• Heimilið,  Kristjana Rúna

  Breytingar í hjónaherberginu

  Það var tekin ákvörðun um að skipta um herbergi við strákana mína, okkar herbergi er stærra og þeim vantaði meira leikpláss. Ég var nýlega búin að “klára” að innrétta herbergið þeirra þegar þessi hugmynd kom upp (sjá færslu HÉR). Ég set klára innan gæsalappa þar sem ég er bara þannig að ég er aldrei alveg búin með neitt sem við kemur heimilinu og er reglulega að breyta og bæta, eins og ég tók fram í færslunni Breytingar í barnaherberginu. Svefnherbergi fyrir mér þurfa að vera frá þörfum hvers og eins, mögulega eru tveir ólíkir einstaklingar sem deila herbergi líkt og í okkar tilfelli, og þá er ég  mest að tala um…

 • Heilsa,  Kristjana Rúna

  Aukaefnaóþol

  Nú langar mig að segja ykkur frá leið minni að greiningu á aukaefnaóþoli og hvernig líkaminn minn bregst við matvælum með E-efnum. Ég hef frá ungum aldri verið mjög viðkvæm í maga, viðvarandi vandamál sem ekki fannst  ástæða fyrir. Þegar ég var 16 ára var gallblaðran tekin vegna gallsteina í blöðru og göngum og versnaði ástandið til muna eftir það, feitur, sætur og kryddaður matur er ekki mælt með fyrir fólk sem blöðruna vantar. Á þessum tíma var ástæða magavandamála hjá mér haldið að væri útaf gallblöðruleysinu og það breyttist ekki þó mörg ár voru liðin frá aðgerðinni, ég tók reglulega löng timabil þar sem mataræðið var tekið í gegn…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  6 Skemmtileg borðspil

  Á mínu heimili er mikið spilað, sérstaklega ég og unnusti minn. Þegar börnin eru farin að sofa þá finnst okkur notalegt að verja tímanum saman og oft verður spil fyrir valinu. Við eigum nokkur sem okkur finnst skemmtileg og ætla ég að deila því með ykkur hvaða spila það eru og fjalla örlítið um hvert og eitt. Það er líka vinsælt í mataboðum hjá okkur og tengdaforeldrum að það sé spilað eftir matinn.   MONOPOLY   Þetta spil þekkja flestir, ég man eftir því sem lítið barn og hef haft gaman af í öll þessi ár, nú er 6 ára sonur minn að læra það og líkar vel. Spilið snýst…

 • Ferðalög,  Kristjana Rúna

  Poznan Pólland

  Ferðir Íslendinga til Póllands hafa færst mikið í aukana. Ég var að koma heim frá Poznan og ætla að sýna ykkur hvað er í boði þar, mæla með veitingastöðum, gefa ykkur sýn á verðlagi og birta númerið hjá frábærum leigubílstjóra á svæðinu. Ég eins og margir hverjir flúði land vegna veðurs, bókaði ferðina 3 dögum fyrir brottför, algjör skyndiákvörðun þar sem að ferðalag út fyrir landsteinanna í sumar var ekki á planinu, heldur var búið að kaupa allt sem vantaði i tjaldferðalag innanlands sem við höfum ekki enn getað notað, svo þessi ferð gerði mikið fyrir okkur. Byrjum frá byrjun…… Hvaða flugfélag? Ég notaði Kiwi.com til að finna ódýrasta flugið með…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Falleg mæðra og feðra húðflúr

  Ég hef legið yfir pinterest og aðrar síður fyrir innblástur á flúri sem er tileinkað börnunum mínum, myndirnar eru margar svo ótrúlega fallegar að ég vil deila þeim með ykkur. Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli  *hægt er að stækka mynd með að ýta á hana eða zooma inn á skjánum á símanum*     Þangað til næst <3        

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Hollt og gott ofnbakað rótargrænmeti

