• Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Bjóðum veturinn velkomin með dásamlegum pottrétti

  Nú er tíminn til að draga fram þykku peysurnar, sófa teppinn, ullarsokkana, kertaljósin og hækka í ofnunum, já undursamlega kósí tímabilið er hafið í allri sinni dýrð. Ég er ekki mikil aðdáandi kuldans, en það er eitthvað svo heillandi við að sjá haustið ganga yfir og veturinn taka við, hvað er þá betra en að setjast í sófann með teppi og tendra á kertum yfir góðri mynd með heitan pottrétt. Á þessum tíma eru veikindin byrjuð og það er akkurat þá sem mig fer að langa í súpur og pottrétti Ég er búin að prófa margar uppskriftir og flestar mjög góðar, en það vantaði eitthvað upp á, svo ég setti…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Beikonbuff

  Ég er oft með beikon buff í matinn þar sem það er svo rosalega auðvelt að elda það og það er líka svo gott á bragðið. Innihaldsefni: 1 kg. Grísahakk (notaði fyrst alltaf nauta en svo smökkuðum við grísa og fannst það betra) 1 pakki. Beikon Ritzkex 1 egg season all Ég geri alltaf extra mikið fyrir okkur þar sem það er svo gott að eiga afganga til að hafa í hádegismat daginn eftir. Ég sker beikonið niður í búta myl ritzkexið og blanda síðan öllu saman í skál. Síðan móta ég litlar bollur og steiki þær á pönnunni (líka hægt að setja í ofninn en okkur finnst betra að steikja þær). Auðveldara gæti þetta ekki verið. Ég ber þetta alltaf fram með brúnni sósu og kartöflum.

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  bananakaka með súkkulaði

  Strákarnir mínir eiga sína uppáhalds köku sem þeir biðja reglulega um, hún klárast á tveimur dögum og er hún bara betri daginn eftir. Minn yngsti vill hjálpa til og fær það svo sannarlega, auðveld er hún,   Bananakaka 2 dl sykur 1 tsk vanilludropar 3 egg 2dl hveiti 1 tsk lyftiduft 100 g smjör 2 bananar, stappaðir 100 g suðusúkkulaði ( hér er hægt að breyta til og nota þrist, smarties eða eitthvað annað í hana, gaman að prófa nýtt)   Þeytið sykur, vanilludropa og egg saman í hrærivél þar til blandan er orðin  létt Blandið hveiti og lyftidufti útí og setjið smjörið útí í litlum bitum og þeytið það…

 • Heilsa,  Jóhanna María,  Uppskriftir

  Hollustu vaffla

  Heil og sæl! mig langar til þess að deila með ykkur uppskrift af einfaldri hollustu vöfflu! Þessi vaffla hefur slegið í gegn hjá eldri stelpunni okkar Sólveigu Birnu og er hún líka tilvalin til þess að hafa í nestisboxinu fyrir skólann. Sjálfri finnst mér gott að borða hana í hádegismat, hægt er að setja ýmiskonar álegg ofan á hana sem dæmi smjör og ost o.sfrv. En Sólveigu finnst best að borða hana eintóma. 😉   Uppskrift: 2 egg 1 banani 1 dl hafrar Smá vatn   Aðferð: Ég set eggin, bananann og hafrana í blandara og blanda því vel saman.   síðan set ég vatn út í til að þynna…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Camembert réttur

  Uppskrift: 1 paprika 1 skinkubréf 1 peli rjómi 1 camembert ostur 1/2 brauð (ég notaði 10 sneiðar af stóru Krónu brauði)     Aðferð: Ég byrja á því að skera niður paprikuna og skinkuna smátt og legg það til hliðar, oft sker ég niður paprikuna og skinkuna kvöldið áður og geymi inni í ísskáp.     Rjómanum er helt í pott og camenbert osturinn er settur út í og látinn bráðna alveg á lágum hita. Á meðan rjóminn og osturinn mallar á eldavélinni ríf ég niður brauðið í smáa bita og set það í eldfast mót. Því næst sigta ég rjómablönduna og helli henni í eldfasta mótið, því húðin sem…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Mínar uppáhalds amerískar pönnukökur

