DIY handa/fótafar

Ég elska að búa til minningar með Máney hvað þá þegar við gerum eitthvað saman sem við getum átt til lengri tíma en hér er uppskrift af blöndu sem ég hef verið að nota til þess að búa til handa farið hennar Máneyjar.

1 Bolli Matarsódi

1/2 Bolli Kartöflumjöl

3/4 Bolli Vatn

Setur allt saman í pott á vægan hita og hræri saman þar til þetta verður að bolta.

Kælir svo aðeins og fletur út og leggur hendina eða fótinn sem þú vilt fá á blönduna.

Ég hef verið að nota drykkjarrör til að gera gat efst svo hægt sé að hengja þetta upp.

Setur svo í ofn á 130 í 30 mínútur.

 

Ef þú ert ekki hrifin af hvernig endarnir t.d. komu út er ekkert mál að laga það til með sandpappír.

Mjög einfalt og ódýrt og gaman að eiga.

Einnig mjög sniðugt í jólagjöf fyrir ömmur og afa <3

You may also like...

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *