• Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Hvítlauksbrauð/Hvítlaukspizza

  Okkur finnst mjög gott að hafa hvítlaukspizzu með þegar við pöntum okkur pizzu. Ég hef reynt nokkru sinnum að gera svona pizzur hérna heima en aldrei verið alveg sátt með útkomuna fyrr en ég gerði þessa uppskrift. Hún er ótrúlega einföld og við vorum mjög sátt með útkomuna. Það sem þarf: pizzadeig 50 gr. smjör 4 hvítlauksrif (pressuð) hvítlaukssalt oreganó 1 poki rifin ostur Ég byrja á að taka pizzadeigið og fletja það út. Síðan bræði ég smjörið og blanda hvítlauknum við.  Dreifi smjörinu yfir pizzuna og strái oreganó, hvítlaukssaltinu og síðast ostinum yfir. Baka þar til botninn er orðin stökkur og osturinn bráðinn og flottur.

 • Bryndís Steinunn,  Uppskriftir

  Unaðslegt Enchiladas

  Þessi vika hefur verið með aðeins öðruvísi sniði en venjulega en við stelpurnar ákváðum að hafa uppskriftaviku…. Ég veit ekki með ykkur en ég elska allt sem viðkemur mat. Að hugsa um mat, að elda mat, að kaupa mat, að borða mat, að dreyma um mat…. Já matur er fíknin mín. Mér finnst að vísu ekki jafn gaman að ganga frá eftir eldamenskuna og átið og enn leiðinlegra fynnst mér að þurfa að borga fyrir matinn. Fyrir mér eru matreiðslubækur, allar þessar uppskriftasíður á netinu og blöð og bæklingar um matargerð eins og klám. Ég er gellan sem slefa yfir myndum af léttsteiktu nautakjöti, seiðandi ávaxtabakkanum og suðrænni sangríunni og…

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Nautagúllas með beikoni og gufusoðið brokkolí

  Hentar fyrir keto og lágkolvetnafæði Undirrituð er byrjuð að fylgja eftir bestu getu Keto mataræðinu og á einni viku fauk af mér 3 kg! Eldmóðurinn fauk upp úr öllu sínu valdi og nú er ég enn ákveðnari að halda áfram. Ég er þó mikill matgæðingur, elska góðan mat og þá varð ég að hendast í eldhúsið og búa til uppskriftir sem eru leyfðar og þessi heppnaðist svo svakalega vel að hann kláraðist og svo er hann líka auðveldur sem er mikill kostur. Fyrir 3 Það sem þarf í réttin er 4stk hvítlauksgeirar 600gr nautagúllas 1stk meðalstór laukur 1 bréf beikon 200-250gr 8stk sveppi (eftir smekk) 1tsk Rautt curry paste 1tsk…

 • Fjóla,  Uppskriftir

  Bananahafraklattar

  Við fjölskyldan erum búin að liggja í 2 vikur í veikindum, báðir krakkarnir og svo ég. Þegar krakkarnir voru lasnir var ég endalaust að reyna að finna upp á einhverju nýju fyrir þau, ég var búin að baka gamla góða bananabrauðið en krakkarnir voru greinilega komin með leið á því svo ég ákvað að reyna að finna nýja leið til að nýta gömlu bananana. Við erum mikið fyrir hafraklatta svo ég ákvað að prófa að blanda bönunum út í, það heppnaðist alveg dásamlega og krakkarnir eru enn að kjamsa á þessum frábæru kökum. Mig langaði að deila uppskriftinni með ykkur. 170gr. mjúkt smjör1/2 bolli sykur1 bolli púðursykur1 egg1 tsk vanilludropar2…

 • Katrín Ósk,  Uppskriftir

  Katrín, kryddbrauð og kjúklingasúpa

  Það fylgir mér ekki langur listi af afrekum í eldhúsinu þrátt fyrir að hafa horft á allar seríur sem Gordon Ramsey hefur gefið út (hefur ekkert með bullandi kynþokka hans að gera, ég elska bara mat sko). Ég á þó til mjög góða uppskrift af kryddbrauði upp í erminni sem börnin mín elska, sem betur fer, þar sem ég get ekki með neinu móti útbúið neitt annað fyrir þau án þess að valda slysi. 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 2,5 dl mjólk hálf tsk negull hálf tsk engifer 1 tsk kanill 2 tsk lyftiduft Það besta við þessa uppskrift er að það er engin formúla eða…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Ótrúlega auðvelt og gott pizzadeig

