• Katrín Ósk,  Óflokkað

    Að koma kvíðabarni í skólann

    Af því að það er að byrja ný vika .. Það er ekkert grín að kljást við kvíða. Við fullorðna fólkið sem drögum þennan púka eftir okkur vitum vel hversu þrúgandi og vondur hann getur verið við okkur. Við eigum daga þar sem við getum ekki hugsað okkur að svara símanum þegar hann hringir, viljum helst fela okkur undir sæng allan daginn og tilhugsunin um að þurfa að takast á við óvæntar uppákomur dagsins verður stundum yfirþyrmandi. Hversu erfitt er þetta þá fyrir börnin okkar? Þau skilja ekki hvað er að gerast innra með þeim, kunna ekki að skilgreina það fyrir okkur foreldrunum sem viljum svo innilega hjálpa þeim. Sonur…

  • Katrín Ósk

    Þriðja og síðasta kynningarbloggið í bili

    Þriðji nýji bloggarinn á amare.is mættur til leiks ! Ég veit ekki hvort ég ætti að segja ykkur hversu lengi ég var að byrja á þessum kynningarpósti. Ætti að vera auðveldasta bloggið, segja frá grunnatriðum um sjálfa mig, en grauturinn verður þykkari þegar ég þarf að hljóma áhugaverð og skemmtileg, svo þið nennið nú örugglega að fylgjast með komandi framtíð. Af hverju er svona auðvelt að draga okkur sjálfar niður, og erfitt að upphefja okkur? Sit hérna með krepptar tær með áhyggjur af því að mitt daglega líf sé svo ómerkilegt, að ég eigi ekkert erindi sem bloggari. Well, screw that. Hér er ég.   Ég heiti Katrín Ósk Jóhannsdóttir…