• Jóhanna María,  Uppskriftir

  Gumsið hennar tengdó

  Ég leyfi mér að kalla þessa uppskrift gumsið hennar tengdó vegna þess að hún kenndi mér að malla þetta saman, og nú fáið þið að njóta! þessi uppskrift er svo hættulega góð að ég bý til gumsið í hverri veislu enda mjög fljótlegt, þægilegt og fáránlega gott.   Það sem tilþarf er: 1 marengsbotn (brúnn) 1 peli rjómi 8 stk. lítil mars súkkulaði (má nota hvaða súkkulaði sem er) Slatti af berjum að eigin vali, sjálf notaði ég jarðarber, bláber og brómber.   Aðferð: Marengsinn er brotinn vel niður og settur í skál,    Rjóminn er þeyttur og honum síðan blandað saman við marengsinn.   Marsið er skorið niður í…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Brauðterta með túnfisksalati

  Ég er ein af þeim sem finnst rækjusalat ekkert spes og því geri ég alltaf brauðtertu með túnfisksalati. Ég notaði áður alltaf túnfisk í vatni en ég komst nýlega að því að það er mun betra að nota túnfisk í olíu þar sem að salatið verður ekkert þurrt. En auðvitað erum við öll með misjafnan smekk og notum það sem okkur finnst best!   Það sem til þarf: 2 Dósir túnfiskur í olíu 1 Dós (500 ml.) majónes ½  Dós sýrður rjómi 9 Harðsoðin egg Sítrónupipar Rúllutertubrauð (ég kaupi frosið í Bónus) 1 Matskeið sítrónusafi 1 Gúrka   Aðferð: Fyrsta skref er að búa til túnfisksalatið, byrjað er á því…

 • Jóhanna María,  Uppskriftir

  Eðla meistaranna!

  Það er fátt betra að mínu mati en gómsæt eðla, hvort sem það er mánudagskvöld eða föstudagskvöld. Stundum langar mér bara í eðlu! Hér kemur því ein djúsí uppskrift sem við hjónakornin gerum stundum.   2 Krukkur salsa sósa medium 1 dós sýrður rjómi ½ smurostur með baconi ofnsteikt bacon (magn fer eftir smekk) dass! Rifinn ostur   Ég byrja á því að raða baconi á ofnplötu og steikja það vel í ofninum, ég klippi síðan baconið niður í bita (munnbita) Síðan smyr ég smurostinum í botninn á eldfasta mótinu. Blanda síðan salsa sósunni, sýrða rjómanum, hálfum poka af rifnum osti og bacon bitunum saman í skál vel og vandlega.…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Uppáhalds eggjahræran mín

  Það fyrsta sem ég lærði að gera í eldhúsinu var eggjahræra. Það er mjög einfalt og eitthvað sem margir kunna að gera, enda til endalausar útgáfur. Ég hef verið að prófa mig áfram við þetta í langan tíma og hér er hvernig mér finnst hún koma best út: Ég byrja á að hræra saman 2-3 eggjum og mjólk í skál. Síðan krydda ég með mínum uppáhalds kryddum. Mér finnst rosalega gott að bæta osti ofan í, einnig bæti ég stunum við skinku. Síðan helli ég blöndunni á pönnuna og hræri reglulega í meðan hún steikist. Mér finnst mjög gott að bera þetta fram með ristuðu brauði, ávöxtum, safa eða kakói.

 • Kristjana Rúna,  Uppskriftir

  Hollt og gott ofnbakað rótargrænmeti

  Það sem forðar mér frá að grípa í óhollan mat er að eiga ofnbakað grænmeti í ísskápnum þetta tekur stuttan tíma og er mjög auðvelt að gera, hollt og gott. Ég bý til mikið magn svo þetta dugar mér í nokkra daga. Hér kemur ein af mörgum útgáfum , neðar í færslunni set ég inn allt grænmetið sem ég hef prófað þetta með það sem ég nota- *2 Stóra brokkolí hausa (stilkurinn líka)         *5-8 stk gulrætur (fer eftir stærð og smekk) Avókadó olía (fæst í Costco) Papriku krydd Pipar   Aðferð Allt skorið niður , ég passa mig á að gulræturnar séu ekki of þykkar þá…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Pestó-kjúlla uppskrift