  Eins og margir hafa sennilega tekið eftir þá erum við alltaf með pizzu einu sinni í viku (oftast föstudögum nema eitthvað komi upp á) og grunnurinn af góðri pizzu er gott pizza deig. Ég hef prófað þó nokkrar mismunandi uppskriftir og er þessi algjörlega í uppáhald. Ég vil ekki hafa pizzurnar mínar með of þykkum botn og fannst að alltaf þegar ég gerið botninn sjálf varð hann allt of þykkur. Eftir að ég fór að nota þessa uppskrift hef ég ekki lent í því og erum við alltaf sátt með útkomuna. Það sem þarf: 5 dl. hveiti 1 msk. olía 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 dl. vatn 3 tsk. þurrger (eða einn poka) ég byrja á að setja vatnið, þurrgerið og sykurinn saman í skál Þegar gerið fer að freyða…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Karrý fiskréttur

  Ég ákvað að skrifa um minn uppáhalds fiskirétt þar sem ég er sjálf ekki mikið fyrir fisk finnst mér þessi tilvalinn fyrir manneskjur eins og mig! Uppskrift fyrir 2-3 Það sem þú þarft: 1-2 fiskiflök(fer eftir stærð)1 poki hrísgrjón 1-2 dl ab-mjólk5 msk mayoness1 tsk sítrónusafi2-3 tsk karrý 4 msk rifin ostursalt og pipar Aðferð: Þú byrjar á því sjóða hrísgrjón og kveikir á ofninum og stillir á 170° Á meðan hrísgrjónin eru að eldast þá er um að gera að búa til sósunaByrjar á því að setja ab-mjólk, mayoness, sítrónusafa, karrý og rifin ost og hrærir því vel saman. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin þá seturu þauí eldfast mót og…

 • Fjóla,  Heimilið,  Uppskriftir

  Rauðar Flauelskrumpur

  Ég er svolítill aðdáandi red velvet kökunnar, mér finnst líka eitthvað óendanlega jólalegt við hvítt og rautt saman. Ég henti í þessar rauðu flauels krumpukökur um daginn, þær hafa verið mjög vinsælar á heimilinu, skemmir líka alls ekki fyrir hvað þær eru jólalegar og fallegar. Mig langaði að deila með ykkur uppskriftinni af þeim.   Rauðar flauelskrumpur 3 bollar hveiti ¼ bolli bökunarkakó 2 teskeiðar lyftiduft ¼ tsk matarsódi 170 gr mjúkt smjör 1 og 1/3 bolli sykur 3 stór egg 2 msk mjólk 1 og ½ vanilludropar Rauður gel matarlitur 150 gr. Hvítir súkkulaðidropar 1 bolli flórsykur 1 msk gull bökunarduft ef bakarinn er í sparistuði   Blandið saman…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Uppskrift: Hvítlauksostabuff og kartöflugratín

  Ég prufaði þessar uppskriftir saman í kvöldmatnum um daginn og þetta passaði svo ótrúlega vel saman, allt heimagert og ég varð bara að deila þessu með ykkur, þetta er svo ótrúlega gott! Þar sem ég og Óliver erum bara tvö á heimili eru þetta heldur litlir skammtar en þið getið auðveldlega stækkað skammtana. Ég elska auðveldar og góðar uppskriftir og þessar eru svo ótrúlega góðar og einfaldar!       Hvítlauksostabuff Það sem þú þarft: 350 gr af hakki 2 egg 1/2 hvítlauksost 2 matskeiðar af fetaosti Salt og pipar Ég hef stundum notað ritz kex sem er ótrúlega gott líka!   Aðferð: Þú byrjar á því að setja hakkið í…

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Bjóðum veturinn velkomin með dásamlegum pottrétti

  Nú er tíminn til að draga fram þykku peysurnar, sófa teppinn, ullarsokkana, kertaljósin og hækka í ofnunum, já undursamlega kósí tímabilið er hafið í allri sinni dýrð. Ég er ekki mikil aðdáandi kuldans, en það er eitthvað svo heillandi við að sjá haustið ganga yfir og veturinn taka við, hvað er þá betra en að setjast í sófann með teppi og tendra á kertum yfir góðri mynd með heitan pottrétt. Á þessum tíma eru veikindin byrjuð og það er akkurat þá sem mig fer að langa í súpur og pottrétti Ég er búin að prófa margar uppskriftir og flestar mjög góðar, en það vantaði eitthvað upp á, svo ég setti…