  Ég er mjög hrifin af amerískum pönnukökum og geri þær oft ef ég er búin að eiga erfiða viku eða langar bara aðeins að dekra við sjálfan mig. Hérna er uppáhalds uppskriftin mín af amerískum pönnukökum sem eru tilvaldar í sunnudagskaffið: 230g hveiti 1/4 tsk salt 2 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 50g smjör 1 stk egg 3 dl AB mjólk (ég nota alltaf jarðarberja) 1 dl mjólk Ég byrja á að bræða smjörið Hræri eggið, smjörið, AB mjólkina og mjólkina svo saman Bæti svo öllum þurrefnunum við Leifi deiginu að standa í svona 10 mínútur Bræði smá smjör bút á meðalheitri pönnu og steiki svo pönnukökurnar   Það er mjög gott að bera pönnukökurnar fram með sírópi súkkulaði, banönum og þínum uppáhalds berjum.

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Heimatilbúin ís fyrir börnin

  Jæja! Ekki seinna en vænna að koma með smá hugmyndir af heimatilbúnum ís. Þar sem að sonur minn ELSKAR ís og gæti borðað ís í öll mál fór ég að hugsa að það væri líklega ódýrara og sniðugt að gera ís hérna heima. Ég byrjaði á því að fara í Ikea til þess að kaupa fjölnota frostpinnabox, ég keypti líka í Tiger svo ég á 2 sett af þeim og hentar það mjög vel. Ég ætla að koma með nokkrar auðveldar hugmyndir af heimagerðum ís/frostpinnum Djús Já, svona einfalt! uppáhalds djús frostpinninn hans Ólivers er Tropical djúsinn sem fæst í Costco eða Tropical djúsinn úr Bónus. Ég helli honum bara…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Gumsið hennar tengdó

  Ég leyfi mér að kalla þessa uppskrift gumsið hennar tengdó vegna þess að hún kenndi mér að malla þetta saman, og nú fáið þið að njóta! þessi uppskrift er svo hættulega góð að ég bý til gumsið í hverri veislu enda mjög fljótlegt, þægilegt og fáránlega gott.   Það sem tilþarf er: 1 marengsbotn (brúnn) 1 peli rjómi 8 stk. lítil mars súkkulaði (má nota hvaða súkkulaði sem er) Slatti af berjum að eigin vali, sjálf notaði ég jarðarber, bláber og brómber.   Aðferð: Marengsinn er brotinn vel niður og settur í skál,    Rjóminn er þeyttur og honum síðan blandað saman við marengsinn.   Marsið er skorið niður í…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Brauðterta með túnfisksalati

  Ég er ein af þeim sem finnst rækjusalat ekkert spes og því geri ég alltaf brauðtertu með túnfisksalati. Ég notaði áður alltaf túnfisk í vatni en ég komst nýlega að því að það er mun betra að nota túnfisk í olíu þar sem að salatið verður ekkert þurrt. En auðvitað erum við öll með misjafnan smekk og notum það sem okkur finnst best!   Það sem til þarf: 2 Dósir túnfiskur í olíu 1 Dós (500 ml.) majónes ½  Dós sýrður rjómi 9 Harðsoðin egg Sítrónupipar Rúllutertubrauð (ég kaupi frosið í Bónus) 1 Matskeið sítrónusafi 1 Gúrka   Aðferð: Fyrsta skref er að búa til túnfisksalatið, byrjað er á því…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Eðla meistaranna!

  Það er fátt betra að mínu mati en gómsæt eðla, hvort sem það er mánudagskvöld eða föstudagskvöld. Stundum langar mér bara í eðlu! Hér kemur því ein djúsí uppskrift sem við hjónakornin gerum stundum.   2 Krukkur salsa sósa medium 1 dós sýrður rjómi ½ smurostur með baconi ofnsteikt bacon (magn fer eftir smekk) dass! Rifinn ostur   Ég byrja á því að raða baconi á ofnplötu og steikja það vel í ofninum, ég klippi síðan baconið niður í bita (munnbita) Síðan smyr ég smurostinum í botninn á eldfasta mótinu. Blanda síðan salsa sósunni, sýrða rjómanum, hálfum poka af rifnum osti og bacon bitunum saman í skál vel og vandlega.…