• Barnið,  Katrín Ósk,  Lífið,  Meðganga

  Krossgötur

  Nei, þetta blogg er ekki um hina óviðjafnanlegu Britney Spears mynd. En mér finnst ég sturlað fyndin að hafa sett þessa mynd í “banner”. Hvaða krossgötum er ég á?Að hætta, eða halda áfram, barneignum. Ég byrjaði snemma að eiga börnin mín þrjú, var ólétt af mínum elsta 17 ára gömul.Þau ár sem ég “átti” að vera að mennta mig, ferðast og mála bæinn rauðan, hafa því farið í allt annan veruleika. Dásamlegan, krefjandi veruleika.Karlpungurinn sem ég nældi mér í byrjaði hinsvegar 26 ára. Búinn að gera allan andsk**** af sér.Nú nálgast hálfgerður gálgafrestur að okkur, en líkur eru á að ég þurfi að fjarlægja lykkjuna vegna óþæginda sem hún ákvað…

 • Kristbjörg Ásta,  Lífið,  Meðganga

  Baby shower undirbúningur

  Nína vinkona mín á von á dreng núna í mars svo ég og önnur vinkona hennar tókum okkur saman og plönuðum óvænta baby shower fyrir hana. Ég sá um skemmtunina hérna er það sem ég bauð upp á: Hvað er í pokanum? Ég tók nokkra hluti sem maður getur þurft að nota þegar maður er með lítið barn og setti í pappírspoka og lokaði fyrir svo áttu gestirnir að giska á hvað væri í pokanum. Það sem var í pokunum hjá mér: mexíkóhattur, barnaskór, brjóstapúði, snuð og tau bleyja Hvað er í bleyjunni? Ég bræddi mismunandi súkkulaði og setti í bleyjur svo áttu gestirnir að smakka og giska hvað væri í hverri bleyju Súkkulaðið sem ég notaði var: toblerone, milka toffee cream, mars og rolo Hvað á…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Meðganga

  Meðgangan mín

  Í dag eru 15 ár síðan ég hitti uppáhalds manneskjuna mína í heiminum, 15 ár síðan ég heyrði í honum í fyrst skipti og akkúrat við það að heyra í honum í fyrsta sinn fylltist hjarta mitt af ofurást, allur líkaminn fylltist af þessari ást sem á sér enga líkan. Ást sem gerði það að verkum að ég var tilbúin að deyja fyrir hann án þess að hika. Já í dag eru 15 ár síðan ég varð mamma. En sagan byrjar aðeins fyrr eða um 9 mánuðum á undan. Ég bjó í Kópavogi í yndislegri íbúð sem ég leigði hjá dásamlegu fólki. Lífið snérist eingöngu um mig, ég djammaði mikið, drakk…

 • Barnið,  Bryndís Steinunn,  Lífið,  Meðganga

  Fóstureyðingar, mín skoðun

  Mig langar að fjalla um eitthvað sem flestir hafa ekki bara skoðun á heldur mjög sterka skoðun. Ég var ekki mjög gömul þegar ég einmitt myndaði mér mína eigin skoðun á þessu málefni en ástæðan er grein sem ég las þegar ég var 10 ára gömul. Greinin var skrifuð af konu sem var gift og þriggja barna móðir en áður en hún hafði hitt manninn sinn hafði hún orðið ófrísk og farið í fóstureyðingu. Þessi kona fjallaði um hvaða áhrif fóstureyðingin hafði á hana og sú umfjöllun hafði djúp áhrif á mig. Ég ákvað frá þeirri stundu að þetta yrði eitthvað sem ég myndi aldrei gera. Ég sem betur fer…

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Tékklisti fyrir komandi barn

  Nú er orðið mjög stutt í að drengurinn okkar mætir í heiminn. Þegar ég áttaði mig á því hversu stutt er í hann fékk ég smá sjokk og mér fannst eins og ég væri ekki búin að gera neitt sem þarf að gera áður en hann kemur. Það getur auðvitað verið mismunandi eftir heimilum en hér eru hlutirnir sem ég skrifaði niður hjá mér. Föt raða eftir stærðum ég fór í gegnum öll fötin tók fram minnstu stærðirnar, sorteraði þær og raðaði í kommóðu  þvo fötin  þar sem að fötin eru annaðhvort ný eða búin að vera í geymslu í langan tíma passa ég að þvo allt með mildu og mjög litlu þvottaefni  strauja ég strauja öll barna fötin á meðan barnið er svona…

 • Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Kynjaveisla

  Okkur langaði að prófa einhverja skemmtilega aðferð til þess að komast að kyninu í þetta skiptið. Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en síðast þar sem við fengum bara að vita kynið í sónarnum og fórum svo heim, hringdum í vini og ættingja og létum þau vita að það væri lítil stelpa væntanleg. Núna fengum við umslag með kyninu í sónarnum fórum með það í partybúðina og fengum hana til að fylla svarta blöðru af annaðhvort bleiku eða bláu skrauti. Starfsmaðurinn í Party búðinni setti meira að segja miðann sem við fengum frá sjúkrahúsinu líka inn í blöðruna svo við gætum ekki kíkt. Við vorum búin að bjóða nokkrum heim í smá teiti…

 • Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Engar meðgöngur eru eins

  Þessi meðganga er búin að vera allt önnur upplifun en mín fyrri reynsla. Þegar ég gekk með Máney var ég rúmliggjandi fyrstu 2 mánuðina. Ég gerði ekkert annað en að æla, alveg sama hvað ég borðaði það kom allt upp aftur. Eftir það voru einkenni mjög lítil, ég var bara frekar þreytt. Síðustu vikur hafa verið allt annað, ég hef verið mjög þreytt með bakverki, tog verki og þvílíkar hormóna sveiflur. Bumban alveg blæs út og líður mér oft eins og ég sé gengin mikið lengra en ég er í raun. Ég byrjaði mjög snemma að fá bakverki og reyndi strax að bregðast við þeim, fór að ganga með meðgöngubelti, fór að sofa með snúningslak, fór að fara reglulega í sund og reyndi að…

 • Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Nýr fjölskyldumeðlimur

  Nú er loksins komin tími á að seigja frá litla leyndarmálinu okkar. Við litla fjölskyldan eigum von á nýjum fjölskyldumeðlim þann 14 nóvember. Ég er búin að eiga mjög erfitt með að tala ekki um meðgönguna bæði hér og á snapcht. Þessi meðganga er búin að vera allt öðruvísi en mín fyrri reynsla, síðustu vikur eru mestmegnis búnar að einkenast af ógleði, hormónum, verkjum og þreytu. En ógleðin er loksins farin að minka og er komin tími á að njóta, eiða tíma með Máney og undirbúa bæði hana og okkur fyrir komandi kríli. Við erum mjög sent fyrir komandi tímum og hlakkar mig mikið til að deila þessari reynslu með ykkur. ♥    

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Hin fullkomna barnlausa móðir

  Ég var mjög ákveðin hvernig móðir ég ætlaði að vera þegar ég var ólétt en ekki fór allt eins og planað var. Ég áttaði mig ekki alveg á hversu krefjandi og þreytandi þetta hlutverk er þrátt fyrir að vera dásamlegt á sama tíma. Samt sem áður reyni ég alltaf að taka þær ákvarðanir sem eru bestar fyrir barnið mitt og hentar okkur best eins og ég trúi að allar mæður reyna. Hér eru nokkur dæmi um það sem fóru ekki alveg eins og ég var búin að plana á meðgöngunni: Ég ætlaði aldrei að gefa henni sykur eða nein sætindi. Ég er ekki hrifin af því að gefa henni mikið af sætindum, en ég er á þeim stað núna að ég er sátt svo lengi sem barnið borðar.  Hinsvegar reyni ég…

 • Guðlaug Sif,  Meðganga

  Meðgangan mín

  Ástæðan fyrir því að mig langaði að skrifa aðeins um meðgönguna mína er sú að ég átti mjög erfiða meðgöngu , mér finnst lítið tala um erfiðar meðgöngur , alltaf bara sýnt spenninginn og glamúrlífið í kringum hana. Ég og barnsfaðir minn vorum búin að vera saman í 4 mánuði þegar ég komst að því að ég væri ólétt , komin u.þ.b 3-4 vikur á leið , það var mikið sjokk þar sem við bæði vorum á mjög slæmum stað í lífinu , mikil áfengisneysla ásamt fíkniefnaneyslu. Við áttum sjálf líka í slæmu sambandi okkar á milli sem snérist mikið um andlegt ofbeldi. Ég varð edrú um leið og ég…