  Það sem forðar mér frá að grípa í óhollan mat er að eiga ofnbakað grænmeti í ísskápnum þetta tekur stuttan tíma og er mjög auðvelt að gera, hollt og gott. Ég bý til mikið magn svo þetta dugar mér í nokkra daga. Hér kemur ein af mörgum útgáfum , neðar í færslunni set ég inn allt grænmetið sem ég hef prófað þetta með það sem ég nota- *2 Stóra brokkolí hausa (stilkurinn líka)         *5-8 stk gulrætur (fer eftir stærð og smekk) Avókadó olía (fæst í Costco) Papriku krydd Pipar   Aðferð Allt skorið niður , ég passa mig á að gulræturnar séu ekki of þykkar þá…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  HM breytti mér í öskrandi stuðningsmann

  Það sem ég hugsaði í dag eftir að hafa skilað vel skreyttum krökkum á leikskólan var að ég var ekki sú sem settist niður og horfði á fótboltaleik hvenær sem er, fylgdist lítið með og hreinlega forðaðist staði og umræður um fótbolta nema um EM væri að ræða og ekki hreyfði það við mér ef Liverpool eða Manchester aðdáendur í fjölskyldunni, eða hjá vinum sögðu frá sigri eða tapi hjá þeirra mönnum. Handbolti höfðar meira til mín, og gaf ég út þá ástæðu að það væri meiri hraði og spenningur sem fylgði því sporti. En hvað gerðist?   Í leik gegn Argentínu á HM, áttum við til fána sem við…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Frábærar buxur!

  Hér kemur “leyndarmálið” mitt í buxnakaupum, hef talað um það á snappinu hjá amare.is að ég hef snúið mínum kaupum alfarið þangað með mjög góðum árangri, mun meiri ánægju og veskið finnur minna fyrir þessum kaupum þar en hér heima. Ég fann ekki nákvæmlega það sem ég var að leita að í búðum og sit uppi með buxur sem ég svo vildi ekki nota og sló til að prófa þessa siðu í minni endalausri leit, nú hef ég loksins fundið það rétta! Ég vil ekkert annað en þykkar mid-rise leggingsbuxur í allskonar útfærslum, sem eru nógu þykkar til að geta notað daglega og þarf ekki að vera í síðum bolum…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Nokkrar hugmyndir fyrir sumarfríið, listinn okkar

  Nú fara sumarfríin að nálgast og er ég farin að hugsa um hvað er hægt að gera á þessum vikum með strákunum mínum 6 ára og 3 ára. Við erum þó búin að ákveða að ferðast innanlands part af fríinu með tjaldið og elta sólina, en afþreying fyrir börnin þarf að vera til staðar svo þetta endi ekki í ringulreið. Til að vera undirbúin vildi ég hafa lista þar sem hugmyndarflugið er ekki alltaf stillt á ON og vafraði ég um á netinu eftir góðum hugmyndum og vill deila með ykkur líka hvað okkur finnst skemmtilegt að gera.   Heimafyrir- Perla, á netinu er hægt að finna formúluna til að…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Afhverju ég valdi Microblade, Permanent make-up

  Ég var 14 ára þegar við vinkonurnar byrjuðum að plokka hárin, trendið þá voru mjóar brúnir, sumar rökuðu þær alveg af og teiknuðu svo á sig augabrúnir. Sumar voru svo heppnar og þær uxu vel tilbaka eftir allt þetta plokk á þeim í fjölda mörg ár, ég er ekki ein af þeim því miður. Ég var hinsvegar ekkert að spá í því fyrr en fyrir nokkrum árum Minn náttúrulegi hárlitur er ljós, augabrúnirnar líka og þurfti ég að lita þær reglulega, helst á 2 vikna fresti svo það hreinlega sæist í þær, var orðin frekar þreytt á því. Þegar Microblade/Hairstroke tattoo fór að vera vinsælt hér á landi greip það…