• Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Heimagerður frappuccino

  Ég er ein af þeim sem er ekkert allt of hrifin af kaffi en elska kaffi drykki, þessi er í miklu uppáhaldi hann er svo auðveldur að gera og ótrúlega góður. 1 bolli kaffi 1 bolli mjólk 8 stk klakar karamellusósa eftir vild Ég set öll hrá efnin saman í blandara og blanda þeim saman. helli þeim í glas og stundum set ég þeyttan rjóma ofan á og smá karamellusósu sem skraut en ekki alltaf.

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið,  Meðganga

  Baby shower undirbúningur

  Nína vinkona mín á von á dreng núna í mars svo ég og önnur vinkona hennar tókum okkur saman og plönuðum óvænta baby shower fyrir hana. Ég sá um skemmtunina hérna er það sem ég bauð upp á: Hvað er í pokanum? Ég tók nokkra hluti sem maður getur þurft að nota þegar maður er með lítið barn og setti í pappírspoka og lokaði fyrir svo áttu gestirnir að giska á hvað væri í pokanum. Það sem var í pokunum hjá mér: mexíkóhattur, barnaskór, brjóstapúði, snuð og tau bleyja Hvað er í bleyjunni? Ég bræddi mismunandi súkkulaði og setti í bleyjur svo áttu gestirnir að smakka og giska hvað væri í hverri bleyju Súkkulaðið sem ég notaði var: toblerone, milka toffee cream, mars og rolo Hvað á…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Hvítlauksbrauð/Hvítlaukspizza

  Okkur finnst mjög gott að hafa hvítlaukspizzu með þegar við pöntum okkur pizzu. Ég hef reynt nokkru sinnum að gera svona pizzur hérna heima en aldrei verið alveg sátt með útkomuna fyrr en ég gerði þessa uppskrift. Hún er ótrúlega einföld og við vorum mjög sátt með útkomuna. Það sem þarf: pizzadeig 50 gr. smjör 4 hvítlauksrif (pressuð) hvítlaukssalt oreganó 1 poki rifin ostur Ég byrja á að taka pizzadeigið og fletja það út. Síðan bræði ég smjörið og blanda hvítlauknum við.  Dreifi smjörinu yfir pizzuna og strái oreganó, hvítlaukssaltinu og síðast ostinum yfir. Baka þar til botninn er orðin stökkur og osturinn bráðinn og flottur.

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Ótrúlega auðvelt og gott pizzadeig

  Eins og margir hafa sennilega tekið eftir þá erum við alltaf með pizzu einu sinni í viku (oftast föstudögum nema eitthvað komi upp á) og grunnurinn af góðri pizzu er gott pizza deig. Ég hef prófað þó nokkrar mismunandi uppskriftir og er þessi algjörlega í uppáhald. Ég vil ekki hafa pizzurnar mínar með of þykkum botn og fannst að alltaf þegar ég gerið botninn sjálf varð hann allt of þykkur. Eftir að ég fór að nota þessa uppskrift hef ég ekki lent í því og erum við alltaf sátt með útkomuna. Það sem þarf: 5 dl. hveiti 1 msk. olía 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 dl. vatn 3 tsk. þurrger (eða einn poka) ég byrja á að setja vatnið, þurrgerið og sykurinn saman í skál Þegar gerið fer að freyða…