• Katrín Ósk,  Uppskriftir

  Katrín, kryddbrauð og kjúklingasúpa

  Það fylgir mér ekki langur listi af afrekum í eldhúsinu þrátt fyrir að hafa horft á allar seríur sem Gordon Ramsey hefur gefið út (hefur ekkert með bullandi kynþokka hans að gera, ég elska bara mat sko). Ég á þó til mjög góða uppskrift af kryddbrauði upp í erminni sem börnin mín elska, sem betur fer, þar sem ég get ekki með neinu móti útbúið neitt annað fyrir þau án þess að valda slysi. 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 2,5 dl mjólk hálf tsk negull hálf tsk engifer 1 tsk kanill 2 tsk lyftiduft Það besta við þessa uppskrift er að það er engin formúla eða…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Afbrýðissemi í langtímasamböndum

  Þetta blogg er á persónulegri nótunum og alveg afgerandi skammarlegt fyrir mig. En mér þykir þetta samt ótrúlega mikilvægt umræðuefni því að ég veit að ég er ekki ein um þessa upplifun. Fyrir ekki svo löngu, og svo (því miður) aftur núna í vikunni, óx á mig þetta svokallaða „græna skrímsli“ sem kallað er afbrýðissemi. Ég skammast mín virkilega fyrir þá hegðun sem ég sýndi maka mínum á meðan þetta gerpi tók sér bólfestu í mér. Yndislega, trausta og heiðarlega maka mínum. Maðurinn minn byrjaði í námi í haust. Stórt skref í átt að stórum draumum. Ég fylltist svo miklu stolti að sjá hann takast á við þetta verkefni og…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Kaldur kalkúnn

  Ég á við vandamál að stríða. Fíkn.   Ég er háð símanum mínum og forritunum sem hann geymir, þá sérstaklega facebook og snapchat. Ég hef því ákveðið að hætta notkun þeirra „cold turkey“. Það þýðir semsagt að ég eyði þeim út einn, tveir og bingó; hætti notkun þeirra samstundis. Engin niðurtröppun. Af hverju? Af því að ég er farin að taka eftir því sjálf að ég er að missa af tíma með börnunum mínum. Ég er farin að taka af þeirra tíma með mér og fresta mikilvægum verkefnum því að ég „gleymdi mér óvart“ í símanum. Ég heyrði dóttur mína garga á mig að hætta í símanum af því að…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Leitin að sjálfri þér

  Ég er búin að vera eitthvað svo innblásturslaus til að ná að skella í blogg, svo ég ákvað að þefa bara upp aðal innblásturslúður landsins eins og er, sérstaklega á meðal okkar kvenna.                    Erna Kristín/Ernuland. Þið vitið allar hverja ég er að tala um. Erna gaf út sína fyrstu bók, Fullkomlega ófullkomin, rétt fyrir jólin. Bókin snýst um þann boðskap að elska sjálfa þig og líkama þinn í hvaða formi sem hann kemur. Í henni eru nokkrar reynslusögur hugrakkra kvenna sem stukku langt út fyrir þægindaramma sinn og sögðu frá sínum upplifunum og tilfinningum varðandi útlit sitt og líkama, og beruðu…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Að fyrirgefa sjálfum sér

  Hvert okkar ber með sér þunga bagga sem við eigum erfitt með að hrinda af okkur. Þessir baggar leggjast á okkur af mismunandi ástæðum. Ég hef burðast með einn slíkan í nokkur ár og ég virðist aldrei ætla að ná að losa mig við hann. Því baggarnir okkar hverfa ekki fyrr en við náum að horfast í augu við þá, leysa úr þeim og fyrirgefa okkur, ef við á. Það er margt sem að ég vil geta fyrirgefið mér. Litlir hlutir, eins og þegar ég var svo leiðinleg við Svenna í danstíma í 6. bekk, af því að hann náði að bjóða mér upp áður en skotið mitt náði því.…

 • Barnið,  Heimilið,  Katrín Ósk

  Dótið “mitt”

