• Bryndís Steinunn,  Lífið

  Yndislega sál, dásamlegur vinur

  Mig langar svo mikið til að segja ykkur frá vini mínum og hvaða áhrif það hefur haft á mig að hafa fengið hann inn í líf mitt. Í fyrsta skiptið sem ég hitti Jóa féll ég kolflöt fyrir honum. Ég varð ekki rómantískt ástfangin, ég varð ástfangin af persónunni. Ég man aldrei eftir að hafa séð hann reiðann eða í fílu, nei í hvert sinn sem að við hittumst er bros á vör og gleði í kringum hann. Þegar Jói sest niður til að tala við einhvern þá skiptir sú manneskja öllu máli. Honum tekst einhvern veginn að láta allt hverfa í kringum þig, eins og það sé bara þú…

 • Heilsa,  Katrín Ósk,  Lífið

  Ég elska þig meira en plastið í sjónum

  Þegar ég býð börnunum mínum góða nótt þá á ég það til að segja þeim hversu mikið ég elska þau með ýmsum útfærslum.“Ég elska þig meira en allar stjörnurnar í geimnum, og það er sko mikið”.“Ég elska þig meira en öll sandkorn í heiminum, og það er sko mikið”.“Ég elska þig meira en allir fiskarnir í sjónum, og það er sko mikið”.En nú er veruleikinn varðandi sjóinn og sjávarlíf að breytast á ógnvænlega miklum hraða. Það verður ekki langt þar til ég get sagt; “Ég elska þig meira en allt plastið í sjónum, og það er sko mikið”. Ég hef alltaf kennt þeim að hugsa vel um náttúruna, henda aldrei…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið,  Meðganga

  Krossgötur

  Nei, þetta blogg er ekki um hina óviðjafnanlegu Britney Spears mynd. En mér finnst ég sturlað fyndin að hafa sett þessa mynd í “banner”. Hvaða krossgötum er ég á?Að hætta, eða halda áfram, barneignum. Ég byrjaði snemma að eiga börnin mín þrjú, var ólétt af mínum elsta 17 ára gömul.Þau ár sem ég “átti” að vera að mennta mig, ferðast og mála bæinn rauðan, hafa því farið í allt annan veruleika. Dásamlegan, krefjandi veruleika.Karlpungurinn sem ég nældi mér í byrjaði hinsvegar 26 ára. Búinn að gera allan andsk**** af sér.Nú nálgast hálfgerður gálgafrestur að okkur, en líkur eru á að ég þurfi að fjarlægja lykkjuna vegna óþæginda sem hún ákvað…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Buddan mín

  Umræður um kynfæri kvenna hafa færst mikið í aukana undanfarið, finnst mér. Verið er að reyna að “normalísera” hið rétta heiti hofsins okkar. Píka.P.Í.K.A. Ef þið bara vissuð hversu átakanlegt það er fyrir mig að skrifa þetta orð.Ég er alin upp af dásamlegri konu. Mjög hógværri konu af gamla skólanum.Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann heyrt orðið Píka á heimilinu á uppvaxtarárunum. Ég vissi auðvitað af því, en aðeins í neikvæðum skilningi. “Í mína daga” (því ég er svo gömul) var orðið Píka notað sem uppnefni, annað hvort til þess að kalla stráka aumingja, eða til þess að kalla stelpur tíkur. Pjalla, pjása, klobbi, budda, einkastaður. Ég kann…

 • Kristjana Rúna,  Lífið

  Fer öryggi kvenna á Íslandi minnkandi?

  Það var 12 ára gömul stelpa sem bjó í litlum bæ í Svíþjóð, á þessum degi var hún mjög spennt fyrir kvöldinu, hún var á leið á skólaball með vínkonu sinni og hlakkaði mikið til. Móðir hennar hjálpaði henni að finna til föt fyrir ballið, hún hafði ávalt verið með dáldið öðruvísi fatasmekk og ekki feimin við að klæðast því sem hún vildi, ekki eins og hinar stelpurnar í bekknum sem ætluðu sér að mæta í kjólum. Hún fékk að láni svartar útvíðar gallabuxur frá systur sinni þar sem skálmarnar náðu að hylja skóna að fullu, þetta var hún mjög ánægð með, byrjaði að labba af stað og beið á…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Get eða Get ekki!!!

