• Barnið,  Jóhanna María

  Hárgreiðsla dagsins

  Núna í nokkrar vikur höfum við mæðgur tekið myndir af ,,hárgreiðslu dagsins”  og sett inn á snapchat, hefur það uppátæki vakið mikla lukku. Sólveig Birna hefur ekki viljað láta greiða sér almennilega fyrr en á síðasta árinu sínu í leikskóla, enda ekki nema von þar sem að krakkinn fékk nú varla hár fyrr en hún varð fjögurra ára. Hún gjarnan er með ákveðnar forsendur, það má helst ekki nota “litlu” hárin (hárin sem eru næst hnakkanum) því þau meiða svo. Nema stundum þegar gerð er föst flétta. Stundum er hún með miklar kröfur t.d. vill hún gjarnan fá snákafléttu og tígó. En oftast vill hún fá snúða, tígó, fastar fléttur,…

 • Jóhanna María,  Lífið,  Meðganga

  Engin meðganga, fæðing og sængurlega er eins

  Jæja þá er komið að þessu, ég er búin að hugsa um þetta blogg í fjóra mánuði,  hvernig sé best að koma því frá mér en ég held að það hafi ekkert upp á sig að bíða lengur. En hér ber ég saman fyrri og seinni reynslu mína af meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.   Fyrri meðgangan 2012 Á minni fyrri meðgöngu var andlega hliðin mín í molum, sjálfstraustið var ekkert, ég var stöðugt að velta því fyrir mér hvað öðrum finndist um mig og sjálfsvígshugsanir gerðu vart við sig af og til .. og já mér leið … ég held að ekkert orð komist nálægt því til að lýsa því…

 • DIY,  Heimilið,  Jóhanna María

  Jólakúlukrans

  Ég var greinilega í algjörum DIY ham árið 2015, en Facebook var að minna mig á jólakúlukransinn sem ég bjó til fyrir jólin það ár. Hann er mjög einfaldur og hrikalega fallegur þó ég segi sjálf frá.     Ég notaði vírherðatré (þið vitið þessi sem maður fær þegar maður sækir föt í fatahreinsun) sem ég tók í sundur og mótaði úr því hring. Þræddi því næst jólakúlur uppá herðatréð hverja á fætur annarri þar til herðatréð var orðið fullt og lokaði síðan herðatrénu aftur. Ég setti síðan slaufu á toppinn og VOILA tilbúinn þessi glæsilegi jólakrans. — Þar til næst 🙂  

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Bingókúlu Rice Krispies

  Ég geri oft Rice Krispies kökur þið vitið þessa ofureinföldu þar sem maður blandar saman súkkulaði, smjöri og sýrópi, en að þessu sinni langaði mig aðeins að breyta til og ákvað ég því að bæta við bingókúlum í uppskriftina gömlu sem ég fann einhvern tíman í uppskriftarbók frá mömmu.   Botn: 100 gr smjör 100 gr suðusúkkulaði 3 msk síróp 150 gr (1 poki) bingókúlur 200 gr Rice Krispies   Bingósósa 300 gr (2 pokar) bingókúlur 6-8 msk rjómi Aðferð: Bræðið smjör, suðusúkkulaði, bingókúlur og sýróp saman í potti, blandið rice krispies saman við og hrærið. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni yfir og þjappið vel niður með skeið.…

 • Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

  Halloween afmæli!

  Eldri dóttir okkar hún Sólveig Birna óskaði eftir því að halda Halloween afmæli svo við foreldrarnir urðu að sjálfsögðu við þeirri bón! Hún fagnaði 6 ára afmælinu sínu þann 15.Október s.l. Sólveig er búin að vera að plana afmælið sitt í marga mánuði svo ég hafði ágætan tíma til þess að skoða á Aliexpress skreytingar sem hentuðu þema afmælisins. Við skreyttum húsið hátt og lágt með köngulóm,  köngulóavefjum og fleiru!   Myndaveggurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu ! Ég hengdi upp blöðrur í boga sem ég pantaði frá Aliexpress og töluna 6 sem fæst í Tiger 🙂     Sólveig Birna bauð bekkjarsystrum sínum í afmæli og að sjálfsögðu mættu…

