• Kristbjörg Ásta,  Lífið

  Sjálfsvíg=Sjálfselsk?

  Ég eins og margir ólst upp með það hugarfar að sjálfsvíg væru sjálfselsk. Hugsunin sem ég var með til að styðja það var einföld, að manneskja skuli taka sitt eigið líf og skilja alla þá sem henni/honum þykir vænt um til að syrgja er sjálfselskt. En lífið er ekki einfalt, það er alltaf eitthvað meira bakvið tjöldin, það er þessi hlið sem ekki allir þekkja sem tekur völdin. Ég áttaði mig ekki á að þegar fólk fellur fyrir eigin hendi er það vegna veikinda. Fólk sem fremur sjálfsvíg er andlega veikt. Oft er það meira að segja búið að leita sér hjálpar en fær enga. Það er svo mikið meira í gangi heldur en þessi…

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta

  Vögguvísur

  Mér finnst dásamleg stund að sitja með krökkunum á kvöldin og syngja fyrir þau meðan þau sofna. Svo ég á hvað að skrifa lista yfir þær vögguvísur/róandi lög sem okkur finnst gott að syngja fyrir svefninn: Sofðu unga ástin mín Sofðu, unga ástin mín. Úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi´og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt sem myrkrið veit minn er hugur þungur. Oft ég svartan sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi sofðu rótt seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt að mennirnir elska, missa gráta´og sakna. Maístjarnan Ó, hve létt er þitt skóhljóð og hve lengi ég beið þín, það er vorhret…

 • Kristbjörg Ásta,  Tíska & Útlit

  Outfit hugmyndir

  Ég er alltaf mjög fljót að grípa kósí peysurnar mínar um leið og fer að kólna. Ég elska kósí peysur eins og svo margir aðrir. Ég væri til í að vera í þeim allan daginn alla daga en oft hef ég ekki farið í þær af því mig langar að vera aðeins fínni til fara. Mér fannst oft eins og ef ég væri í kósí peysum væri ég bara frekar “tuskuleg” til fara en svo fór ég að prufa mig áfram með að klæða kósí peysurnar aðeins upp og nota þær líka þegar mig langaði að vera fínni til fara með því að nota þessi einföldu ráð:   Girða Það er ótrúlegt hvað það getur gert…