• Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Teinar á fullorðinsaldri

  Er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi gera þegar ég væri orðin 35 ára gömul. Ég fékk spurningu frá tannlækni mínum í Svíþjóð eftir að hann var búinn að mæla yfirbitið á framtönnunum mínum sem hljómaði svo: Langar þið í teina? Ég var 12 ára og komin inn á geljuna og ég hélt nú ekki, það hefði verið frábært ef foreldrar mínir hefðu sest niður með mér og rætt við mig um kosti þess, að auki var þetta þeim að kostnaðarlausu þar til ég næði 18 ára aldri. EN árin liðu og þegar ég var orðin tvítug þá sá ég eftir ákvörðuninni að hafa ekki drifið þetta…

 • Kristjana Rúna,  Tíska & Útlit

  Vörur fyrir hárið

  Hárið á það til að skipta mörgum miklu máli, viljum að það líti út fyrir að vera heilbrigt og fallegt, ég er engin undantekning þar. Fyrra sumar átti ég skrautlegt tímabil með hárið, ég vildi hafa það dökkt efst og alveg ljóst niður og hófst handa með hjálp hárgreiðslufólks og inn á milli þá var ég að fikta mig áfram með að aflita, það var ekki góð hugmynd að gera þetta sjálf og svo var ferlið of langt og leiðinlegt fyrir minn smekk, verandi með dökkbrúnt hár fyrir. Þetta endaði þó vel og litirnir fallegir þrátt fyrir að hafa ekki náð þeim stað sem ég vildi upprunalega, EN hárið var…

 • Brúðkaup,  Fjóla,  Tíska & Útlit

  Brúðarkjólamátun

    Í hjarta mér er ég prinsessa, ég elska kjóla og allt sem glitrar og frá því að ég var krakki hafði mig dreymt um að máta brúðarkjóla eins og í bíómyndum. Þegar kom að undirbúningnum fyrir brúðkaupið var því brúðarkjólamátun eitt af því fyrsta sem sett var á lista. Ég eyddi miklum tíma í að skoða kjóla hér og þar um netið og er komin með fullar möppur af kjólamyndum á tölvuna hjá mér. Ég ákvað að fara í mátun til hennar Berglindar hjá Begga bridals.  Ég sá sko alls ekki eftir því, frá fyrstu skilaboðum sem ég sendi henni var hún ekkert nema yndisleg og hlý. Ég fékk tíma…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í Desember

  Mig langaði að byrja á því að segja gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! 2018 var áhrifaríkt og skemmtilegt ár og ég vona að 2019 verði ennþá betra, ég trúi ekki öðru. Mig langaði að gera svolítið öðruvísi make-up færslu fyrir þennan mánuðinn, eins og ég sýndi frá á snapchat síðasta sunnudag frá förðun sem ég gerði. Ég sýndi frá vörunum sem ég notaði í lookið og langaði að skrifa um það líka hvaða vörur ég notaði.   Ég notaði mínar uppáhalds vörur í lookið , ég tók reyndar ekki myndir step by step, heldur bara loka útkomuna og þessvegna langaði mig að setja inn allar vörurnar sem…

 • Bryndís Steinunn,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörurnar í nóvember

  Jæja núna er það ég sem fæ að setja inn mínar uppáhalds vörur en við Gullý Sif ákváðum að skiptast á blogginu þannig að ég verð aftur í janúar. En ég ætla að byrja á uppáhalds dagkreminu mínu en ég er ástfangin af Bioeffect vörunum. Það sakar ekki að eiga systur sem vinnur hjá fyrirtækinu en það var hún sem kynnti mig fyrir þessum vörum og eftir það hef ég verið húkt á þeim. Dagkremið reyni ég að nota daglega en hey ég er með ADHD á hæðsta stigi og gleymi flestu á mettíma.  Það er létt, paraben frítt og cruelty frítt. Það fer auðveldlega inn í húðina og sléttir…

 • Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 3. hluti

  Þá er komið að lokafærslunni í þessari netvserslunar-seríu, í tæka tíð fyrir Black Friday/cyber monday brjálæðið sem er í gangi þessa helgina. Í þessari færslu ætla ég að taka fyrir verslanir hér á Íslandi. Það er aragrúi af netverslunum hér á landi, sem mér finnst alveg frábært. Mér finnst mjög þægilegt að skoða á netinu áður en ég fer í verslunina, þá hef ég nokkurnveginn hugmynd um hvað ég er að fara að gera eða er jafnvel búin að kaupa hlutinn og sæki í verslunina. Ég nota þó stundum heimsendingarþjónustu en ef maður spáir í það er það oft óþarfa bras þó maður tali ekki um umhverfisáhrifin. Ég hef prófað…

 • Barnið,  Fjóla,  Heimilið,  Tíska & Útlit

  Netverslanir – 2. hluti

  Ég ætla að halda áfram með umfjöllun um netverslanir, en í seinustu viku sagði ég ykkur frá því hvernig ég versla frá Bandaríkjunum. Getið lesið það hér. Þessa vikuna ætla ég að fjalla um netverslanir í Evrópu. Ég nýti Evrópuverslanirnar aðallega til að versla barnaföt, ég hef brennt mig svolítið þegar ég panta föt á sjálfa mig og finnst langþægilegast að versla þau hér heima og máta. Í vor keypti ég til dæmis mjög fallegan kjól af Asos sem ég ætlaði að nota á árshátíð og í brúðkaup. Kjóllinn kom, rándýr, en hann leit allt öðruvísi út á mér en á fyrirsætunni. Fyrir það fyrsta náði hann ekki niður fyrir…

 • Guðlaug Sif,  Tíska & Útlit

  Uppáhalds snyrtivörur í Október

  Það er langt síðan ég talaði um mínar mest notuðu húðvörur. Þar sem veturinn er gengin í garð og oft á þessum tíma verður maður þurr í húðinni , þannig ég ætla að nýta þennan mánuðinn í að tala um mínar uppáhalds og mest notuðu húðvörur.   1. Soothing aloe cleanser     Þetta er einn af mínum uppáhalds hreinsum bæði til þess að hreinsa húðina og farða. Húðin verður bara svo ótrúlega mjúk og eins og nafnið gefur til kynna að þá inniheldur þessi hreinsir Aloe vera, og er bæði fyrir eðlilega og þurra húð, fær 100% mín meðmæli.         2. Garnier micellar water oil  …

 • Bryndís Steinunn,  Tíska & Útlit

  Masterclass 2018 Jordan Liberty

  Já það er komið að því…. Helgin er runnin upp og ég er tilbúin til að læra enn betur að möndla með burstana mína og læra hvernig hægt er að beita þeim á glænýjann hátt. Ætli ég verði ekki að hlaupa samt hratt yfir byrjunina á þessu áhugamáli mínu sem gerði það að verkum að ég fór á námskeiðið sem ég er að fara að fjalla um….. AAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGG ÉG ER SVO SPENNT AÐ ÉG ER AÐ SPRINGA MEÐ ÁVAXTABRAGÐI!!!! O.K. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið stelpa í húð og hár. Elskaði kjóla og grenjaði heil ósköp þegar mamma tróð mér í buxur því ÉG ER…