• Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Beikonbuff

  Ég er oft með beikon buff í matinn þar sem það er svo rosalega auðvelt að elda það og það er líka svo gott á bragðið. Innihaldsefni: 1 kg. Grísahakk (notaði fyrst alltaf nauta en svo smökkuðum við grísa og fannst það betra) 1 pakki. Beikon Ritzkex 1 egg season all Ég geri alltaf extra mikið fyrir okkur þar sem það er svo gott að eiga afganga til að hafa í hádegismat daginn eftir. Ég sker beikonið niður í búta myl ritzkexið og blanda síðan öllu saman í skál. Síðan móta ég litlar bollur og steiki þær á pönnunni (líka hægt að setja í ofninn en okkur finnst betra að steikja þær). Auðveldara gæti þetta ekki verið. Ég ber þetta alltaf fram með brúnni sósu og kartöflum.

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  bananakaka með súkkulaði

  Strákarnir mínir eiga sína uppáhalds köku sem þeir biðja reglulega um, hún klárast á tveimur dögum og er hún bara betri daginn eftir. Minn yngsti vill hjálpa til og fær það svo sannarlega, auðveld er hún,   Bananakaka 2 dl sykur 1 tsk vanilludropar 3 egg 2dl hveiti 1 tsk lyftiduft 100 g smjör 2 bananar, stappaðir 100 g suðusúkkulaði ( hér er hægt að breyta til og nota þrist, smarties eða eitthvað annað í hana, gaman að prófa nýtt)   Þeytið sykur, vanilludropa og egg saman í hrærivél þar til blandan er orðin  létt Blandið hveiti og lyftidufti útí og setjið smjörið útí í litlum bitum og þeytið það…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Mínar uppáhalds amerískar pönnukökur

  Ég er mjög hrifin af amerískum pönnukökum og geri þær oft ef ég er búin að eiga erfiða viku eða langar bara aðeins að dekra við sjálfan mig. Hérna er uppáhalds uppskriftin mín af amerískum pönnukökum sem eru tilvaldar í sunnudagskaffið: 230g hveiti 1/4 tsk salt 2 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 50g smjör 1 stk egg 3 dl AB mjólk (ég nota alltaf jarðarberja) 1 dl mjólk Ég byrja á að bræða smjörið Hræri eggið, smjörið, AB mjólkina og mjólkina svo saman Bæti svo öllum þurrefnunum við Leifi deiginu að standa í svona 10 mínútur Bræði smá smjör bút á meðalheitri pönnu og steiki svo pönnukökurnar   Það er mjög gott að bera pönnukökurnar fram með sírópi súkkulaði, banönum og þínum uppáhalds berjum.

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Heimatilbúin ís fyrir börnin

  Jæja! Ekki seinna en vænna að koma með smá hugmyndir af heimatilbúnum ís. Þar sem að sonur minn ELSKAR ís og gæti borðað ís í öll mál fór ég að hugsa að það væri líklega ódýrara og sniðugt að gera ís hérna heima. Ég byrjaði á því að fara í Ikea til þess að kaupa fjölnota frostpinnabox, ég keypti líka í Tiger svo ég á 2 sett af þeim og hentar það mjög vel. Ég ætla að koma með nokkrar auðveldar hugmyndir af heimagerðum ís/frostpinnum Djús Já, svona einfalt! uppáhalds djús frostpinninn hans Ólivers er Tropical djúsinn sem fæst í Costco eða Tropical djúsinn úr Bónus. Ég helli honum bara…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Uppáhalds eggjahræran mín

  Það fyrsta sem ég lærði að gera í eldhúsinu var eggjahræra. Það er mjög einfalt og eitthvað sem margir kunna að gera, enda til endalausar útgáfur. Ég hef verið að prófa mig áfram við þetta í langan tíma og hér er hvernig mér finnst hún koma best út: Ég byrja á að hræra saman 2-3 eggjum og mjólk í skál. Síðan krydda ég með mínum uppáhalds kryddum. Mér finnst rosalega gott að bæta osti ofan í, einnig bæti ég stunum við skinku. Síðan helli ég blöndunni á pönnuna og hræri reglulega í meðan hún steikist. Mér finnst mjög gott að bera þetta fram með ristuðu brauði, ávöxtum, safa eða kakói.

