• Kristbjörg Ásta,  Lífið,  Meðganga

  Baby shower undirbúningur

  Nína vinkona mín á von á dreng núna í mars svo ég og önnur vinkona hennar tókum okkur saman og plönuðum óvænta baby shower fyrir hana. Ég sá um skemmtunina hérna er það sem ég bauð upp á: Hvað er í pokanum? Ég tók nokkra hluti sem maður getur þurft að nota þegar maður er með lítið barn og setti í pappírspoka og lokaði fyrir svo áttu gestirnir að giska á hvað væri í pokanum. Það sem var í pokunum hjá mér: mexíkóhattur, barnaskór, brjóstapúði, snuð og tau bleyja Hvað er í bleyjunni? Ég bræddi mismunandi súkkulaði og setti í bleyjur svo áttu gestirnir að smakka og giska hvað væri í hverri bleyju Súkkulaðið sem ég notaði var: toblerone, milka toffee cream, mars og rolo Hvað á…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Siðlaust eða Viðskiptasnilld

  Mig langar að fjalla um hlut sem ég uppgötvaði bara fyrir örfáum dögum síðan. Ég og sonurinn vorum búin að koma okkur vel fyrir inní stofu, með popp og kósýheit og ætluðum að horfa á allar Hotel Transilvania myndirnar. Við byrjuðum á að setja nr. 1 í og þá kom upp vandamál. Wrong Region…… Ertu að djóka. Auðvitað keiptum við nr. 1 í USA og gamli spilarinn okkar gat spilað öll kerfi en núna var hann dáinn og nýji spilarinn er því einungis Region 2 spilari. Ég stökk strax í símann til að spyrja besta vin minn sem veit allt, Google, um hvað hægt væri að gera. Í þetta skiptið…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið

  Sjálfsvíg=Sjálfselsk?

  Ég eins og margir ólst upp með það hugarfar að sjálfsvíg væru sjálfselsk. Hugsunin sem ég var með til að styðja það var einföld, að manneskja skuli taka sitt eigið líf og skilja alla þá sem henni/honum þykir vænt um til að syrgja er sjálfselskt. En lífið er ekki einfalt, það er alltaf eitthvað meira bakvið tjöldin, það er þessi hlið sem ekki allir þekkja sem tekur völdin. Ég áttaði mig ekki á að þegar fólk fellur fyrir eigin hendi er það vegna veikinda. Fólk sem fremur sjálfsvíg er andlega veikt. Oft er það meira að segja búið að leita sér hjálpar en fær enga. Það er svo mikið meira í gangi heldur en þessi…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Álag, kvíði og hármissir

  Kæru vinir   Mig langar að segja ykkur frá svolitlu persónulegu en eins og ég skrifað hér áður hef ég verið að berjast við þunglyndi og kvíða í mörg ár og reglulega viðurkenni ég fyrir sjálfri mér að ég geti þetta ekki ein lengur. Ég kalla til fjölskylduna og vinina og segi þeim að ég er alveg búin, orðin svo þunglynd og kvíðin að það er orðið hættulegt. Ekki samt í þeim skilningi að ég sé að fara að skaða mig á einhvern hátt heldur er ég algjörlega sinnulaus, hef ekki ánægju af hlutunum, græt stanslaust og geri ekki neitt, ekki einu sinni það sem mér finnst skemmtilegt. Yfirleitt þegar ég…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Afbrýðissemi í langtímasamböndum

  Þetta blogg er á persónulegri nótunum og alveg afgerandi skammarlegt fyrir mig. En mér þykir þetta samt ótrúlega mikilvægt umræðuefni því að ég veit að ég er ekki ein um þessa upplifun. Fyrir ekki svo löngu, og svo (því miður) aftur núna í vikunni, óx á mig þetta svokallaða „græna skrímsli“ sem kallað er afbrýðissemi. Ég skammast mín virkilega fyrir þá hegðun sem ég sýndi maka mínum á meðan þetta gerpi tók sér bólfestu í mér. Yndislega, trausta og heiðarlega maka mínum. Maðurinn minn byrjaði í námi í haust. Stórt skref í átt að stórum draumum. Ég fylltist svo miklu stolti að sjá hann takast á við þetta verkefni og…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Kaldur kalkúnn

