• Barnið,  Jóhanna María,  Meðganga

  Fæðingarsagan mín

  Sjálfri finnst mér mjög gaman að lesa fæðingarsögur hjá öðrum svo mig langar til þess að deila minni með ykkur. Settur dagur var 29.júlí, ég var með góða fyrirvaraverki frá viku 35, sem var stundum svolítið krefjandi verandi ein heima með fimm ára skvísu í sumarfríi. Ingó maðurinn minn var búin að ákveða að fara í fæðingarorlof frá fæðingardegi barns en ákvað að taka sumarfrí þar sem að ekki bólaði á barninu á settum degi, hann náði nú bara að vera einn dag í sumarfríi því mánudaginn 31.júlí um sjö vakna ég við kröftugan samdráttarverk. Ég lá slök áfram í rúminu, þegar verkur númer 3 kom þá ákvað ég að…

 • Barnið,  Jóhanna María

  Góð ráð við brjóstagjöf

  Mig langar til þess að deila með ykkur nokkrum góðum ráðum sem hafa nýst mér vel í brjóstagjöfinni. #1 Það sem mér finnst allra mikilvægast er að nærast vel. Borða holla fæðu reglulega yfir daginn. Ef èg sleppi úr máltíð finn ég hvernig brjóstaþokan eykst og ég verð slöpp. Ég er oft mjög lystarlaus á morgnanna þá finnst mér gott að fá mér næringardrykk eða hleðslu. #2 Vatn, vatn og aftur vatn! Ég er alltaf með vatnsbrúsa inni í stofu þar sem ég gef brjóst og ég tek hann svo með mér inn í rúm þegar ég fer að sofa. Ég passa mig á því að drekka vel yfir allan…

 • Jóhanna María,  Meðganga

  Óskalisti fyrir fæðingu

  Það færist í aukana að verðandi foreldrar skrifi óskalista sem þeir afhenda þeirri ljósmóður sem er með þeim í fæðingunni. Það getur verið sniðugt fyrir par að setjast niður og gera slíkan lista í sameiningu yfir þá hluti sem það vill og af hverju. Einnig sýnir listinn þeim sem kemur til með að sjá um fæðinguna, hvað parið vill og hvað það er sem skiptir parið raunverulegu máli og því er frekar hægt að verða við óskum þeirra. Einnig ef það eru vaktaskipti á meðan fæðingu stendur þá eru allir með á nótunum varðandi óskir foreldra. Að sjálfsögðu er ekki alltaf hægt að fara eftir lista í einu og öllu…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Gumsið hennar tengdó

  Ég leyfi mér að kalla þessa uppskrift gumsið hennar tengdó vegna þess að hún kenndi mér að malla þetta saman, og nú fáið þið að njóta! þessi uppskrift er svo hættulega góð að ég bý til gumsið í hverri veislu enda mjög fljótlegt, þægilegt og fáránlega gott.   Það sem tilþarf er: 1 marengsbotn (brúnn) 1 peli rjómi 8 stk. lítil mars súkkulaði (má nota hvaða súkkulaði sem er) Slatti af berjum að eigin vali, sjálf notaði ég jarðarber, bláber og brómber.   Aðferð: Marengsinn er brotinn vel niður og settur í skál,    Rjóminn er þeyttur og honum síðan blandað saman við marengsinn.   Marsið er skorið niður í…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Brauðterta með túnfisksalati

  Ég er ein af þeim sem finnst rækjusalat ekkert spes og því geri ég alltaf brauðtertu með túnfisksalati. Ég notaði áður alltaf túnfisk í vatni en ég komst nýlega að því að það er mun betra að nota túnfisk í olíu þar sem að salatið verður ekkert þurrt. En auðvitað erum við öll með misjafnan smekk og notum það sem okkur finnst best!   Það sem til þarf: 2 Dósir túnfiskur í olíu 1 Dós (500 ml.) majónes ½  Dós sýrður rjómi 9 Harðsoðin egg Sítrónupipar Rúllutertubrauð (ég kaupi frosið í Bónus) 1 Matskeið sítrónusafi 1 Gúrka   Aðferð: Fyrsta skref er að búa til túnfisksalatið, byrjað er á því…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Eðla meistaranna!