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Hollt og gott ofnbakað rótargrænmeti

  Það sem forðar mér frá að grípa í óhollan mat er að eiga ofnbakað grænmeti í ísskápnum þetta tekur stuttan tíma og er mjög auðvelt að gera, hollt og gott. Ég bý til mikið magn svo þetta dugar mér í nokkra daga. Hér kemur ein af mörgum útgáfum , neðar í færslunni set ég inn allt grænmetið sem ég hef prófað þetta með það sem ég nota- *2 Stóra brokkolí hausa (stilkurinn líka)         *5-8 stk gulrætur (fer eftir stærð og smekk) Avókadó olía (fæst í Costco) Papriku krydd Pipar   Aðferð Allt skorið niður , ég passa mig á að gulræturnar séu ekki of þykkar þá…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Pestó-kjúlla uppskrift

  Þessi kjúllaréttur er örugglega sá réttur sem ég geri lang oftast! Bara svo ótrúlega auðvelt og fljótlegt að búa þetta til. Það sem þú þarft– 4-6 kjúklingabringur 1 krukka af rauðu pestói 1 lítil krukka af feta osti nokkur ritz kex Salt pipar   Aðferð Raðið kjúklingnum í eldfast mót kryddið með smá salti og smá pipar (alls ekki of mikið) Hellið pestóinu yfir kjúklingin og smyrjið yfir þar til pestóið þekur allan kjúklingin Hellið fetaostinum svo jafnt yfir kjúllann Takið nokkur ritz kex myljið nipur og dreifið svo yfir svo fer þetta inn í ofn í 40 mín og voila!! Gott að bera fram með steiktum sætkarteflu frönskum og…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Mínar uppáhalds uppskriftasíður

  Ég elska að prófa og skoða nýjar uppskriftir. Við Símon erum með mjög ólíka bragðlauka og getur því verið erfitt að finna eitthvað til að hafa í kvöldmatinn. hér eru mínar uppáhalds síður til að skoða þegar ég veitt ekkert hvað ég á að hafa í matinn eða ef mig langar að prufa eitthvað nýtt. ljufmeti.com   grgs.is   evalaufeykjaran.is   tasty.co   gerumdaginngirnilegan.is   hanna.is   gottimatinn.is   hagkaup.is   kronan.is    

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Pylsupasta

  Við Símon erum búin að leita af góðri uppskrift af pylsupasta. Við prófuðum allskonar uppskriftir sem okkur líkaði mis vel. Ég ákvað að prófa mig áfram og endaði með þessa uppskrift sem okkur finnst hafa heppnast mjög vel. Hvað þarf: Pasta Pylsur Beikon Rauðlaukur Paprika Rjómi Mexíkóostur Pipar Aðfreð: 1. Ég byrja alltaf á að setja pastað í pott með vatni og salti og kveiki undir og fylgist svo bara með því meðan ég geri sósuna. 2. Síðan fer ég að skera beikonið niður og steiki það á pönnunni. 3. Þegar það er búið að steikjast í smástund bæti ég rauðlauknum, svo pylsunum og þegar það er búið að steikjast…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Kjúlla-pastaréttur

  Mig langaði bara að deila með ykkur uppáhalds kjúlla-pastaréttinum mínum Enjoy!! Það sem þú þarft Pasta 2 kjúklingabringur 1 papríka 6-7 skinkusneiðar 1 pakki af beikoni 1 stk laukur 6 sneiðar pepperoni (má sleppa) 6 sveppir 1stk mexikó ostur 250ml rjómi 1 dolla af skinkusmurosti     Aðferð Skerið papriku , skinku , beikon ,sveppi og pepperoni í litla bita Skerið kjúklingin og steikið á pönnu , krydda eftir smekk. Geymið kjúklingin til hliðar , setið pasta í pott og leyfið því að sjóða þar til það er tilbúið. Steikið beikon og lauk saman þar til það er næstm tilbúið , bætið svo við sveppum, skinku og pepperóní og steikið…