 • Ferðalög,  Jóhanna María

  Sigling um Breiðarfjörð

  Síðasta laugardag fórum við fjölskyldan ásamt samstarfsfólki mannsins míns og fjölskyldum þeirra í Siglingu um Breiðfarjörð. Það fóru allir héðan saman í rútu nema við þar sem að það er ekki gert ráð fyrir barnabílstól í rútunni. En það var bara hið besta mál! Við hlustuðum á skemmtilega tónlist á leiðinni til Stykkishólms og dilluðum okkur eins og við gátum. Þegar þangað var komið fengum við okkur smá næringu og fórum svo í bátinn Særúnu sem sigldi með okkur um Breiðarfjörð í tvo klukkutíma. Útsýnið var undursamlegt og lífríkið þar er svo fallegt! Á bátnum voru veiddir allskonar fiskar og fengum við að skoða þá og snerta. Sumir fengu sér…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Lífið

  Skírn og skírnarveisla

  Þann 1.september var dóttir okkar skírð og fékk hún nafnið Selma Jóhanna. Nafnið Selma heillaði okkur alveg upp úr skónum og okkur fannst það hljóma svo vel við nafn Sólveigar. Ég sá það svo fyrir mér þegar ég væri að kalla á báðar dætur mínar Sólveig!…Selma!.. matur! Seinna nafnið Jóhanna er í höfuðið á tengdamömmu minni og föðurömmu minni sem er einnig alnafna mín já og auðvitað mér sjálfri hehe… Mér fannst því mjög viðeigandi að Selma Jóhanna myndi skírast í skírnarkjólum frá nöfnum sínum. Hún skírðist því í tveimur kjólum. Hún var í skírnarkjól sem fjöðuramma mín og alnafna gaf mér nokkrum dögum áður en hún dó. Hún sjálf…

 • Heilsa,  Jóhanna María,  Uppskriftir

  Hollustu vaffla

  Heil og sæl! mig langar til þess að deila með ykkur uppskrift af einfaldri hollustu vöfflu! Þessi vaffla hefur slegið í gegn hjá eldri stelpunni okkar Sólveigu Birnu og er hún líka tilvalin til þess að hafa í nestisboxinu fyrir skólann. Sjálfri finnst mér gott að borða hana í hádegismat, hægt er að setja ýmiskonar álegg ofan á hana sem dæmi smjör og ost o.sfrv. En Sólveigu finnst best að borða hana eintóma. 😉   Uppskrift: 2 egg 1 banani 1 dl hafrar Smá vatn   Aðferð: Ég set eggin, bananann og hafrana í blandara og blanda því vel saman.   síðan set ég vatn út í til að þynna…

 • Barnið,  Heimilið,  Jóhanna María

  Aðstoðarmaður jólasveinsins

  Þegar kemur að skógjöfum sem vinirnir þrettán lauma í skó barna í desember hefur reynst mér vel að panta þær frá AliExpress tímanlega. Það er mikið álag á póstinum eftir því sem nær dregur jólum og ég hef því yfirleitt byrjað að panta skógjafirnar í Ágúst. Ég ætla að deila með ykkur ýmsum hugmyndum frá AliExpress sem mér finnst passa vel í skógjafir. Slímhendur! Að vísu eru þær 10 saman í pakka en það má til dæmis læða einni svona hendi með í einhverja afmælispakka eða jólapakka linkur hér      ,,kreistu mig” leikfang linkur hér        litlir bangsar linkur hér        Emoji bangsar linkur hér…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Camembert réttur

  Uppskrift: 1 paprika 1 skinkubréf 1 peli rjómi 1 camembert ostur 1/2 brauð (ég notaði 10 sneiðar af stóru Krónu brauði)     Aðferð: Ég byrja á því að skera niður paprikuna og skinkuna smátt og legg það til hliðar, oft sker ég niður paprikuna og skinkuna kvöldið áður og geymi inni í ísskáp.     Rjómanum er helt í pott og camenbert osturinn er settur út í og látinn bráðna alveg á lágum hita. Á meðan rjóminn og osturinn mallar á eldavélinni ríf ég niður brauðið í smáa bita og set það í eldfast mót. Því næst sigta ég rjómablönduna og helli henni í eldfasta mótið, því húðin sem…