• Kristjana Rúna,  Lífið

  Rómantískar Jólamyndir í boði Netflix og Hallmark

  Það er nú dáldið skondið við það að ég er löngu byrjuð að horfa á jólamyndir, en ef jólalag byrjar að spila í útvarpinu þá er ég fljót að skipta um stöð og heimilið er ekkert skreytt á þessari stundu, það styttist nú í aðventu og þá fer allt á fullt á mínu heimili. Á netflix er komið sér dálkur fyrir jólamyndir sem heitir It´s Beginning to Look a Lot Like Netflix, þar er hægt að finna ágætar myndir til afþreyingar. Þessar myndir eru fyrir þær manneskjur sem elska ástarsögur, þægilegar og sætar myndir, sem er alveg fyrir mig líka. Það skemmir ekki fyrir að þær hjálpa til við að…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Íþróttaiðkun barna og unglinga

  Að stunda íþróttir eða líkamsrækt er eitthvað sem við vitum að er nauðsynlegt fyrir okkur öll. Við vitum líka að íþróttaiðkun barna og unglinga er mjög mikilvæg bæði uppá hreysti en einnig hefur það sýnt sig og sannað að börn sem stunda íþróttir eru líklegri til að lenda ekki í slæmum félagsskap og  alls konar neyslu. Þau læra aga, jafnvægi, teygjur  og í hópíþróttum læra þau samvinnu. Allt er þetta blessað og frábært og æðislegt en eitt sem ég skil ekki er af hverju má þetta ekki bara vera gaman? Mér finnst alltof mikið byggjast á því að þurfa að keppa. Æfingar eru strangar og oft á tíðum alltof erfiðar…

 • Jóhanna María,  Lífið,  Meðganga

  Engin meðganga, fæðing og sængurlega er eins

  Jæja þá er komið að þessu, ég er búin að hugsa um þetta blogg í fjóra mánuði,  hvernig sé best að koma því frá mér en ég held að það hafi ekkert upp á sig að bíða lengur. En hér ber ég saman fyrri og seinni reynslu mína af meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.   Fyrri meðgangan 2012 Á minni fyrri meðgöngu var andlega hliðin mín í molum, sjálfstraustið var ekkert, ég var stöðugt að velta því fyrir mér hvað öðrum finndist um mig og sjálfsvígshugsanir gerðu vart við sig af og til .. og já mér leið … ég held að ekkert orð komist nálægt því til að lýsa því…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Skrítnar og skemmtilegar staðreyndir

  Ég elska að skoða skrítnar og tilgangslausar staðreyndir á netinu, ég dett oft inná allskonar síður sem innihalda staðreyndir sem maður þarf í raun bara ekkert að vita á lífsleiðinni og langaði mér að deila nokkrum skemmtilega skrítnum staðreyndum með ykkur!   1. Vissir þú að á hverju ári slasa 40.000 Bandaríkjamenn sig á klósettum 2.Árið 1830 var tómatsósa seld sem lyf 3. 1% af öllum konum í heiminum geta fengið fullnæingu bara með því að örva brjóstin 4. Árið 1979 var samkynhneigð ennþá talið sem “sjúkdómur” í Svíþjóð og Svíar hringdu sig þá inn veika og sögðu að þeir voru veikir með þeim útskýringum að þeim “leið eins og…

 • Katrín Ósk,  Lífið

  Ég skammast mín

  Ísland er snobbland. Ekkert leyndarmál. Ekkert að því. Þýðir í raun bara að við erum metnaðarfull og stefnum hátt í lífinu. En það er erfitt að búa á Snobblandi þegar þú hefur ekki fetað beinu brautina frá A til Ö. Tekið hlutina í „réttri röð“. Sú röð væri sem sagt: Háskólamenntun, húskaup, barneignir. En mjög mörg okkar dembdum okkur í barneignirnar fyrst, svo að það er ekki hlaupið að því að kaupa hús og eins og í mínu tilfelli, nánast ómögulegt að velja háskólanám sem hentar, því með börn er ekki hægt að prófa eina önn í þessu og aðra í hinu. Finnst mér um mig. Ef það er ekki…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Lífið,  Meðganga