  Ég hef reynt að vera hreinskilin þegar ég skrifa um andlega heilsu mína. Lengi vel hef ég verið í mikilli lægð og ekki náð að hífa mig upp. Ég á erfitt með að gera flesta hluti og langar helst ekki að fara úr náttfötunum, hvað þá að fara út úr húsi. Sem betur fer er ég mjög samviskusöm þannig að ég geri þá hluti sem ég verð að gera eins og að koma barninu mínu í skólann, ég fer á samkomur 2 sinnum í viku og 1x í viku fer ég til 1 vinkonu minnar og aðstoða hana aðeins. En um daginn var eins og ég hefði verið slegin í…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið,  Meðganga

  Baby shower undirbúningur

  Nína vinkona mín á von á dreng núna í mars svo ég og önnur vinkona hennar tókum okkur saman og plönuðum óvænta baby shower fyrir hana. Ég sá um skemmtunina hérna er það sem ég bauð upp á: Hvað er í pokanum? Ég tók nokkra hluti sem maður getur þurft að nota þegar maður er með lítið barn og setti í pappírspoka og lokaði fyrir svo áttu gestirnir að giska á hvað væri í pokanum. Það sem var í pokunum hjá mér: mexíkóhattur, barnaskór, brjóstapúði, snuð og tau bleyja Hvað er í bleyjunni? Ég bræddi mismunandi súkkulaði og setti í bleyjur svo áttu gestirnir að smakka og giska hvað væri í hverri bleyju Súkkulaðið sem ég notaði var: toblerone, milka toffee cream, mars og rolo Hvað á…

 • Bryndís Steinunn,  Lífið

  Siðlaust eða Viðskiptasnilld

  Mig langar að fjalla um hlut sem ég uppgötvaði bara fyrir örfáum dögum síðan. Ég og sonurinn vorum búin að koma okkur vel fyrir inní stofu, með popp og kósýheit og ætluðum að horfa á allar Hotel Transilvania myndirnar. Við byrjuðum á að setja nr. 1 í og þá kom upp vandamál. Wrong Region…… Ertu að djóka. Auðvitað keiptum við nr. 1 í USA og gamli spilarinn okkar gat spilað öll kerfi en núna var hann dáinn og nýji spilarinn er því einungis Region 2 spilari. Ég stökk strax í símann til að spyrja besta vin minn sem veit allt, Google, um hvað hægt væri að gera. Í þetta skiptið…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið

  Sjálfsvíg=Sjálfselsk?

  Ég eins og margir ólst upp með það hugarfar að sjálfsvíg væru sjálfselsk. Hugsunin sem ég var með til að styðja það var einföld, að manneskja skuli taka sitt eigið líf og skilja alla þá sem henni/honum þykir vænt um til að syrgja er sjálfselskt. En lífið er ekki einfalt, það er alltaf eitthvað meira bakvið tjöldin, það er þessi hlið sem ekki allir þekkja sem tekur völdin. Ég áttaði mig ekki á að þegar fólk fellur fyrir eigin hendi er það vegna veikinda. Fólk sem fremur sjálfsvíg er andlega veikt. Oft er það meira að segja búið að leita sér hjálpar en fær enga. Það er svo mikið meira í gangi heldur en þessi…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Álag, kvíði og hármissir

  Kæru vinir   Mig langar að segja ykkur frá svolitlu persónulegu en eins og ég skrifað hér áður hef ég verið að berjast við þunglyndi og kvíða í mörg ár og reglulega viðurkenni ég fyrir sjálfri mér að ég geti þetta ekki ein lengur. Ég kalla til fjölskylduna og vinina og segi þeim að ég er alveg búin, orðin svo þunglynd og kvíðin að það er orðið hættulegt. Ekki samt í þeim skilningi að ég sé að fara að skaða mig á einhvern hátt heldur er ég algjörlega sinnulaus, hef ekki ánægju af hlutunum, græt stanslaust og geri ekki neitt, ekki einu sinni það sem mér finnst skemmtilegt. Yfirleitt þegar ég…