  Þessi kjúllaréttur er örugglega sá réttur sem ég geri lang oftast! Bara svo ótrúlega auðvelt og fljótlegt að búa þetta til. Það sem þú þarft– 4-6 kjúklingabringur 1 krukka af rauðu pestói 1 lítil krukka af feta osti nokkur ritz kex Salt pipar   Aðferð Raðið kjúklingnum í eldfast mót kryddið með smá salti og smá pipar (alls ekki of mikið) Hellið pestóinu yfir kjúklingin og smyrjið yfir þar til pestóið þekur allan kjúklingin Hellið fetaostinum svo jafnt yfir kjúllann Takið nokkur ritz kex myljið nipur og dreifið svo yfir svo fer þetta inn í ofn í 40 mín og voila!! Gott að bera fram með steiktum sætkarteflu frönskum og…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Mínar uppáhalds uppskriftasíður

  Ég elska að prófa og skoða nýjar uppskriftir. Við Símon erum með mjög ólíka bragðlauka og getur því verið erfitt að finna eitthvað til að hafa í kvöldmatinn. hér eru mínar uppáhalds síður til að skoða þegar ég veitt ekkert hvað ég á að hafa í matinn eða ef mig langar að prufa eitthvað nýtt. ljufmeti.com   grgs.is   evalaufeykjaran.is   tasty.co   gerumdaginngirnilegan.is   hanna.is   gottimatinn.is   hagkaup.is   kronan.is    

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Pylsupasta

  Við Símon erum búin að leita af góðri uppskrift af pylsupasta. Við prófuðum allskonar uppskriftir sem okkur líkaði mis vel. Ég ákvað að prófa mig áfram og endaði með þessa uppskrift sem okkur finnst hafa heppnast mjög vel. Hvað þarf: Pasta Pylsur Beikon Rauðlaukur Paprika Rjómi Mexíkóostur Pipar Aðfreð: 1. Ég byrja alltaf á að setja pastað í pott með vatni og salti og kveiki undir og fylgist svo bara með því meðan ég geri sósuna. 2. Síðan fer ég að skera beikonið niður og steiki það á pönnunni. 3. Þegar það er búið að steikjast í smástund bæti ég rauðlauknum, svo pylsunum og þegar það er búið að steikjast…

 • Guðlaug Sif,  Uppskriftir

  Kjúlla-pastaréttur

  Mig langaði bara að deila með ykkur uppáhalds kjúlla-pastaréttinum mínum Enjoy!! Það sem þú þarft Pasta 2 kjúklingabringur 1 papríka 6-7 skinkusneiðar 1 pakki af beikoni 1 stk laukur 6 sneiðar pepperoni (má sleppa) 6 sveppir 1stk mexikó ostur 250ml rjómi 1 dolla af skinkusmurosti     Aðferð Skerið papriku , skinku , beikon ,sveppi og pepperoni í litla bita Skerið kjúklingin og steikið á pönnu , krydda eftir smekk. Geymið kjúklingin til hliðar , setið pasta í pott og leyfið því að sjóða þar til það er tilbúið. Steikið beikon og lauk saman þar til það er næstm tilbúið , bætið svo við sveppum, skinku og pepperóní og steikið…

 • Kristbjörg Ásta,  Uppskriftir

  Jólaís með dumle karamellum

  Hver elskar ekki heimagerðan ís um jólin? Hérna er ég með ótrúlega einfalda og æðislega góða uppskrift af hinum fullkomna jólaís. 2 pokar Dumle karamellur, orginal (240g) 5 eggjarauður 5 msk. sykur 5 dl. rjómi (léttþeyttur) 1-2 vanillustangir (klofnar í tvennt og fræin tekin úr) Ég byrja á að hita ofninn á 200 gráður undir og yfir hita Raða Dumle karamellunum á ofnplötu klædda bökunarpappír Set karamellurnar inn í ofninn í ca. 5 mínútur eða þar til þær hafa bráðnað (mikilvægt að fylgjast með þeim og passa að þær brenni ekki) Þegar karamellurnar hafa kólnað eru þær saxaðar niður í bita. Létt þeytið rjómann Eggjarauðurnar og sykurinn eru þeytt saman þar til blandan verður ljós og loftmikil Bætið þeytta rjómanum, vanillufræjunum…