• Barnið,  Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Tékklisti fyrir komandi barn

  Nú er orðið mjög stutt í að drengurinn okkar mætir í heiminn. Þegar ég áttaði mig á því hversu stutt er í hann fékk ég smá sjokk og mér fannst eins og ég væri ekki búin að gera neitt sem þarf að gera áður en hann kemur. Það getur auðvitað verið mismunandi eftir heimilum en hér eru hlutirnir sem ég skrifaði niður hjá mér. Föt raða eftir stærðum ég fór í gegnum öll fötin tók fram minnstu stærðirnar, sorteraði þær og raðaði í kommóðu  þvo fötin  þar sem að fötin eru annaðhvort ný eða búin að vera í geymslu í langan tíma passa ég að þvo allt með mildu og mjög litlu þvottaefni  strauja ég strauja öll barna fötin á meðan barnið er svona…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Meðganga

  Fæðingarsagan mín

  Sjálfri finnst mér mjög gaman að lesa fæðingarsögur hjá öðrum svo mig langar til þess að deila minni með ykkur. Settur dagur var 29.júlí, ég var með góða fyrirvaraverki frá viku 35, sem var stundum svolítið krefjandi verandi ein heima með fimm ára skvísu í sumarfríi. Ingó maðurinn minn var búin að ákveða að fara í fæðingarorlof frá fæðingardegi barns en ákvað að taka sumarfrí þar sem að ekki bólaði á barninu á settum degi, hann náði nú bara að vera einn dag í sumarfríi því mánudaginn 31.júlí um sjö vakna ég við kröftugan samdráttarverk. Ég lá slök áfram í rúminu, þegar verkur númer 3 kom þá ákvað ég að…

 • Jóhanna María,  Meðganga

  Óskalisti fyrir fæðingu

  Það færist í aukana að verðandi foreldrar skrifi óskalista sem þeir afhenda þeirri ljósmóður sem er með þeim í fæðingunni. Það getur verið sniðugt fyrir par að setjast niður og gera slíkan lista í sameiningu yfir þá hluti sem það vill og af hverju. Einnig sýnir listinn þeim sem kemur til með að sjá um fæðinguna, hvað parið vill og hvað það er sem skiptir parið raunverulegu máli og því er frekar hægt að verða við óskum þeirra. Einnig ef það eru vaktaskipti á meðan fæðingu stendur þá eru allir með á nótunum varðandi óskir foreldra. Að sjálfsögðu er ekki alltaf hægt að fara eftir lista í einu og öllu…

 • Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Kynjaveisla

  Okkur langaði að prófa einhverja skemmtilega aðferð til þess að komast að kyninu í þetta skiptið. Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en síðast þar sem við fengum bara að vita kynið í sónarnum og fórum svo heim, hringdum í vini og ættingja og létum þau vita að það væri lítil stelpa væntanleg. Núna fengum við umslag með kyninu í sónarnum fórum með það í partybúðina og fengum hana til að fylla svarta blöðru af annaðhvort bleiku eða bláu skrauti. Starfsmaðurinn í Party búðinni setti meira að segja miðann sem við fengum frá sjúkrahúsinu líka inn í blöðruna svo við gætum ekki kíkt. Við vorum búin að bjóða nokkrum heim í smá teiti…

 • Barnið,  Jóhanna María,  Meðganga

  Spítalataskan

  Nú er komin sá tímapunktur að ég er farin að huga að því hvað ég ætla að taka með mér upp á spítala þegar fæðingin hefst. Mér finnst gott að hafa yfirsýn yfir það sem ég ætla að taka með mér. Á síðustu meðgöngu skrifaði ég ekki niður hjá mér hvað það var sem ég ætlaði að taka með mér og ég sá mjög eftir því þegar ég var komin upp á deild, því það voru þó nokkrir hlutir sem ég hefði viljað hafa meðferðis en það voru sem betur fer aðallega hlutir fyrir mig sjálfa, eins hefði ég viljað hafa með mér fleiri samfellur og ælustykki því við vorum…

 • Jóhanna María,  Meðganga

  Til hvers hlakkar þú mest til að lokinni meðgöngu?

