• Guðlaug Sif,  Lífið

  Góðir spennuþættir á Netflix

  Ég er algjör spennuþátta perri og er ég sérstaklega hrifin af Netflix! Ég er alltaf að prufa nýja þætti og ég fýla suma og aðra ekki. Ég er alveg þannig týpa ef að þættirnir verða ekki spennandi strax þá nenni ég ekki mikið að halda áfram með þá , það eru nú alltaf undantekningar á því sviði en ég er svo gríðalega óþolinmóð svo það er alls ekki oft! Ég sé oft fólk spyrjast mikið fyrir á netinu hvaða spennuþáttum maður mælir með svo ég ætla að deila nokkrum þáttum með ykkur og skrifa lítlega um þá svo ég skemmi nú ekki þættina fyrir ykkur.   Njótið!!     1.…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Síðasti andardrátturinn

  “Það er komið að þessu” Orð sem ég var búin að bíða eftir með töluverðum kvíða heyrðust í símanum. Rússibani síðustu mánuða var að ljúka.   Systir mín var 46 ára gömul þennan laugardagsmorgun þann 16. október 2010. Þetta hafði verið langt og erfitt ferðalag sem hófst einu og hálfu ári áður. Hún var nýbúin að halda uppá 45 ára afmælið sitt þar sem mikil gleði var og allir skemmtu sér konunglega í litlu íbúðinni hennar á Barónstígnum. Nokkru síðar þá kosningahelgina var planið að hún færi í barnaafmæli til sonar góðra vinahjóna sinna en hún mætti ekki og lét ekkert vita af sér sem var fremur óvenjulegt af henni. Mánudagurinn…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Smá fróðleikur um Ed Sheeran fyrir spennta miðahafa

    Ég er ein af þeim sem er yfir mig ánægð yfir því að það sé verið að halda auka tónleika með kappanum, festi kaup á miða í gær og eyddi gærkvöldinu í að vafra youtube, rifja upp gömlu lögin, ekki frá því að spenningurinn jókst við það, en ég verð nú að sitja á mér þar sem það er enn 10 og hálfur mánuður til stefnu, finnst þetta vera smá pynting að láta mann bíða svona lengi eftir spennuna í miðakaupunum. En hver er Ed Sheeran? Ég safnaði saman smá upplýsingum um hann og ætla að deila með ykkur nokkrum myndböndum þar sem hann syngur í The Live Room…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Blákaldur sannleikur fólks í fíknivanda og aðstandendur þeirra

  Þegar manneskja missir tökin á áfengisneyslu sinni hvert leitar hún? Þegar fólk á öllum aldri er með vímuefnavanda, hvert leita þau? Þegar unglingarnir okkar hafa tekið fiktið á næsta stig og komið í óefni, hvert förum við með þau? Þegar bindindismaður/kona fellur, hvert getur það fólk leitast eftir aðstoð ef þau geta ekki stoppað sjálf? Þegar fólk ánetjast lyf sem þau nauðsynlega hafa þurft að taka, hvar er aðstoð að finna? Þegar við þurfum ráðgjöf eða greiningu á vandanum, hver getur hjálpað? Þegar fólk lendir á götunni út af neyslu sinni og vill svo stoppa, hvert á það fólk að fara?     Alkóhólismi finnst í flestum fjölskyldum Flest okkar…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Þú berð ábyrgð á þínu eigin lífi

  Fyrirsögnin er mögulega pínu sérstök og þið farið kannski að hugsa um þetta á neikvæðan hátt eða finnast þetta fáránlegt ? Að maður getur alls ekki tekið ábyrgð á öllu sem gerist í lífi manns og það er alveg rétt. Það sem ég er að tala um er að ÞÚ berð ábyrgð á þínu viðhorfi í öllum aðstæðum , ÞÚ berð ábyrgð á þinni hamingju , ÞÚ berð ábyrgð á bjartsýni og jákvæði í ÞÍNU lífi. Þetta er sett í smá gróft samhengi , það er mjög létt að segja þetta en kannski aðeins erfiðara að fylgja þessu eftir , að sjá að það séum við sjálf sem stjórnum ferðinni…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið

  Jákvæðisdagbók

  Ég elska bullet journal og að horfa á hversu flottar þær verða oft hjá fólki svo ég endaði á að kaupa mér bók. Ég hins vegar  er með rosalega fullkomnunaráráttu og átti því mjög eftir með bókin mína þar sem mér fannst aldrei neitt verða eins og ég vildi. Mér fannst ég aldrei geta sett neitt inn í bókina án þess að eyða miklum tíma í það. Ég var farin að vera með aðra dagbók sem ég skrifaði niður læknistíma og allt svoleiðis í. Á endanum hætti ég alveg að nota bullet journalina mína. Svo mig langaði að gera eitthvað annað við bókina sem myndi nýtast mér betur. Einn daginn var ég að eiga slæman dag andlega og fór að hugsa hvað ég gæti gert til að koma…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Kynlífstæki

  Mér finnst ég ekki sjá mikla umræðu um kynlífstæki frá öðrum en þeim sem selja þau svo að mig langaði að henda inn smá umræðu um kynlífstæki. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir því að ræða sem við kemur svona tækjum þá mæli ég með því að hætta að lesa hér. Ég kynntist fyrsta kynlífstækinu mínu árið 2013 og það opnaði nýja og spennandi leið fyrir mig, ég upplifi samt svo mikla “skömm” þegar að það kemur að þessu en það er kannski útaf eldri kynslóðum, sjálf er ég mjög opin með allt svona og langar að tala um nokkur tæki sem ég mæli með fyrir byrjendur og fólk sem vill…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  6 Skemmtileg borðspil

  Á mínu heimili er mikið spilað, sérstaklega ég og unnusti minn. Þegar börnin eru farin að sofa þá finnst okkur notalegt að verja tímanum saman og oft verður spil fyrir valinu. Við eigum nokkur sem okkur finnst skemmtileg og ætla ég að deila því með ykkur hvaða spila það eru og fjalla örlítið um hvert og eitt. Það er líka vinsælt í mataboðum hjá okkur og tengdaforeldrum að það sé spilað eftir matinn.   MONOPOLY   Þetta spil þekkja flestir, ég man eftir því sem lítið barn og hef haft gaman af í öll þessi ár, nú er 6 ára sonur minn að læra það og líkar vel. Spilið snýst…

 • Ferðalög,  Kristbjörg Ásta,  Lífið

  Bílveiki

  Ég hef alla mína æfi verið mjög bílveik. Þegar ég var barn gat ég varla farið í smá rúnt án þess að finna fyrir ógleði. Sem betur fer hefur þetta skánað aðeins með árunum, en núna á þessari meðgöngu er ég orðin aftur jafn slæm og ég var sem krakki. Hér eru nokkur atriði sem ég passa alltaf upp á þegar ég fer í bíl til þess að forðast bílveikina: Keyra Ef ég keyri bílinn verð ég ekki bílveik, en þar sem að ég er orðin frekar slæm í bakinu treysti ég mér ekki til að keyra ef við erum að fara langa leið. Horfa útum gluggann Ég passa mig á að horfa mestmegnis útum gluggann,…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Lífið

  Barnið er fætt og hvað svo?

  Það er mikið fjallað um hlutina sem konur ganga í gegnum á meðgöngu og í fæðingunni sjálfri. En þegar því ferli er lokið hvað tekur þá við? Það eru margir hlutir sem koma þar við sögu sem ég hafði ekki hugmynd um þegar ég var ólétt í fyrsta skipti. Það eru kannski ekki allir sem átta sig almennilega á því hvað píkan gengur í gegnum þegar fæðing á sér stað, ég gerði það svo sannarlega ekki! En málið er að píkan hún bókstaflega snýst við, við það að koma barninu í heiminn og er mjög aum viðkomu í stundum nokkrar vikur á eftir. Ég gat til að mynda ekki setið…