  Það er fátt betra að mínu mati en gómsæt eðla, hvort sem það er mánudagskvöld eða föstudagskvöld. Stundum langar mér bara í eðlu! Hér kemur því ein djúsí uppskrift sem við hjónakornin gerum stundum.   2 Krukkur salsa sósa medium 1 dós sýrður rjómi ½ smurostur með baconi ofnsteikt bacon (magn fer eftir smekk) dass! Rifinn ostur   Ég byrja á því að raða baconi á ofnplötu og steikja það vel í ofninum, ég klippi síðan baconið niður í bita (munnbita) Síðan smyr ég smurostinum í botninn á eldfasta mótinu. Blanda síðan salsa sósunni, sýrða rjómanum, hálfum poka af rifnum osti og bacon bitunum saman í skál vel og vandlega.…

 • Jóhanna María,  Lífið

  Að eiga mömmu sem er ,,norn”

  Mamma mín er afskaplega ljúf og yndisleg kona. Hún er ekki norn í þeim skilningi að hún leggi einhverskonar álög á hvern sem er, hún er vissulega svolítið furðuleg en hver er það svosem ekki upp að vissu marki? Mamma mín er í dag starfandi miðill og heilari líkt og amma hennar og langa amma mín var. Mamma hefur alltaf verið svokallaður sjáandi það hef ég vitað alla mína ævi, því þegar ég var barn lék ég mér við börn, ketti og hunda sem enginn sá og í þokkabót var ég og er með mikið ofnæmi fyrir köttum og hundum en aldrei fékk ég ofnæmiseinkenni eftir að hafa leikið mér…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Meðganga

  Spítalataskan

  Nú er komin sá tímapunktur að ég er farin að huga að því hvað ég ætla að taka með mér upp á spítala þegar fæðingin hefst. Mér finnst gott að hafa yfirsýn yfir það sem ég ætla að taka með mér. Á síðustu meðgöngu skrifaði ég ekki niður hjá mér hvað það var sem ég ætlaði að taka með mér og ég sá mjög eftir því þegar ég var komin upp á deild, því það voru þó nokkrir hlutir sem ég hefði viljað hafa meðferðis en það voru sem betur fer aðallega hlutir fyrir mig sjálfa, eins hefði ég viljað hafa með mér fleiri samfellur og ælustykki því við vorum…

 • Jóhanna María,  Meðganga

  Til hvers hlakkar þú mest til að lokinni meðgöngu?

  Nú er ég á viku 33 á meðgöngunni og hversdagslegir hlutir eru orðnir erfiðari en þeir voru áður. Bumban er farin að flækjast fyrir og hamla mér í venjulegum athöfnum daglegs lífs, líkt og margar konur eflaust þekkja sem gengið hafa í gegnum meðgöngu. Við stelpurnar í júlíbumbu-hópnum á Facebook vorum að ræða það hvað við hlökkum mest til þess að gera þegar krílið er komið í heiminn og er listinn vægast sagt skemmtilegur. Ég held að flestar ófrískar konur nái að tengja við einhverja hluti á listanum. Fékk ég leyfi til þess að deila listanum með ykkur frá hópmeðlimum.   (32 vikur + 5 dagar) Að geta sofið á…

 • Jóhanna María,  Lífið

  Tímaskipulag

  Ég fúnkera best þegar ég skipulegg mig vel. Það er krefjandi að vera í vinnu, skóla og að sinna heimili og fjölskyldu. Það krefst þess að maður sé vel skipulagður til þess að allt gangi vel. Það sem að hefur virkað best fyrir mig er að skrá niður jafn óðum hvað er að gerast á hvaða tíma í google Calander í símanum. Sumt stilli ég á ,,reminder” þannig að það „pípir“ á mig t.d. korteri áður en ég á að mæta á fund. Google Calanderið mitt er því oft yfirfullt eins og sést hér í apríl mánuði.   Ég er með 5 lita flokka í google-calanderinu mínu sem skiptast einhvern…