• Kristjana Rúna,  Lífið

  Fer öryggi kvenna á Íslandi minnkandi?

  Það var 12 ára gömul stelpa sem bjó í litlum bæ í Svíþjóð, á þessum degi var hún mjög spennt fyrir kvöldinu, hún var á leið á skólaball með vínkonu sinni og hlakkaði mikið til. Móðir hennar hjálpaði henni að finna til föt fyrir ballið, hún hafði ávalt verið með dáldið öðruvísi fatasmekk og ekki feimin við að klæðast því sem hún vildi, ekki eins og hinar stelpurnar í bekknum sem ætluðu sér að mæta í kjólum. Hún fékk að láni svartar útvíðar gallabuxur frá systur sinni þar sem skálmarnar náðu að hylja skóna að fullu, þetta var hún mjög ánægð með, byrjaði að labba af stað og beið á…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Teinar á fullorðinsaldri

  Er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi gera þegar ég væri orðin 35 ára gömul. Ég fékk spurningu frá tannlækni mínum í Svíþjóð eftir að hann var búinn að mæla yfirbitið á framtönnunum mínum sem hljómaði svo: Langar þið í teina? Ég var 12 ára og komin inn á geljuna og ég hélt nú ekki, það hefði verið frábært ef foreldrar mínir hefðu sest niður með mér og rætt við mig um kosti þess, að auki var þetta þeim að kostnaðarlausu þar til ég næði 18 ára aldri. EN árin liðu og þegar ég var orðin tvítug þá sá ég eftir ákvörðuninni að hafa ekki drifið þetta…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Vörur fyrir hárið

  Hárið á það til að skipta mörgum miklu máli, viljum að það líti út fyrir að vera heilbrigt og fallegt, ég er engin undantekning þar. Fyrra sumar átti ég skrautlegt tímabil með hárið, ég vildi hafa það dökkt efst og alveg ljóst niður og hófst handa með hjálp hárgreiðslufólks og inn á milli þá var ég að fikta mig áfram með að aflita, það var ekki góð hugmynd að gera þetta sjálf og svo var ferlið of langt og leiðinlegt fyrir minn smekk, verandi með dökkbrúnt hár fyrir. Þetta endaði þó vel og litirnir fallegir þrátt fyrir að hafa ekki náð þeim stað sem ég vildi upprunalega, EN hárið var…

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Nautagúllas með beikoni og gufusoðið brokkolí

  Hentar fyrir keto og lágkolvetnafæði Undirrituð er byrjuð að fylgja eftir bestu getu Keto mataræðinu og á einni viku fauk af mér 3 kg! Eldmóðurinn fauk upp úr öllu sínu valdi og nú er ég enn ákveðnari að halda áfram. Ég er þó mikill matgæðingur, elska góðan mat og þá varð ég að hendast í eldhúsið og búa til uppskriftir sem eru leyfðar og þessi heppnaðist svo svakalega vel að hann kláraðist og svo er hann líka auðveldur sem er mikill kostur. Fyrir 3 Það sem þarf í réttin er 4stk hvítlauksgeirar 600gr nautagúllas 1stk meðalstór laukur 1 bréf beikon 200-250gr 8stk sveppi (eftir smekk) 1tsk Rautt curry paste 1tsk…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Lífið eftir krabbameinsmeðferð

  Ég ætla hér að ræða um mína reynslu og þá eftirmála sem mín krabbameinsmeðferð hafði í för með sér, það er komið langt síðan ég sigraðist á hvítblæði, ég var ekki nema 3 ára gömul þegar foreldrar mínir fengu þær fréttir að yngsta dóttir þeirra væri alvarlega veik, var nær dauða en lífi þegar ég var sem veikust og sagt við foreldra mína að ég mundi ekki lifa af.       Þetta byrjaði svo að ég var mikið veik með háan hita í langan tíma, fékk blóðnasir og leitaðist í skó og bókstaflega sleikti skósóla, þegar ég var svo lögð inn á barnaspítalann var ég með stækkað milta, lifur…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Flugeldasýning fyrir fanga á Litla Hrauni

  Ég fékk að fljóta með í verkefni sem hópur manna stóðu fyrir, nokkrir vinir hafa tekið sig saman núna annað árið í röð og haldið flugeldasýningu fyrir fanga á Litla hrauni. Velja þurfi tíma þar sem fangarnir geta verið við glugga og séð flugeldana. Þessi vinahópur vildu láta gott að sér leiða fyrir menn sem geta ekki verið í faðmi fjölskyldu sinnar um hátíðarnar og vildu gefa föngunum glatt kvöld fyrir nýju ári. Stjörnuljós Flugeldar styrktu alfarið fyrir þetta verkefni og hópurinn þakkar fyrir þessa veglegu gjöf. Hér er hægt að sjá brot úr ferðinni-         Ég fékk að kíkja í skottið fyrir ferðalagið og það var…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Töfrar jólanna

  Hugur minn hefur dregist að jólunum þessa dagana og hugsað, hvað er það sem situr mest eftir í minningu minni frá barnsaldri. Ég hef alltaf langað til að gefa börnunum mínum það sem þau vilja í jólagjöf, en satt að segja þá man ég minnst eftir gjöfunum sem ég fékk og mest eftir hefðirnar og hvernig foreldrar mínir höfðu mikið fyrir því að gera jólin okkar sem best. Ég hef eftir minni bestu getu reynt að halda í þessar hefðir því hvernig mér leið á þorláksmessu situr fast í mér. Ég man eftir því hvað heimilið var skínandi hreint, sápu ilmurinn var í öllum herbergjum, hreint á rúminu mínu, ég…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Rómantískar Jólamyndir í boði Netflix og Hallmark

  Það er nú dáldið skondið við það að ég er löngu byrjuð að horfa á jólamyndir, en ef jólalag byrjar að spila í útvarpinu þá er ég fljót að skipta um stöð og heimilið er ekkert skreytt á þessari stundu, það styttist nú í aðventu og þá fer allt á fullt á mínu heimili. Á netflix er komið sér dálkur fyrir jólamyndir sem heitir It´s Beginning to Look a Lot Like Netflix, þar er hægt að finna ágætar myndir til afþreyingar. Þessar myndir eru fyrir þær manneskjur sem elska ástarsögur, þægilegar og sætar myndir, sem er alveg fyrir mig líka. Það skemmir ekki fyrir að þær hjálpa til við að…

 • Barnið,  Kristjana Rúna

  Skreytingar í afmælið frá Aliexpress

  Á hverju einasta ári panta ég skreytingarnar frá Aliexpress, ég passa mig á að gera það með góðum fyrirvara svo það sé allt komið þegar afmælið á að vera, gott er að gefa þessu tvo mánuði. Næst er 4 ára afmæli Róberts og hann fær að sjálfsögðu að velja sjálfur, í ár verður það hvolpasveita afmæli en í fyrra vildi hann Batman. Það er svo sama sagan með minn eldri hann Óliver, Spiderman, Ninja og lego hefur orðið fyrir valinu og ætla ég að deila með ykkur myndum og linkum. Ég hef síðan ég byrjaði með Aliexpress bloggin mín aldrei deilt með ykkur link sem ég hef ekki prófað sjálf,…