  Nú er ég á viku 33 á meðgöngunni og hversdagslegir hlutir eru orðnir erfiðari en þeir voru áður. Bumban er farin að flækjast fyrir og hamla mér í venjulegum athöfnum daglegs lífs, líkt og margar konur eflaust þekkja sem gengið hafa í gegnum meðgöngu. Við stelpurnar í júlíbumbu-hópnum á Facebook vorum að ræða það hvað við hlökkum mest til þess að gera þegar krílið er komið í heiminn og er listinn vægast sagt skemmtilegur. Ég held að flestar ófrískar konur nái að tengja við einhverja hluti á listanum. Fékk ég leyfi til þess að deila listanum með ykkur frá hópmeðlimum.   (32 vikur + 5 dagar) Að geta sofið á…

 • Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Engar meðgöngur eru eins

  Þessi meðganga er búin að vera allt önnur upplifun en mín fyrri reynsla. Þegar ég gekk með Máney var ég rúmliggjandi fyrstu 2 mánuðina. Ég gerði ekkert annað en að æla, alveg sama hvað ég borðaði það kom allt upp aftur. Eftir það voru einkenni mjög lítil, ég var bara frekar þreytt. Síðustu vikur hafa verið allt annað, ég hef verið mjög þreytt með bakverki, tog verki og þvílíkar hormóna sveiflur. Bumban alveg blæs út og líður mér oft eins og ég sé gengin mikið lengra en ég er í raun. Ég byrjaði mjög snemma að fá bakverki og reyndi strax að bregðast við þeim, fór að ganga með meðgöngubelti, fór að sofa með snúningslak, fór að fara reglulega í sund og reyndi að…

 • Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Nýr fjölskyldumeðlimur

  Nú er loksins komin tími á að seigja frá litla leyndarmálinu okkar. Við litla fjölskyldan eigum von á nýjum fjölskyldumeðlim þann 14 nóvember. Ég er búin að eiga mjög erfitt með að tala ekki um meðgönguna bæði hér og á snapcht. Þessi meðganga er búin að vera allt öðruvísi en mín fyrri reynsla, síðustu vikur eru mestmegnis búnar að einkenast af ógleði, hormónum, verkjum og þreytu. En ógleðin er loksins farin að minka og er komin tími á að njóta, eiða tíma með Máney og undirbúa bæði hana og okkur fyrir komandi kríli. Við erum mjög sent fyrir komandi tímum og hlakkar mig mikið til að deila þessari reynslu með ykkur. ♥    

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Hin fullkomna barnlausa móðir

  Ég var mjög ákveðin hvernig móðir ég ætlaði að vera þegar ég var ólétt en ekki fór allt eins og planað var. Ég áttaði mig ekki alveg á hversu krefjandi og þreytandi þetta hlutverk er þrátt fyrir að vera dásamlegt á sama tíma. Samt sem áður reyni ég alltaf að taka þær ákvarðanir sem eru bestar fyrir barnið mitt og hentar okkur best eins og ég trúi að allar mæður reyna. Hér eru nokkur dæmi um það sem fóru ekki alveg eins og ég var búin að plana á meðgöngunni: Ég ætlaði aldrei að gefa henni sykur eða nein sætindi. Ég er ekki hrifin af því að gefa henni mikið af sætindum, en ég er á þeim stað núna að ég er sátt svo lengi sem barnið borðar.  Hinsvegar reyni ég…

 • Guðlaug Sif,  Meðganga

  Meðgangan mín

  Ástæðan fyrir því að mig langaði að skrifa aðeins um meðgönguna mína er sú að ég átti mjög erfiða meðgöngu , mér finnst lítið tala um erfiðar meðgöngur , alltaf bara sýnt spenninginn og glamúrlífið í kringum hana. Ég og barnsfaðir minn vorum búin að vera saman í 4 mánuði þegar ég komst að því að ég væri ólétt , komin u.þ.b 3-4 vikur á leið , það var mikið sjokk þar sem við bæði vorum á mjög slæmum stað í lífinu , mikil áfengisneysla ásamt fíkniefnaneyslu. Við áttum sjálf líka í slæmu sambandi okkar á milli sem snérist mikið um andlegt ofbeldi. Ég varð edrú um leið og ég…