• Kristjana Rúna,  Lífið

  Töfrar jólanna

  Hugur minn hefur dregist að jólunum þessa dagana og hugsað, hvað er það sem situr mest eftir í minningu minni frá barnsaldri. Ég hef alltaf langað til að gefa börnunum mínum það sem þau vilja í jólagjöf, en satt að segja þá man ég minnst eftir gjöfunum sem ég fékk og mest eftir hefðirnar og hvernig foreldrar mínir höfðu mikið fyrir því að gera jólin okkar sem best. Ég hef eftir minni bestu getu reynt að halda í þessar hefðir því hvernig mér leið á þorláksmessu situr fast í mér. Ég man eftir því hvað heimilið var skínandi hreint, sápu ilmurinn var í öllum herbergjum, hreint á rúminu mínu, ég…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Rómantískar Jólamyndir í boði Netflix og Hallmark

  Það er nú dáldið skondið við það að ég er löngu byrjuð að horfa á jólamyndir, en ef jólalag byrjar að spila í útvarpinu þá er ég fljót að skipta um stöð og heimilið er ekkert skreytt á þessari stundu, það styttist nú í aðventu og þá fer allt á fullt á mínu heimili. Á netflix er komið sér dálkur fyrir jólamyndir sem heitir It´s Beginning to Look a Lot Like Netflix, þar er hægt að finna ágætar myndir til afþreyingar. Þessar myndir eru fyrir þær manneskjur sem elska ástarsögur, þægilegar og sætar myndir, sem er alveg fyrir mig líka. Það skemmir ekki fyrir að þær hjálpa til við að…

 • Barnið,  Kristjana Rúna

  Skreytingar í afmælið frá Aliexpress

  Á hverju einasta ári panta ég skreytingarnar frá Aliexpress, ég passa mig á að gera það með góðum fyrirvara svo það sé allt komið þegar afmælið á að vera, gott er að gefa þessu tvo mánuði. Næst er 4 ára afmæli Róberts og hann fær að sjálfsögðu að velja sjálfur, í ár verður það hvolpasveita afmæli en í fyrra vildi hann Batman. Það er svo sama sagan með minn eldri hann Óliver, Spiderman, Ninja og lego hefur orðið fyrir valinu og ætla ég að deila með ykkur myndum og linkum. Ég hef síðan ég byrjaði með Aliexpress bloggin mín aldrei deilt með ykkur link sem ég hef ekki prófað sjálf,…

 • Heimilið,  Kristjana Rúna

  Fyrir og eftir myndir úr forstofunni

  Er einhver sem þekkir það að hanga í hugsunum sem hljómar svo: Ég er í leiguíbúð og gæti þurft að flytja hvenær sem er. Út af þessum hugsunum hafði ég ekki gert heimilið nákvæmlega eins og ég vildi hafa það, sem sagt ekki farið all inn, ég ákvað einn daginn að láta það ekki standa í vegi fyrir að gera heimilið að mínu, á meðan ég bý hér. Fyrst þá fóru hlutirnir að gerast, ég byrjaði á barnaherberginu sjá HÉR. Nú er búið að færa strákana í stærra herbergi og er það í vinnslu. Svo fór ég í mitt herbergi og skreytti það örlítið, sjá HÉR   Nú fékk forstofan smá yfirhalningu. Fyrir  …

 • Barnið,  Kristjana Rúna

  Yndislega brjóstagjöf eða hvað?

  Þegar ég gékk með mitt fyrsta barn árið 2011/2012 þá hugsaði ég ekki mikið út í brjóstagjöfina, og þar sem hún var ekki til umræðu hafði ég engar áhyggjur af henni. Ég fór á fæðingarnámskeið með barnsföður mínum og reyndi að undirbúa mig sem mest fyrir fæðinguna og vera með allt tilbúið fyrir barnið eftir 9 mánuði af tilhlökkun að verða þriggja manna fjölskylda. Það var farið yfir “allt” í mæðraskoðuninni, en það var aldrei minnst á brjóstagjöfina, ekki einu sinni, á þessum tíma var ekki talað um þetta, ég vona að það sé breytt í dag. Nú ætla ég að reyna draga upp minningarnar sem fylgja brjóstagjöf hjá mér,…

