dó. Hún sjálf…

 • Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

  Aðstoðarmaður jólasveinsins

  Þegar kemur að skógjöfum sem vinirnir þrettán lauma í skó barna í desember hefur reynst mér vel að panta þær frá AliExpress tímanlega. Það er mikið álag á póstinum eftir því sem nær dregur jólum og ég hef því yfirleitt byrjað að panta skógjafirnar í Ágúst. Ég ætla að deila með ykkur ýmsum hugmyndum frá AliExpress sem mér finnst passa vel í skógjafir. Slímhendur! Að vísu eru þær 10 saman í pakka en það má til dæmis læða einni svona hendi með í einhverja afmælispakka eða jólapakka linkur hér      ,,kreistu mig” leikfang linkur hér        litlir bangsar linkur hér        Emoji bangsar linkur hér…

 • Heimilið,  Kristbjörg Ásta

  Dagdraumar heimilisins

  Mér finnst mjög gaman að skoða vefverslanir og velta fyrir mér hvað ég geti gert fyrir heimilið til að gera það sem fallegast. Að gera heimilið eins flott og manni langar til tekur oftast tíma og þolinmæði. Hér eru nokkrir hlutir sem ég hef ímyndað mér að komi vel út á ákveðnum stöðum á heimilinu: Inn í forstofu:     Inn í stofu:   Annað     Mér finnst mjög róandi að sitja og gera plön fyrir heimilið og eiga þau það alveg til að breytast. Ég hef samt alltaf verið mjög hrifin af björtum heimilum og viljað hafa meirihlutann af heimilinu hvítt og grátt. En upp á síðkastið hef ég verið mjög heiluð að því hvernig hvíti og…

 • Heimilið,  Kristjana Rúna

  Breytingar í hjónaherberginu

  Það var tekin ákvörðun um að skipta um herbergi við strákana mína, okkar herbergi er stærra og þeim vantaði meira leikpláss. Ég var nýlega búin að “klára” að innrétta herbergið þeirra þegar þessi hugmynd kom upp (sjá færslu HÉR). Ég set klára innan gæsalappa þar sem ég er bara þannig að ég er aldrei alveg búin með neitt sem við kemur heimilinu og er reglulega að breyta og bæta, eins og ég tók fram í færslunni Breytingar í barnaherberginu. Svefnherbergi fyrir mér þurfa að vera frá þörfum hvers og eins, mögulega eru tveir ólíkir einstaklingar sem deila herbergi líkt og í okkar tilfelli, og þá er ég  mest að tala um…

 • Heimilið,  Kristjana Rúna

  Mín kaup á Aliexpress

  Heil og sæl Nú kemur bloggið sem ég lofaði ykkur á amare.is snappinu! Þar er ég alla mánudaga að tala um allt milli himins og jarðars og frá því sem ég versla af netinu. Nú langar mér að deila með ykkur það sem ég hef verslað undanfarið og er mjög ánægð með. Byrjum í barnaherberginu, ég er núna að breyta inni hjá strákunum og keypti nokkra flotta hluti,   Stafi sem ég ætla að hengja upp yfir rúmin þeirra, linkur HÉR   Augnhár sem fara mögulega yfir rúmin líka, linkur HÉR   Strákarnir hafa mjög gaman af þessum sætu náttljósum, svo eru þau bara hlaðin engin batterí, linkur HÉR   Batman þvottakarfa,…