• Barnið,  Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Hin fullkomna barnlausa móðir

  Ég var mjög ákveðin hvernig móðir ég ætlaði að vera þegar ég var ólétt en ekki fór allt eins og planað var. Ég áttaði mig ekki alveg á hversu krefjandi og þreytandi þetta hlutverk er þrátt fyrir að vera dásamlegt á sama tíma. Samt sem áður reyni ég alltaf að taka þær ákvarðanir sem eru bestar fyrir barnið mitt og hentar okkur best eins og ég trúi að allar mæður reyna. Hér eru nokkur dæmi um það sem fóru ekki alveg eins og ég var búin að plana á meðgöngunni: Ég ætlaði aldrei að gefa henni sykur eða nein sætindi. Ég er ekki hrifin af því að gefa henni mikið af sætindum, en ég er á þeim stað núna að ég er sátt svo lengi sem barnið borðar.  Hinsvegar reyni ég…

 • Guðlaug Sif,  Meðganga

  Meðgangan mín

  Ástæðan fyrir því að mig langaði að skrifa aðeins um meðgönguna mína er sú að ég átti mjög erfiða meðgöngu , mér finnst lítið tala um erfiðar meðgöngur , alltaf bara sýnt spenninginn og glamúrlífið í kringum hana. Ég og barnsfaðir minn vorum búin að vera saman í 4 mánuði þegar ég komst að því að ég væri ólétt , komin u.þ.b 3-4 vikur á leið , það var mikið sjokk þar sem við bæði vorum á mjög slæmum stað í lífinu , mikil áfengisneysla ásamt fíkniefnaneyslu. Við áttum sjálf líka í slæmu sambandi okkar á milli sem snérist mikið um andlegt ofbeldi. Ég varð edrú um leið og ég…

 • Barnið,  Kristbjörg Ásta,  Meðganga

  Fæðingarsagan mín

  Þegar ég átti Máney bjuggum við á Þingeyri sem er lítil bær fyrir utan Ísafjörð. Hún fæddist því á sjúkrahúsinu á Ísafirði en þar er ekki boðið upp á mænudeyfingu vegna aukaverkana sem hún getur ollið. Klukkan 06:00 þann 19 júlí vaknaði ég upp við verki, þeir voru ekki miklir og endust mjög stutt svo ég fór bara aftur að sofa ég hélt áfram að vakna reglulega þangað til ég vaknaði alveg. Yfir daginn fékk ég ekki verki nema örfáum sinnum svo ég var ekkert að kippa mér upp við það og hélt deiginum bara áfram eins og ekkert væri. Um kvöldið fór að styttast á milli verkjanna svo ég…