• Kristbjörg Ásta,  Tíska & Útlit

  Outfit vikunnar

  Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fötum og ég hef verið að fylgjast mikið með stíl og fötum hjá fólki í gegnum tíðina. Ég hef lært allskonar ráð til þess að líta út fyrir að vera með allt á hreinu án þess endilega að vera það. Í þessum lið mun ég deila með ykkur vikulega allskonar ráðum sem ég hef lært og reynst mér vel. Ég mun deila með ykkur allskonar hugmyndum af oautfitum, ráðum um hvernig er hægt að láta þægilegu fötin líta út fyrir að vera aðeins fínni, hvernig er hægt að nota sömuflíkina á marga vegu og margt fleira. Ég hef mikið verið að nota svona bola-kjól á meðgöngunni þar sem að hann er svo ótrúlega þægilegur og fer vel yfir bumbuna, ég…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið

  Jákvæðisdagbók

  Ég elska bullet journal og að horfa á hversu flottar þær verða oft hjá fólki svo ég endaði á að kaupa mér bók. Ég hins vegar  er með rosalega fullkomnunaráráttu og átti því mjög eftir með bókin mína þar sem mér fannst aldrei neitt verða eins og ég vildi. Mér fannst ég aldrei geta sett neitt inn í bókina án þess að eyða miklum tíma í það. Ég var farin að vera með aðra dagbók sem ég skrifaði niður læknistíma og allt svoleiðis í. Á endanum hætti ég alveg að nota bullet journalina mína. Svo mig langaði að gera eitthvað annað við bókina sem myndi nýtast mér betur. Einn daginn var ég að eiga slæman dag andlega og fór að hugsa hvað ég gæti gert til að koma…

 • Kristbjörg Ásta,  Vikumatseðill

  Vikumatseðill 10-16 september

  Mánudagurinn 10 september  Hakkréttur Þriðjudagurinn 11 september Pastaréttur Miðvikudagurinn 12 september Kakósúpa Fimmtudagurinn 13 september Marínerað lambakjöt, kartöflur og brúnsósa Föstudagurinn 14 september Heimagerð pizza Laugardagurinn 15 september beikonvafðar kjúklingabringur í ostasósu og franskar Sunnudagurinn 16 september Afgangar

 • Ferðalög,  Kristbjörg Ásta

  Hendur í höfn

  Í sumar fór ég í útilegu með vinkonu minni og dætrum okkar. Við komum við á Þorlákshöfn í nokkra klukkutíma. Ég hef aldrei komið í þennan bæ áður en ég ætla mér án efa að fara einhvern tímann aftur. Við fengum okkur að borða á stað sem var búið að benda okkur á að prufa þegar við vorum að spyrjast eftir barnvænumveitingastöðum þarna í nágrenninu. Staðurinn heitir Hendur í höfn, þetta er bæði kaffi hús og veitingastaður. Ég get ekki mælt meira með því að fara þangað og fá sér að borða. Um leið og við gengum inn fundum við strax fyrir mjög hlýlegum móttökum. Starfsfólkið tók strax mjög vel á móti okkur leifðu okkur að velja borð sem við vildum sitja við og…

 • Heimilið,  Kristbjörg Ásta

  Dagdraumar heimilisins

  Mér finnst mjög gaman að skoða vefverslanir og velta fyrir mér hvað ég geti gert fyrir heimilið til að gera það sem fallegast. Að gera heimilið eins flott og manni langar til tekur oftast tíma og þolinmæði. Hér eru nokkrir hlutir sem ég hef ímyndað mér að komi vel út á ákveðnum stöðum á heimilinu: Inn í forstofu:     Inn í stofu:   Annað     Mér finnst mjög róandi að sitja og gera plön fyrir heimilið og eiga þau það alveg til að breytast. Ég hef samt alltaf verið mjög hrifin af björtum heimilum og viljað hafa meirihlutann af heimilinu hvítt og grátt. En upp á síðkastið hef ég verið mjög heiluð að því hvernig hvíti og…

 • Kristbjörg Ásta,  Vikumatseðill

  Vikumatseðill 27ágúst – 02september

  Matseðilinn hjá okkur breytist frekar mikið í síðustu viku þar sem okkur var óvænt boðið í matarboð. Því er matseðilinn fyrir þessa viku mjög svipaður og í síðustu viku, þar sem við ætlum að nýta það sem til er. Mánudagurinn 27 ágúst Beikonbuff Þriðjudagurinn 28 ágúst Grjónagrautur Miðvikudagurinn 29 ágúst Pylsupasta Fimmtudagurinn 30 ágúst Hakk og spaghettí Föstudagurinn 31 ágúst Heimagerð pizza Laugardagurinn 1 september Plokkfiskur Sunnudagurinn 2 september Lasagna

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Mínar uppáhalds amerískar pönnukökur

  Ég er mjög hrifin af amerískum pönnukökum og geri þær oft ef ég er búin að eiga erfiða viku eða langar bara aðeins að dekra við sjálfan mig. Hérna er uppáhalds uppskriftin mín af amerískum pönnukökum sem eru tilvaldar í sunnudagskaffið: 230g hveiti 1/4 tsk salt 2 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 50g smjör 1 stk egg 3 dl AB mjólk (ég nota alltaf jarðarberja) 1 dl mjólk Ég byrja á að bræða smjörið Hræri eggið, smjörið, AB mjólkina og mjólkina svo saman Bæti svo öllum þurrefnunum við Leifi deiginu að standa í svona 10 mínútur Bræði smá smjör bút á meðalheitri pönnu og steiki svo pönnukökurnar   Það er mjög gott að bera pönnukökurnar fram með sírópi súkkulaði, banönum og þínum uppáhalds berjum.