  Ég hef margsinnis upplifað sjálfa mig sem drukknandi manneskju þegar ég lít yfir heimili mitt. Þar er Allt. Of. Mikið. Af. Dóti. Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar kemur að tiltekt og þrifum. Núna nýverið hef ég verið að fylgjast með þáttunum Consumed á Netflix, þar sem að heimsklassa safnarar (hoarders) fá aðstoð fagmanneskju til að taka til í lífi sínu, því hlutirnir í kringum okkur skipta öllu máli þegar kemur að orku og orkuleysi, hvíld og hvíldarleysi, hamingju og óhamingju. Hamingjan felst nefnilega alls ekki í því að eiga það besta og mesta. Þvert á móti. Því minna dót sem við eigum, þeim mun meira pláss…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  “Bara” barnabækur

  Í ljósi „Birgittu-umræðunnar“. Sem ég hef enga þörf að ræða. Heldur athugasemd sem birtist oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þeirri umræðu. Bara Astrid Lindgren. Bara H.C. Andersen. Bara A.A. Milne. Bara Kristín Helga. Bara Ævar Þór. Bara Gunnar Helga. Bara ég. Þetta fólk skrifaði BARA barnabækur. Ég hef margoft heyrt, og meira að segja margoft verið sek um, að segja orðið „Bara“ á undan orðinu „barnabækur“. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann segja að Yrsu bækurnar séu BARA spennubækur, eða að Arnaldur Indriða skrifi BARA glæpasögur. Barnabókmenntir eru verulega vanmetnar, og barnamenning yfir höfuð. Ég held að fólk átti sig ekki á raungildi vel skrifaðra barnabóka…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Ég skammast mín

  Ísland er snobbland. Ekkert leyndarmál. Ekkert að því. Þýðir í raun bara að við erum metnaðarfull og stefnum hátt í lífinu. En það er erfitt að búa á Snobblandi þegar þú hefur ekki fetað beinu brautina frá A til Ö. Tekið hlutina í „réttri röð“. Sú röð væri sem sagt: Háskólamenntun, húskaup, barneignir. En mjög mörg okkar dembdum okkur í barneignirnar fyrst, svo að það er ekki hlaupið að því að kaupa hús og eins og í mínu tilfelli, nánast ómögulegt að velja háskólanám sem hentar, því með börn er ekki hægt að prófa eina önn í þessu og aðra í hinu. Finnst mér um mig. Ef það er ekki…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Áttu þau með sama manninum?

  Í samræðum í dag eru fastir „ísbrjótar“ við hvert tilefni. Þú kynnir kærastann þinn og færð spurninguna „Hvað hafið þið verið lengi saman?“. Þú klínir óléttubumbu framan í gamlan skólafélaga og þarft þá að svara „Hversu langt ertu komin?“ Ef þú lendir í samræðum um húsnæði þá spyrð þú eða færð spurninguna „Áttu eða ertu að leigja?“. Þetta eru eðlilegar spurningar til þess að byrja samræður, lengja þær eða sýna áhuga. Allt gott og gilt. Það er ekki endalaust hægt að túlka veðrið fyrir öllum. En suma ísbrjóta má alveg bræða úr sögunni. Til dæmis þann sem fylgir óhikað með þegar þú segir aðila að þú eigir tvö eða fleiri…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Barnabókaflóð í Norræna húsinu

  Ég reyni mitt besta til að gera sem mest með börnunum mínum, svona á meðan þau nenna mér ennþá. Við eigum auðvitað nóg af kósý dögum heima en þegar við rífum okkur úr náttfötunum og leggjum í hann þá finnst mér ofboðslega gaman að gera „öðruvísi“ hluti, en ekki sömu rútínuna hverja helgi; sund, bíó, ísbíltúr, heimsókn til ömmu og afa. Síðasta sunnudag fór ég með yngri börnin tvö og eitt auka á virkilega skemmtilega sýningu sem skipulögð er af rithöfundinum Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Barnabókaflóðið í Norræna húsinu. Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill unnandi barnabóka. Það heillar mig svo að barnabækur þurfi ekki að spila eftir ákveðnum…