  Fóstureyðingar, mín skoðun

  Mig langar að fjalla um eitthvað sem flestir hafa ekki bara skoðun á heldur mjög sterka skoðun. Ég var ekki mjög gömul þegar ég einmitt myndaði mér mína eigin skoðun á þessu málefni en ástæðan er grein sem ég las þegar ég var 10 ára gömul. Greinin var skrifuð af konu sem var gift og þriggja barna móðir en áður en hún hafði hitt manninn sinn hafði hún orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu. Þessi kona fjallaði um hvaða áhrif fóstureyðingin hafði á hana og sú umfjöllun hafði djúp áhrif á mig. Ég ákvað frá þeirri stundu að þetta yrði eitthvað sem ég myndi aldrei gera. Ég sem betur fer…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Áttu þau með sama manninum?

  Í samræðum í dag eru fastir „ísbrjótar“ við hvert tilefni. Þú kynnir kærastann þinn og færð spurninguna „Hvað hafið þið verið lengi saman?“. Þú klínir óléttubumbu framan í gamlan skólafélaga og þarft þá að svara „Hversu langt ertu komin?“ Ef þú lendir í samræðum um húsnæði þá spyrð þú eða færð spurninguna „Áttu eða ertu að leigja?“. Þetta eru eðlilegar spurningar til þess að byrja samræður, lengja þær eða sýna áhuga. Allt gott og gilt. Það er ekki endalaust hægt að túlka veðrið fyrir öllum. En suma ísbrjóta má alveg bræða úr sögunni. Til dæmis þann sem fylgir óhikað með þegar þú segir aðila að þú eigir tvö eða fleiri…

 • Bryndís Steinunn,  Heilsa,  Lífið

  Heilög þrenning

  Hæ mig langar kinna mig fyrir ykkur Margir þekkja mig og ég kem alltaf óboðinn og óvelkominn. Ég er dimmur og drungalegur og geri allt sem ég get til að gera lífið erfitt hjá þeim sem ég ákveð að fylgja. Sumir hafa látist útaf mér, aðrir dreyma um dauðann á meðan einhverjir neita að gefast upp. En alveg sama hvað þá held ég áfram alla daga, allan tíma sólarhringsins, allt árið um kring. Ég er kallaður Þunglyndi og yfirleitt er besti vinur minn með mér, hann Kvíði. Oft kem ég í kjölfar áfalla og erfiðleika en stoppa stutt og er víst eðlilegur félagi í lífinu þegar eitthvað bjátar á og…

 • Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið

  Barnabókaflóð í Norræna húsinu

  Ég reyni mitt besta til að gera sem mest með börnunum mínum, svona á meðan þau nenna mér ennþá. Við eigum auðvitað nóg af kósý dögum heima en þegar við rífum okkur úr náttfötunum og leggjum í hann þá finnst mér ofboðslega gaman að gera „öðruvísi“ hluti, en ekki sömu rútínuna hverja helgi; sund, bíó, ísbíltúr, heimsókn til ömmu og afa. Síðasta sunnudag fór ég með yngri börnin tvö og eitt auka á virkilega skemmtilega sýningu sem skipulögð er af rithöfundinum Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Barnabókaflóðið í Norræna húsinu. Það er ekkert leyndarmál að ég er mikill unnandi barnabóka. Það heillar mig svo að barnabækur þurfi ekki að spila eftir ákveðnum…

 • Guðlaug Sif,  Lífið

  Sonur minn bjargaði lífinu mínu

  Mig langaði að skrifa færslu um minn bata , ég er búin að vera vímuefnalaus í næstum 4 ár og er ég óendanlega þakklát fyrir hvern einasta dag. Það er alls ekki sjálfgefið að komast út úr þessum ljóta heim og alltof mörg ungmenni sem tapa baráttuni við þennan djöful. Ég er ein af þeim heppnu en þetta er langt því frá að vera auðvelt og verður það líklega aldrei, þú hættir ekki að berjast við fíkilinn einn daginn , hann verður alltaf partur af manni og mun fylgja mér út lífið og er ég búin að sætta mig við það svona nokkurnvegin allavegana , þegar fíknin kallar og já…