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Bjóðum veturinn velkomin með dásamlegum pottrétti

  Nú er tíminn til að draga fram þykku peysurnar, sófa teppinn, ullarsokkana, kertaljósin og hækka í ofnunum, já undursamlega kósí tímabilið er hafið í allri sinni dýrð. Ég er ekki mikil aðdáandi kuldans, en það er eitthvað svo heillandi við að sjá haustið ganga yfir og veturinn taka við, hvað er þá betra en að setjast í sófann með teppi og tendra á kertum yfir góðri mynd með heitan pottrétt. Á þessum tíma eru veikindin byrjuð og það er akkurat þá sem mig fer að langa í súpur og pottrétti Ég er búin að prófa margar uppskriftir og flestar mjög góðar, en það vantaði eitthvað upp á, svo ég setti…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Smá fróðleikur um Ed Sheeran fyrir spennta miðahafa

    Ég er ein af þeim sem er yfir mig ánægð yfir því að það sé verið að halda auka tónleika með kappanum, festi kaup á miða í gær og eyddi gærkvöldinu í að vafra youtube, rifja upp gömlu lögin, ekki frá því að spenningurinn jókst við það, en ég verð nú að sitja á mér þar sem það er enn 10 og hálfur mánuður til stefnu, finnst þetta vera smá pynting að láta mann bíða svona lengi eftir spennuna í miðakaupunum. En hver er Ed Sheeran? Ég safnaði saman smá upplýsingum um hann og ætla að deila með ykkur nokkrum myndböndum þar sem hann syngur í The Live Room…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Blákaldur sannleikur fólks í fíknivanda og aðstandendur þeirra

  Þegar manneskja missir tökin á áfengisneyslu sinni hvert leitar hún? Þegar fólk á öllum aldri er með vímuefnavanda, hvert leita þau? Þegar unglingarnir okkar hafa tekið fiktið á næsta stig og komið í óefni, hvert förum við með þau? Þegar bindindismaður/kona fellur, hvert getur það fólk leitast eftir aðstoð ef þau geta ekki stoppað sjálf? Þegar fólk ánetjast lyf sem þau nauðsynlega hafa þurft að taka, hvar er aðstoð að finna? Þegar við þurfum ráðgjöf eða greiningu á vandanum, hver getur hjálpað? Þegar fólk lendir á götunni út af neyslu sinni og vill svo stoppa, hvert á það fólk að fara?     Alkóhólismi finnst í flestum fjölskyldum Flest okkar…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Hártíska síðastliðin 100 ár

  Mér finnst virkilega skemmtilegt að skoða hversu mikið tískan hefur breyst, fatatískan, hártískan og förðun. Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur hártískuna frá 1920 til dagsins í dag, næstum hundrað ár  (98 ár til að vera alveg á slaginu) Svo margt flott og annað miður sem tók sig bólfestu á ýmsum tímabilum. Hver man ekki eftir mikið túberað hár, rauðar strípur, rockabilly og bob æðið. Ég horfi enn þá daginn í dag á Friends, Rachel (Jennifer Aniston) hafði mikil áhrif á hártískuna í gegnum þættina, algjör trend setter, sama má segja um Christina Aquilera með sínar rauðu strípur, dökkt undir og ljóst yfir. Bob klippingin kom sterk…

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  bananakaka með súkkulaði

  Strákarnir mínir eiga sína uppáhalds köku sem þeir biðja reglulega um, hún klárast á tveimur dögum og er hún bara betri daginn eftir. Minn yngsti vill hjálpa til og fær það svo sannarlega, auðveld er hún,   Bananakaka 2 dl sykur 1 tsk vanilludropar 3 egg 2dl hveiti 1 tsk lyftiduft 100 g smjör 2 bananar, stappaðir 100 g suðusúkkulaði ( hér er hægt að breyta til og nota þrist, smarties eða eitthvað annað í hana, gaman að prófa nýtt)   Þeytið sykur, vanilludropa og egg saman í hrærivél þar til blandan er orðin  létt Blandið hveiti og lyftidufti útí og setjið smjörið útí í litlum bitum og þeytið það…