  Ég á við vandamál að stríða. Fíkn.   Ég er háð símanum mínum og forritunum sem hann geymir, þá sérstaklega facebook og snapchat. Ég hef því ákveðið að hætta notkun þeirra „cold turkey“. Það þýðir semsagt að ég eyði þeim út einn, tveir og bingó; hætti notkun þeirra samstundis. Engin niðurtröppun. Af hverju? Af því að ég er farin að taka eftir því sjálf að ég er að missa af tíma með börnunum mínum. Ég er farin að taka af þeirra tíma með mér og fresta mikilvægum verkefnum því að ég „gleymdi mér óvart“ í símanum. Ég heyrði dóttur mína garga á mig að hætta í símanum af því að…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Af hverju ekki?

  Um þetta tímabil sem er nýliðið rignir yfir mig spurningum um af hverju ég geri ekki alveg eins og allir hinir. Ég nefninlega held ekki jólin og fólki finnst ég stórfurðuleg, sem ég er og er stollt af því. Margar spurningarnar eru skemmtilegar, áhugaverðar og sumar ótrúlega skrítnar, óviðeigandi og allt uppí  að vera dónalegar. En ég reyni eftir bestu getu að svara þeim öllum eins kurteisislega og ég get.   Byrjum á af hverju ekki….. Spurningin sem fylgir oft með þessari er yfirleitt ,,Trúirðu þá ekki á Jesú” Svarið er einfaldlega Jú hann er aðal gaurinn 🙂 En vissirðu að jólin hafa ekkert með kristna trú að gera heldur…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Lífið eftir krabbameinsmeðferð

  Ég ætla hér að ræða um mína reynslu og þá eftirmála sem mín krabbameinsmeðferð hafði í för með sér, það er komið langt síðan ég sigraðist á hvítblæði, ég var ekki nema 3 ára gömul þegar foreldrar mínir fengu þær fréttir að yngsta dóttir þeirra væri alvarlega veik, var nær dauða en lífi þegar ég var sem veikust og sagt við foreldra mína að ég mundi ekki lifa af.       Þetta byrjaði svo að ég var mikið veik með háan hita í langan tíma, fékk blóðnasir og leitaðist í skó og bókstaflega sleikti skósóla, þegar ég var svo lögð inn á barnaspítalann var ég með stækkað milta, lifur…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Leitin að sjálfri þér

  Ég er búin að vera eitthvað svo innblásturslaus til að ná að skella í blogg, svo ég ákvað að þefa bara upp aðal innblásturslúður landsins eins og er, sérstaklega á meðal okkar kvenna.                    Erna Kristín/Ernuland. Þið vitið allar hverja ég er að tala um. Erna gaf út sína fyrstu bók, Fullkomlega ófullkomin, rétt fyrir jólin. Bókin snýst um þann boðskap að elska sjálfa þig og líkama þinn í hvaða formi sem hann kemur. Í henni eru nokkrar reynslusögur hugrakkra kvenna sem stukku langt út fyrir þægindaramma sinn og sögðu frá sínum upplifunum og tilfinningum varðandi útlit sitt og líkama, og beruðu…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Flugeldasýning fyrir fanga á Litla Hrauni

  Ég fékk að fljóta með í verkefni sem hópur manna stóðu fyrir, nokkrir vinir hafa tekið sig saman núna annað árið í röð og haldið flugeldasýningu fyrir fanga á Litla hrauni. Velja þurfi tíma þar sem fangarnir geta verið við glugga og séð flugeldana. Þessi vinahópur vildu láta gott að sér leiða fyrir menn sem geta ekki verið í faðmi fjölskyldu sinnar um hátíðarnar og vildu gefa föngunum glatt kvöld fyrir nýju ári. Stjörnuljós Flugeldar styrktu alfarið fyrir þetta verkefni og hópurinn þakkar fyrir þessa veglegu gjöf. Hér er hægt að sjá brot úr ferðinni-         Ég fékk að kíkja í skottið fyrir ferðalagið og það var…